fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Sólarströnd fjölskyldunnar – Costa del sol – 6  sjarmerandi áfangastaðir

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 09:00

Sól og sumar með Heimsferðum!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marbella – Malaga – Torremolinos – Benalmadena – Funegirola – Estepona

Heimsferðir

Beint vikulegt flug í allt sumar með Heimsferðum

Sólarstrandlengjan Costa del Sol er tvímælalaust ein af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga í sólarferðum, enda er strandlengjan þakin skemmtilegum smábæjum og borgum sem bjóða uppá úrval gististaða, veitingastaða og skemmtana. Héðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku og Gíbraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast.

Heimsferðir
Strendur Andalúsíu

Á Costa del Sol er frábær aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest uppá að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar.

Heimsferðir

Mikið er um að vera fyrir börnin og margir skemmtigarðar á svæðinu:

Heimsferðir

Sem dæmi má nefna Bioparc Fuengirola sem er stórskemmtilegur og glæsilegur dýragarður þar sem hægt er að kynnast fjöldanum öllum af framandi og kunnuglegum dýrum.

Heimsferðir

Heimsferðir
Það er alltaf gaman að busla í vatnsrennibrautagarði.

Það er fátt meira viðeigandi í sólinni en að skella sér nokkrar salíbunur í einum af þeim fjölmörgu vatnsrennibrautargörðum Miðjarðarhafsins. Aqualand Torremolinos er einn af glæsilegustu vatnsrennibrautargörðum Spánar og auðvelt að komast þangað með lest eða strætó frá áfangastöðum Heimsferða.

Heimsferðir

Heimsferðir
Svaðalegar salíbunur í vatnsrennibrautargarðinum!
Heimsferðir
Geggjaðir rússíbanar!

Hvað er langt síðan þú fórst í alvöru Tívolí? Tivoli World er stórglæsilegur skemmtigarður með ógrynnin öll af rússíbönum og skemmtilegum tækjum sem láta mann fá hnút í magann af tilhlökkun. Girnilegir veitingastaðir og fjöldi viðburða á dagskrá á hverjum degi.

Heimsferðir

 

Andalúsía – Fegursti hluti Spánar

Heimsferðir bjóða farþegum sínum vinsælustu staðina við strönd Andalúsíu. Strandbæirnir Benalmádena, Fuengirola, Torremolinos og Marbella & Estepon eiga það sameiginlegt að bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir ferðamanninn, góða gistingu, hreinustu strendur Evrópu, glæsilegt úrval veitinga- og skemmtistaða og síðast en ekki síst einstakt andrúmsloft. Enginn hluti Spánar hefur jafn ríkt aðdráttarafl og Andalúsía, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar. Héðan er flamengó-tónlistin upprunnin, matargerðin, nautaatið og byggingarlistin. Hér finnur þú hvítu þorpin, fegurstu strendur Spánar, nokkra frægustu golfvelli Evrópu, klaustur, hallir og kastala.

Heimsferðir
Fuengirola ströndin.

Marbella er einn þekktasti lúxusdvalarstaður Evrópu, enda er hér að finna frábærar aðstæður fyrir ferðamenn. Marbella er þekkt fyrir gamla bæinn, sem er heillandi samblanda gamalla húsa, þröngra andalúsískra stræta, veitingastaða, verslana og iðandi mannlífs sem er einstakt í Evrópu. Þar er að finna hina frægu snekkjubátahöfn Puerto Banús, þar sem glæsilegustu snekkjur heimsins liggja við akkeri yfir sumartímann.

Hér finnur þú glæsilega veitingastaði, hátískubúðir, fallegar strendur, stærstu snekkjur heims og spennandi samansafn af heimsborgurum sem skapar sérstætt og heillandi andrúmsloft. Þá er Estepone-bærinn skammt frá og er þar að finna úrval glæsilegra gististaða.

Heimsferðir

Malaga – Hinn faldi gimsteinn Andalúsíu

Borgin Malaga er yndisleg og heillandi stórborg. Hún er ein elsta borg Spánar og uppfull af menningu og andrúmslofti stórborgar, en saga hennar spannar ótrúlega langt aftur í tímann. Listmálarinn Picasso fæddist í borginni og er nærveru hans að finna í hverjum krók og kima.

Heimsferðir
Malaga er yfirnáttúrulega falleg í ljósaskiptum.

Borgin er róleg og örugg, en mikið er af merkum minjum, eins og rómverskt hringleikahús í gamla bænum, márískur kastali sem trónir yfir borginni og Pompidou safnið. Að auki er tólf önnur listasöfn að finna í þessari fallegu borg. Malaga er falinn gimsteinn Andalúsíu. Borgin er einnig þekkt fyrir lágt verðlag, frábærar verslanir auk þess sem þar er að finna aragrúa af gæða veitingastöðum og ekta Tapas börum.

Komdu með okkur til Andalúsíu
Pantaðu ferð á heimsferdir.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum