fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Brandson: Og það verður gaman að svitna í ræktinni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hönnun alla leið

Brandson er íslensk netverslun sem selur hágæða íþróttafatnað fyrir konur og karla. „Ég stofnaði Brandson árið 2016 og byrjaði að selja mína fyrstu vöru; íþróttabuxurnar Brynhildi fyrir konur. Síðan hafa bæst fjölmargar flíkur við Brandson merkið; buxur, leggings, undirföt og bolir. Einnig hef ég hannað og framleitt íþróttaflíkur fyrir karla sem marka upphafið á karlalínunni,“ segir Bjarni Kjartansson. Thors. Þú getur nálgast fatnaðinn frá Brandson á brandson.is

Samtvinnuð áhugamál

„Bakgrunnur minn er í grafískri hönnun og 2015 fann ég þörf hjá mér að fara að hanna og framleiða íþróttafatnað. Ég hef líka alltaf haft áhuga á hreyfingu og þá tvinnuðust áhugamálin tvö saman, hönnun og hreyfing, í þessari frumkvöðlastarfsemi.“

Ferlið tekur marga mánuði

„Það hentar mér mjög vel að vera með netverslun. Þá get ég tekið þann tíma sem mér hentar í að hanna hverja flík fyrir sig og þarf ekki að hafa áhyggjur af verslunhúsnæði og þess háttar.“

Það fer gífurleg vinna í að hanna eina flík og allt ferlið frá fyrstu skrefum hönnunar uns Bjarni er kominn með flík í hendurnar getur tekið marga mánuði. „Ég gæti kosið að fara einfaldari leið og þá tæki ferlið auðvitað styttri tíma, en ég kýs að leggja allt mitt í hverja flík því það er engin ástæða til þess að gera þetta illa ef maður er að gera þetta á annað borð,“ segir Bjarni.

Þau gera allt fyrir mig

„Ég er í góðu samstarfi við framleiðendur úti í Kína, en þangað fór ég í byrjun til þess stofna sambönd við framleiðendur. Ég er náttúrulega pínulítill kúnni miðað við marga aðra, en þetta fólk er af öllum vilja gert til þess að láta þetta ganga upp hjá mér. Þau gera allt fyrir mig.“

Skemmtilegri og litríkari íþróttaföt

„Hönnun mín endurspeglar þrá mína eftir því að Íslendingar klæðist litríkari og skemmtilegri fötum. Auðvitað er ég líka með flottar svartar og dökkgráar íþróttabuxur fyrir þá sem kjósa þær. Ég furða mig samt alltaf yfir því að það eru allir í svörtu í ræktinni því staðreyndin er sú að hér er myrkur níu mánuðu á ári. Það er heil meðganga! Mig langar til þess að færa litinn inn í íþróttasalinn því það myndi birta allt upp.

Margir hafa áhyggjur af því að litaðar íþróttabuxur sýni frekar svitabletti eða fellingar. Fötin sem ég hanna eru öll gerð úr sterku og þykku efni svo þessi vandamál ættu að vera í lágmarki. Einnig legg ég mikið upp úr því að buxurnar séu ekki gegnsæjar. Ég hef sjálfur prófað jóga og geri mér alveg grein fyrir mikilvægi þess að buxur séu úr góðu ógagnsæju efni. En það er samt auðvitað ákveðinn hvimleiður fylgikvilli þess að fara í ræktina, og það er að fólk svitnar… Ég veit það er óþolandi, en það er satt. En ef þú ert í flottum og skemmtilegum íþróttafötum, þá er bara gaman að svitna í ræktinni,“ segir Bjarni og hlær.

Fatnaðurinn frá Brandson fæst í vefversluninni brandson.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
Fyrir 6 dögum

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!