fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Þriðji og síðasti Fræðslufebrúar Vídalínskirkju: Að endurnýja Sálmabókina

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komið að síðasta kvöldi Fræðslufebrúars Vídalínskirkju. Við höfum fræðst um Bob og Job, þ.e. hvernig nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan notaðist við Jobsbók til að takast á við sorgir sínar. Einnig fengum við góða kynningu á messíasarhugtakinu í Biblíunni og óratoríu Handels. Í síðustu viku fræddumst við um Davíðssálma Gamla testamentisins og tengsl Bono, söngvara U2, við það forna rit.

Kór Vídalínskirkju.


Tónleikar í Vídalínskirkju

Á síðasta kvöldinu verða tónleikar í kirkjunni. Þar sem kór Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Baldinssonar og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran, flytja sálma eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason. Höfundarnir verða viðstaddir og taka þátt í flutningnum. Þeir munu gera grein fyrir sálmunum og ekki er ólíklegt að Sigurður grípi eitthvað í saxófóninn.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

 

Jóhann Baldvinsson.

Endurnýja sálmahefðina

Það gæti litið þannig út að lítil endurnýjun eigi sér stað þegar kemur að íslenskri sálmahefð en það er nú ekki reyndin. Sigurður og Aðalsteinn hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að endurnýjun Sálmabókarinnar. Samstarf Sigurðar og Aðalsteins Ásbergs hefur verið afar gjöfult og skilað af sér mörgum sálmum. Á þessu kvöldi verða fluttir tólf sálmar sem gefa ágæta mynd af fjölbreyttu höfundarverki þeirra. Sumir sálmana tengjast ákveðnum hátíðum kirkjuársins og aðrir athöfnum. Einnig munu vera sálmar með víðari skírskotun. Sumir þessara sálma eru þegar talsvert sungnir í kirkjum landsins meðan aðrir eru minna þekktir.

Sigurður Flosason.

Sigurður Flosason, tónskáld og saxófónleikari, er fæddur árið 1964 og hefur um langa tíð verið virkur í íslensku tónlistarlífi. Hann hefur um árabil verið meðal fremstu jazztónlistarmanna landsins. Sigurður hefur m.a. gefið út plötur með Gunnari Gunnarssyni organista þar sem þeir spinna töfrandi vef úr sálmahefðinni. Þau eru ófá tónlistarverðlaunin sem Sigurður hefur verið tilnefndur til. Hann hefur hlotið átta verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs tvívegis og verið bæjarlistamaður Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. 

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og útgefandi, er fæddur árið 1955. Hann rekur útgáfuna Dimmu sem gefur bæði út tónlist og bækur. Hann hefur sjálfur skrifað ljóða- og barnabækur og þýtt mikið af góðum bókmenntum. Hann hefur hlotið viðurkenningu Íslandsdeildar IBBY fyrir Berrössuð á tánum, tvívegis viðurkenningu úr Rithöfundarsjóði Íslands og tilnefningu til Evrópsku leikskáldaverðlaunanna.

Tveir góðir!

Eftir bæði Sigurð og Aðalstein liggja fjöldi verka sem snjallt væri að glöggva sig á. Báðir hafa einnig verið duglegir við að sitja í stjórnum og nefndum listum til heilla.

 

Sálmadagskráin hefst kl. 19:30 og stendur til 21:15. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis.

Vídalínskirkja er staðsett að Kirkjulundi 3, Garðabæ.

Dagskráin fer fram í kirkjunni en ekki safnaðarheimilinu líkt og fyrri atburðir Fræðslufebrúars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum