fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 9. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífshlaupið fór af stað 6. febrúar síðastliðinn og stendur yfir til 26. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er.

Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Allt telur og er betra en ekkert.

Lífshlaupið var stofnað árið 2005 og síðan þá hafa um 200 þúsund manns tekið þátt. Árlega taka í kringum 15–20 þúsund starfsmenn vinnustaða og nemenda í grunn- og framhaldsskólum þátt.

Hvernig tek ég þátt?

Það er afar einfalt að taka þátt í Lífshlaupinu. Til þess að skrá sig og sinn vinnustað eða skóla og svo lið, er farið inn á www.lifshlaupid.is og þar í Mínar síður. Auðvelt er að nota sama aðgang ár frá ári og eins ef maður hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna má nota sama aðgang og notaður er þar. Það má geta þess að til þess að auðvelda þeim skráningu sem halda utan um daglegu hreyfinguna sína í smáforritunum Strava og Runkeeper er auðvelt að lesa inn hreyfingu dagsins úr þeim.

Skemmtilegur keppnisandi á vinnustöðum

„Við heyrum alltaf reglulega af fólki sem hefur náð að finna sér hreyfingu við hæfi eða hefur fundið sinn takt í hreyfingu með þátttöku í Lífshlaupinu og með því að skrá og halda utan um sína hreyfingu á vefnum okkar. Okkur þykir afar vænt um að heyra árangurssögur fólks. Þær gefa okkur byr undir báða vængi og hvetja okkur líka áfram til að halda verkefninu á lofti og breiða út boðskap þess,“ segir Kristín Birna, verkefnastjóri Lífshlaupsins.

„En annars er ávinningur Lífshlaupsins klárlega sá að starfsfólk keppist við að hreyfa sig við hvert tækifæri og dæmi eru um að það myndist skemmtilegur keppnisandi á vinnustöðum og verið sé t.d. að nýta hádegið til brjóta upp daginn og keppa í hinum og þessum greinum eins og tröppuhlaupi, reiptogi, armbeygjum eða öðru skemmtilegu.“

Mynda- og skráningarleikur

Allir geta tekið átt í myndaleik Lífshlaupsins með því að senda skemmtilegar myndir í gegnum heimasíðuna, Facebook-síðu Lífshlaupsins, Instagram með því að merkja þær #lifshlaupid eða með því að senda tölvupóst á lifshlaupið@isi.is. Einnig er í gangi skráningarleikur meðan á keppni stendur og geta þeir sem eru skráðir til leiks og með skráða hreyfingu unnið glæsilega vinninga frá Skautahöllinni, Klifurhúsinu, Rush Iceland, Lemon, World Class og MS.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn