fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

SagaMemo: Náttúruleg þrenna fyrir athygli, einbeitingu og minni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 9. febrúar 2019 08:00

Páll Arnar Hauksson vöruþróunarstjóri og Lilja Kjalarsdóttir aðstoðarframkvæmdarsstjóri hjá SagaNatura.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SagaMemo er nýtt og endurbætt fæðubótarefni sem er tilvalið fyrir skólafólk og aðra sem eru í krefjandi störfum og þurfa á allri sinni athygli að halda. SagaMemo inniheldur lífræna ætihvönn ásamt Ginco Bilboa og Bacopa Monnieri.

 

Fjöldi virkra efna

Virku efnin í SagaMemo eru fjölmörg. Hvannarfræja-extrakt inniheldur mörg áhugaverð efni en eitt þeirra er lífvirka plöntuefnið Imperatorin, sem er mikið rannsakað vegna áhrifa á heilastarfsemi og hefur m.a. annars verið rannsakað í tengslum við Alzheimer. Ginkgo Biloba hefur lengi verið notað til að viðhalda heilbrigðri heilastarfsemi, en það virkarm.a. með því að bæta blóðflæði til heilans. Einnig er það ríkt af andoxunarefnum. Bacopa Monnieri er jurt sem er orðin mjög vinsæl en var lítið notuð hér áður fyrr en rannsóknir sýna að Bacopa getur bætt athygli og minni hjá annars heilbrigðum einstaklingum. Járn og sink stuðla enn fremur að eðlilegri Vitsmunalegri starfsemi. „Þetta merkir í raun að efnin í SagaMemo hafa bæði jákvæð áhrif á minni og athygli,“ segir Páll Arnar Hauksson, vöruþróunarstjóri SagaNatura.

SagaNatura SagaMemo

„Þetta merkir í raun að efnin í SagaMemo hafa bæði jákvæð áhrif á minni og athygli,“ segir Páll Arnar Hauksson, vöruþróunarstjóri SagaNatura.

SagaNatura SagaMemo

Þekkt lækningajurt

Ætihvönnin eða Angelica er þekkt lækningajurt en lækningaseyði og meðul úr henni hafa verið unnin í yfir þúsund ár á Íslandi og víðar í Evrópu til þess að vinna gegn ýmsum kvillum. „Öll hvönn sem notuð er í vörur okkar er týnd á sjálfbæran hátt í Hrísey sem er lífrænt vottuð eyja, sem tryggir gæði varanna frá okkur,“ segir Páll Arnar Hauksson.

Virku efnin í SagaMemo eru:

  • Hvannafræja-extrakt
  • Ginkgo Biloba og Bacopa Monnieri
  • Járn og sink

 

Fyrir afreksfólk

Jákvæð áhrif SagaMemo hafa sýnt sig og sannað og fjöldi afreksfólks hefur stigið fram og sagt frá góðri reynslu af notkun SagaMemo. Meðal þeirra er Hekla Guðmundsdóttir, förðunarfræðingur, Foam-Flex og einkaþjálfari.

„Mikið áreiti og álag hefur þau áhrif á mig að ég á erfitt með að einbeita mér sem veldur streitu og kemur mér úr jafnvægi. SagaMemo hefur stuðlað að auknu jafnvægi og hjálpað mér að ná betri árangri og bætt minni.“

SagaNatura SagaMemo

Náttúrulega virk efni

„Þetta eru engar töfralækningar, enda er slíkt ekki til og það er ekki það sem við erum að selja hjá SagaMedica. Saga-Memo inniheldur náttúruleg efni sem stuðla að eðlilegri vitsmunalegri starfsemi og hjálpa fólki að halda einbeitingu í lengri tíma. Auðvitað skiptir lífsstíll líka máli hér,  en rannsóknir benda sterklega til þess að dagleg hreyfing, hollt matarræði, félagsleg tengsl og það að hafa tilgang í lífinu skipti lykilmáli til að styðja við heilbrigða öldrun heilans.“ segir Páll.

 

SagaPro

„Flestir þekkja SagaPro sem hefur verið flaggskipið okkar í mörg ár. Fæðubótarefnið hefur sýnt sig og sannað gegnum árin og bætt lífsgæði fjölda einstaklinga bæði hér á landi og erlendis. Notendur SagaPro eru iðulega fólk með ofvirka blöðru og þjást af tíðum þvaglátum, en SagaPro er unnið úr hvannarlaufum og gagnast konum og körlum með ofvirka blöðru og körlum með stækkaðan blöðruhálskirtil. Við hjá SagaMedica leggjum metnað í að framleiða náttúrulegar vörur sem hafa r raunveruleg áhrif og bæta lífsgæði fólks. Þess má geta að SagaMemo og SagaPro eru vegan og innihalda engar dýraafurðir og henta því grænkerum sem og öllum öðrum,“ segir Páll.

SagaNatura SagaMemo

Vörurnar frá SagaNatura fást í öllum helstu heilsuvörubúðum og stórmörkuðum svo sem Krónunni, Nettó og Fjarðarkaupum.
Einnig má skrá sig í áskrift. Þá færðu sendan pakka í hverjum mánuði.
Hringdu í síma 414-3070, sendu netpóst á info@sagamedica.is eða skráðu þig í áskrift á netinu, sagamedica.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn