fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaloppan í Skeifunni 11d er stórsniðugt framtak sem Guðríður Gunnlaugsdóttir og maðurinn hennar, Andri Jónsson, settu á laggirnar í fyrravor. „Hugmyndin var í grunninn að opna markað þar sem fólk getur komið og leigt bása til þess að selja notaðar barnavörur svo sem barnaföt, leikföng, barnavagna, bílstóla og margt fleira,“ segir Guðríður.

Barnaloppan er í Skeifunni 11d.

Endurnýting fyrir umhverfið

„Það er gífurlegt magn af barnavörum í góðu standi sem fer á haugana af því að fólk veit ekki hvernig það getur auðveldlega losað sig við þær. Það er alger synd því það fer svo ótal margt til spillis í dag og við þurfum öll að fara að hugsa betur um umhverfið.“

Barnaloppan er sterkur liður í því að minnka sóun í nútímasamfélagi. „Nánast allar vörur hér eru endurnýttar og er það meginhugsjónin að bjóða eingöngu upp á endurnýttar vörur. Barnavörur eru margar hverjar notaðar í svo stuttan tíma í senn og þá sérstaklega fyrstu árin, því krílin stækka svo hratt. Þess vegna er gott að fleiri fjölskyldur geti notið þeirra.“

En hvernig virkar þetta?

„Seljandi leigir bás að lágmarki í eina viku og verðleggur sínar eigin vörur. Við erum með verðmiða með strikamerkjum hér í búðinni og þegar vörurnar eru komnar í básinn þá sjáum við alfarið um restina, aðstoðum viðskiptavininn og sjáum um söluna á vörunum. Seljandinn þarf því ekki að vera sjálfur á staðnum eins og á sambærilegum mörkuðum. Þá er hægt að fylgjast með sölunni rafrænt í gegnum internetið. Við greiðum seljandanum svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Þetta getur varla verið einfaldara!“

Nánari upplýsingar á www.barnaloppan.is

Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram: BarnaloppanBarnaloppan

Barnaloppan, Skeifan 11d, 108 Reykjavík

Sími: 620-2080

Vefpóstur: info@barnaloppan.is

1. Bókaðu bás sem hentar þér

Þegar þú bókar bás færðu sendan aðgang inn á innri síðuna okkar, Loppubókun.is. Þar skráir þú inn verðin á þeim vörum sem þú hyggst selja í Barnaloppunni. Við komu í verslunina verða verðmiðar með strikamerkjum klárir til afhendingar. ATH. Ef óskað er eftir að selja stærri vörur, eins og t.d. vagn, kerru eða bílstól, er möguleiki að koma þeim fyrir á stóra svæðinu hjá okkur og kostar það 300 kr. fyrir hvern hlut og fer greiðsla fram við komu í verslun. Einnig er hægt að greiða fyrir tiltekt í básum við komu í verslun. Nánari upplýsingar má finna í skilmálum okkar.

2. Komdu vörunum þínum fyrir í básnum

Við komu í Barnaloppuna verða þér útvegaðir verðmiðar og herðatré. Einnig eru þjófavarnir í boði og perlur í mismunandi litum sem settar eru á herðatrén til að stærðarmerkja, en það er að sjálfsögðu valkvætt. Þú kemur vörunum fyrir, og við mælum með að tekin sé mynd af básnum til þess að deila á samfélagsmiðlum og auglýsa þannig básinn þinn.

3. Við sjáum alfarið um söluna

Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og seljum vörurnar þínar fyrir þig. Þú getur ávallt fylgst með sölunni þinni frá degi til dags í gegnum Loppubókun undir „Yfirlit“, en við ráðleggjum þó að kíkt sé við meðan á leigutíma stendur til að halda básnum snyrtilegum og/eða fylla á hann.

4. Við greiðum þér út söluhagnaðinn

Söluhagnaðurinn er greiddur út með millifærslu og því máttu gjarnan gefa okkur upp reikningsnúmer og kennitölu þegar þú óskar eftir greiðslu, hvort sem það er á miðju tímabili eða í lokin. Millifærslur eru framkvæmdar sama dag og greiðslu er óskað. Þóknun er 15% af heildarsölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
Fyrir 6 dögum

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!