fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Barnakór Vídalínskirkju: Hæfileikaríkir kórstjórar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnakórinn í Vídalínskirkju í Garðabæ á sér nokkurra ára sögu. Einn af fyrstu kórstjórunum var Heiðar Örn Kristjánsson leikskólakennari sem líka er þekktur sem blái pollapönkarinn, en hann var æskulýðsfulltrúi kirkjunnar í tvö ár.

Fyrir þremur árum tóku hjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari við stjórnartaumunum. „Í dag eru 30 stelpur á aldrinum 7–12 ára í kórnum og mikið fjör. Þau hjónin stjórna einnig ungmennakór fyrir 16 ára og eldri við kirkjuna sem og gospelkór Jóns Vídalíns,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju.

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju.


Krefst ögunar og samhæfingar að syngja í kór

„Það felst mikil ögun og samhæfing í því að syngja í kór. Það er líka ótrúlegt hvað þau hjónin eru flink að halda utan um hópinn,“ segir Jóna sem kemur stundum inn í æfingastarfið og segir krökkunum sögur. Barnakórinn æfir alla þriðjudaga kl. 16 og kórinn kemur fram í fjölskylduguðþjónustu fyrsta sunnudag í mánuði allan veturinn. Vídalínskirkja fjárfesti í 30 hljóðnemum sem börnin og unga fólkið í tónlistarstarfinu læra einnig að nota. Það má líka geta þess að barnakórinn hefur sungið á aðventunni í IKEA og líka í Stundinni okkar fyrir jólin. „Þannig læra kórfélagar ekki bara að syngja, heldur fá þeir æfingu í að koma fram og syngja, oft fyrir framan 150–200 manns sem er sá fjöldi sem iðulega sækir fjölskylduguðsþjónustur.“

Pítsupartí einu sinni í mánuði

Jóhanna Guðrún og Davíð hrista hópinn reglulega saman með leikjum og svo er alltaf pítsupartí einu sinni í mánuði. Á hverju sumri eru þau hjónin ásamt Jónu Hrönn og starfsfólki Vídalínskirkju með vikulangt tónlistarnámskeið um leið og skólinn klárast. „Það er gríðarlega skemmtilegt, kórfélagar mæta kl. 9.00 á morgnana og eru til kl. 13.00. Það er sungið og dansað, farið í leiki, borðaður góður matur og hlustað á biblíusögu í upphafi dags. Síðastliðið sumar tókst að gera fimm myndbönd á námskeiðinu sem Davíð hefur verið að vinna jafnt og þétt í vetur og búið að frumsýna þrjú. Þetta var alveg gríðarlega skemmtilegt og gaman að geta miðlað svona mikilli gleði úr kirkjustarfinu. Svo verður námskeið í sumar frá 11.–14. júní sem við erum mjög spennt fyrir.“ Myndböndin úr námskeiðinu má sjá í kynningunni á dv.is.

„Kórfélagar syngja allajafna alls konar lög, dægurlög, sálma, gospel og söngleikjalög enda eru kórstjórarnir vakandi fyrir því að kynna fyrir börnunum margs konar tónlist og hafa mikinn fjölbreytileika.“

Kórfélagarnir blómstra

„Það er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir kirkjuna að hafa svona flott fólk við stjórnvölinn eins og Jóhönnu Guðrúnu og Davíð og magnað að sjá starfið vaxa og kórfélagana að blómstra. Þau hjálpa krökkunum að opna sig og sjálfsmyndin þeirra styrkist enda eru kórstjórarnir frábærar fyrirmyndir,“ segir Jóna Hrönn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
Fyrir 6 dögum

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!

Spilaðu golf á Snæfellsnesi!