fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Nature Sense: Fyrir náttúrulega fegurð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á bak við snyrtivörumerkið Nature Sense er ilmkjarnaolíufræðingurinn Jackie Cardoso. Jackie er brasilísk af indíánaættum og hefur búið á Íslandi síðan árið 1992. Hún hefur frá unga aldri notað og fræðst um lækningarmátt jurta.

Jackie Nature Sense

Árið 2002 fór Jackie af stað með framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum undir nafninu Yndisseiður. Jackie hefur einnig menntað sig í nuddi, ilmkjarnaolíufræði, reiki og ýmsum öðrum náttúrulegum meðferðum ásamt því að sækja námskeið erlendis í tengslum við þróun og framleiðslu á snyrtivörunum.

Jackie Nature Sense

Vörurnar nutu mikilla vinsælda og árið 2006 opnaði Jackie verksmiðju ásamt Spa í Kópavogi. Verksmiðjunni var lokað árið 2010 í kjölfar hrunsins. Árið 2012 flutti Jackie til Vestmannaeyja. Upphaflega ætlaði Jackie bara að nudda heima hjá sér en vegna eftirspurnar frá viðskiptavinum hófst fljótlega framleiðsla heima í eldhúsi. Þegar það fór að spyrjast út reyndist eldhúsið heima ekki nóg og smám saman fór framleiðslan að aukast og er í gangi af fullum krafti í dag.

Síðustu ár hefur Jackie haldið áfram að þróa og aðlaga vörurnar samkvæmt niðurstöðum nýjustu rannsókna um hráefni og ný efni og getur nú loksins kynnt fyrir ykkur nýja línu.

Jackie Nature Sense

„Vörurnar er 100% náttúrulegar með engum aukaefnum. Því miður höfum við ekki enn öðlast vegan-vottun en verið er að vinna í því, öll okkar hráefni eru þó vegan og hafa vottun. Því er óhætt að segja að vörurnar okkar séu 100% vegan. Þar sem við erum ennþá lítið fyrirtæki höfum við ekki efni á að nota vistvænar umbúðir, en í stað þess bjóðum við upp á áfyllingu á allar okkar vörur í verslun okkar í Heilsueyjunni Spa í Vestmannaeyjum. Við erum að vinna að því að bæta við fleiri sölustöðum, í Reykjavík. Einnig má senda okkur umbúðir til áfyllingar í gegnum póst.“

Jackie Nature Sense

Í dag er Nature Sense selt í Heilsueyjunni Spa sem staðsett er í hjarta Vestmannaeyjabæjar. Þar er hægt að kaupa vörur og áfyllingu eða fá andlits- og líkamsmeðferð þar sem notaðar eru Nature Sense-vörur. Einnig er hægt að kaupa vörurnar í netverslun sem finna má á heimasíðunni heilsueyjanspa.is.

Heilsueyjan Spa er að Vestmannabraut 28, Vestmannaeyjum.
Sími: 481-1513
Netpóstur: heilsueyjanspa@gmail.com
Fylgstu með á instagram og facebook

Jackie Nature Sense

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum