fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjónusta er lykilorðið hér og ég sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins legg áherslu á 100% þjónustu,“ segir Daníel Már Einarsson, framkvæmdastjóri Vöku. Fyrirtækið verður sjötugt í ár og er eitt elsta fyrirtæki landsins á sviði þjónustu við bíleigendur.

Vaka veitir mjög fjölþætta þjónustu á sviði bíla og starfsmenn eru um 30 talsins. Dekkjaþjónusta er veigamikill þáttur í starfseminni. „Við seljum bæði notuð dekk og ný en erum að minnka við okkur í notuðu dekkjunum enda er verðmunurinn á notuðum dekkjum og nýjum orðinn frekar lítill. Í nýjum dekkjum erum við mest í merkinu Sailun, en þau þykja mjög vönduð, ekki síst miðað við hvað þau eru ódýr,“ segir Daníel.

Vaka veitir fulla þjónustu á vel búnu dekkjaverkstæðinu og er bæði hægt að panta tíma í síma 567-6700 eða koma á staðinn og þá hugsanlega bíða dálitla stund. Að sjálfsögðu eru dekkjaskipti og umfelgun í boði og er lögð mikil áhersla á góða þjónustu í dekkjaskiptunum.

Vaka rekur einnig dekkjahótel þar sem bíleigendur geta geymt vetrardekkin sín yfir sumarið eða sumardekkin sín yfir haustið. „Þetta er afskaplega ódýr kostur til að losna við þau óþægindi að troða dekkjunum inn í bílinn og geyma þau,“ segir Daníel.

Vöku uppboðið slær í gegn

Uppboðsvefurinn vakauppbod.is var settur í gang fyrir um tveimur mánuðum og hefur slegið í gegn. Þar er afar margt í boði, flest bílatengt en þó ekki allt. Þarna er gott úrval af notuðum bílum, dekkjum og varahlutum, en líka alls konar aðrir hlutir, til dæmis kaffivélar gámar, kranar o.fl.

„Í uppboðinu leggjum við einnig mikla áherslu á góða þjónustu. Ef þú til dæmis kemur hingað með bíl til sölu þá þarftu ekki að spá í pappírsvinnu eða að sýna bílinn, við sjáum um þetta allt saman,“ segir Daníel.

Sem fyrr segir er vefurinn afar vinsæll og allt virðist seljast þar. Bæði er það vegna þess að þarna getur fólk gert hagstæð kaup en ekki síður vegna þess að mörgum þykir mjög gaman að vera á uppboði og skoða það sem í boði er.

Vefur vöku: vaka.is

Uppboðsvefurinn: vakauppbod.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum