fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Söngleikurinn Clueless: Stútfull sýning af drama og húmor

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Clueless er rómantískur gamansöngleikur um hina vinsælu Cher, sem býr með móður sinni (Mel) og þernu (Lucy) í risastóru húsi í Beverly Hills. Cher finnur tilgang í því að hjálpa fólki í ástamálum, og það að taka fólk í yfirhalningu (eða make-over) veitir henni stöðugleika í kaotískum heimi. Hins vegar rekst hún aðeins á vegg þegar plön hennar ganga ekki upp og allt virðist vera að fara á versta veg,“ segir Anna Katrín Einarsdóttir, leikstjóri sýningarinnar sem Verðandi, leikfélag FG, setur upp í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Garðabæjar.

Anna Katrín til vinstri.

Af hverju völduð þið Clueless?

„Okkur langaði að setja upp verk með sterkum kvenkarakter í aðalhlutverki. Svo er þetta líka bara svo klassísk og skemmtileg kvikmynd. Auk þess hefur þetta verk aldrei verið sett upp á Íslandi, og þangað til í síðasta nóvember hafði það aldrei verið útfært fyrir svið. Clueless er alveg fullkomin fyrir söngleikjaformið þar sem myndin er frekar ýkt í leik og allri stíliseringu. Hún er stútfull af drama og húmor sem skemmtilegt er að leika sér með og yfirfæra á sviðið.“

Það er lagður töluverður metnaður í sýninguna. Þið eruð með nýja leikgerð og fjöldi manns sem kemur að verkinu. Viltu segja nánar frá því?

„Þetta er heljarmaskína og það kemur fjöldi nemenda að sýningunni, eða hátt í 100 manns í heildina. Lokaútkoman sem áhorfandinn sér á sviðinu er aðeins toppurinn á ísjakanum, það eru svo margar deildir sem komu að því að gera sýninguna að veruleika. Þessi uppsetning er svo alveg ný leikgerð upp úr myndinni og textarnir og lögin frumsamin af tónlistarkonunni Hildi. Ég komst ekki að því að það væri verið að setja upp söngleik off-Broadway fyrr en eftir að ég var byrjuð að vinna handritið. Það hefði verið fróðlegt að sjá það en ég komst því miður ekki út.“

Er þetta ekki búið að vera skemmtilegt ferli?

„Ferlið er búið að vera alveg æðislegt! Frá upphafi til enda. Við hófum æfingar á verkinu síðasta haust, þar sem við vorum að vinna saman í spuna á senum og finna hin ýmsu hreyfimynstur með Söru Margréti, danshöfundi verksins. Æfingar með handriti byrjuðu svo strax í janúar á þessu ári. Við lögðum mikla áherslu á að mæta öllu með opnum huga og takast á við vandamálin um leið og þau birtust. Við það skapaðist svo jákvæð stemning, allt í einu voru öll „mistök“ gjafir. Það er búið að vera ótrúlega gaman að prófa hinar ýmsu hugmyndir og sjá þær lifna við á sviðinu.“

Hvernig var að leikstýra hópnum?

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég leikstýri þessum hóp, og í rauninni fyrsta skipti sem ég tek að mér að leikstýra svona stóru batteríi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri, og það traust sem mér var falið við uppsetningu á þessu verki. Svo eru þau svo fáránlega hæfileikarík öllsömul og gefa atvinnuleikurum ekkert eftir! Við vorum óvægnar við að gefa þeim krefjandi verkefni og þau tóku þeim fagnandi og af mikilli fagmennsku. Hæfileikarnir einskorðuðust ekki bara við leikhópinn heldur flæddu þeir um allar deildir sem komu að verkinu. Ég er viss um að við eigum eftir að sjá marga af þessum krökkum á sviðum og tjöldum landsins, og á bak við þau,“ segir Anna Katrín að lokum.

Það er um að gera að næla sér í miða á þennan frábæra söngleik á tix.is

Næstu sýningar eru:

16.mars kl 20:00
17.mars kl 20:00
21.mars kl 20:00
23.mars kl 20:00
24.mars kl 16:00 og 20:00
28.mars kl 20:00
31.mars kl 20:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög
Kynning
Fyrir 3 dögum

Góð lýsing er lykillinn að fallegu heimili

Góð lýsing er lykillinn að fallegu heimili
Kynning
Fyrir 1 viku

Nutrilenk Gold: Stunda fjallgöngur og hjóla án verkja

Nutrilenk Gold: Stunda fjallgöngur og hjóla án verkja
Kynning
Fyrir 1 viku

Jógakennaranám í fyrsta skipti á Suðurnesjum

Jógakennaranám í fyrsta skipti á Suðurnesjum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Vallarbraut: Öflugar gæðavörur fyrir landbúnaðinn

Vallarbraut: Öflugar gæðavörur fyrir landbúnaðinn
Bleikt
Fyrir 3 vikum

Krúttlegar kisulórur: Sjáðu myndirnar

Krúttlegar kisulórur: Sjáðu myndirnar