fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Moroccanoil: Hvetur konur um allan heim

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 23. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur hafa alltaf verið mesti innblásturinn að gæðavörum Moroccanoil sem byggjast á endingu og auðveldri notkun. Þar að auki er það alltaf á bak við eyrað í framleiðslunni á vörum Moroccanoil að það þarf bara eitt augnablik til að hvetja til jákvæðrar breytingar.

Moroccanoil® kynnir samstarf við alþjóðatennissamband kvenna: Inspired by Women

Snyrtivörufyrirtækið Moroccanoil, alþjóðlegur frumkvöðull í olíubættri fegurð, kynnir stolt samstarf sitt og Women’s Tennis Association (WTA), samtaka sem standa hvað fremst í heimi íþróttakvenna. Moroccanoil er ekki eingöngu aðalstyrktaraðili WTA út keppnistímabilið 2019, heldur mun merkið einnig slást í för með WTA til að stækka grundvöll INSPIRED BY WOMEN™, sem var komið á fót árið 2014 til að veita innblástur, fagna og hvetja konur um allan heim. Moroccanoil mun með stuttmyndaseríunni INSPIRED veita íþróttakonum WTA grundvöll til að kynna fyrir heiminum þau góðgerðarfélög sem þær aðhyllast og þær breytingar sem þau færa heiminum sem heild.

Betra stuðningsumhverfi fyrir stúlkur

Fyrsta stuttmyndaröðin fjallar um áhugaverða sýn tennisleikarans Madison Key og það markmið hennar að hafa áhrif í gegnum vinnuna með FearlesslyGiRL, samtök sem eru þekkt á heimsvísu og hvetja til betra umhverfis og aukins stuðnings fyrir ungar stúlkur. Stuttmyndaröðin verður sýnd á meðan keppnistímabilið í tennis stendur yfir og veitir þannig nýjum leikmönnum athygli og sögum sem hafa jákvæð áhrif.

Tímamótalausn gegn litadofnun í lituðu hári

Ferðalag Moroccanoil hófst á ákveðnum vendipunkti sem hvatti Carmen Tal, stofnanda merkisins, áfram að byltingu í fegurðariðnaðinum með glænýrri nálgun á olíublandaðar hárvörur. Moroccanoil setti þá á markað nýja byltingarkennda línu sem kallast Color Complete Collection. Vörunum er ætlað að mæta daglegum þörfum litaðs hárs og sporna gegn því að liturinn dofni eða breytist. Línan er bæði ætluð til notkunar af fagmönnum og heima fyrir. Þessi tímamótalausn gegn litatapi vinnur á móti öllum þeim daglegu ógnum sem steðja að hárlitnum; hárskemmdum af völdum efna og tækja, upplitun eða hitaskemmdum. Allt hefur þetta slæm áhrif á litað hár og gerir það flatt og litinn daufan. Háriðnaðurinn umbyltist gersamlega á tíu árum með tilkomu Moroccanoil-hármeðferðarinnar og hefur ástríða Moroccanoil bara aukist síðan þá.

Því fór svo að fyrirtækið bætti við nýjum vörulínum fyrir húðina; Moroccanoil Body™ og Moroccanoil Sun™. Um er að ræða gæðavörur undir áhrifum Miðjarðarhafsins sem mýkja húðina, gefa henni náttúrulegan ljóma og ómótstæðilega fegurð.

Óaðfinnanlegur litur í fyrsta sinn

Moroccanoil er leiðandi þegar kemur að notkun arganolíu í hárvörum en kynnir nú í fyrsta sinn hina einstöku ArganID™-tækni, sem finna má í allri vörulínunni. Þessi háþróaða tækni sér til þess að olían nær djúpt í hársekkinn og hjálpar þannig til við lagfæringu hársins svo liturinn haldist óaðfinnanlegur. Í línunni má finna tvær vörur sem notaðar eru af fagmönnum í litaferlinu og þrjár vörur sem vernda hárið til að nota heima fyrir eftir litameðferð; sjampó, næringu og hársprey.

Í dag eru Moroccanoil-vörurnar fáanlegar í yfir 65 löndum um allan heim og markmiðið er enn það sama: að hvetja til fallegrar umbreytingar og að skapa vörur sem auka sjálfstraust.

Til að nálgast upplýsingar um Moroccanoil og sölustaði www.regalo.is

Lyngháls 5, 110 Reykjavík

Sími: 512-7777

Facebook: Regalo fagmenn ,

Instagram: regalofagmenn

Snapchat: Regalofagmenn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög
Kynning
Fyrir 6 dögum

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð
Kynning
Fyrir 1 viku

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði
Kynning
Fyrir 2 vikum

Trampólín.is: Vertu bókstaflega í skýjunum í sumar

Trampólín.is: Vertu bókstaflega í skýjunum í sumar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind