fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Meba: Fjölbreytt úrval skartgripa fyrir fermingarbarnið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fermingaraldurinn er hjá mörgum sá tími þegar ungmenni byrja að bera skartgripi, að minnsta kosti skartgripi af fínna taginu, og taka að þróa með sér smekk fyrir fallegri hönnun. „Það er líka áhugavert að strákar í dag eru farnir að bera skart miklu meira en var fyrir nokkrum árum og eru ófeimnir við það. Þannig eru tískustraumarnir að breytast og munurinn milli kynjanna minnkar,“ segir Unnur Eir Björnsdóttir hjá Meba. Meba býður upp á mikið úrval af skartgripum sem henta í fermingargjafir. „Við erum með breitt úrval af ólíkum skartgripum úr gulli og silfri, auk þess sem við leggjum mikla áherslu á íslenska hönnun,“ segir Unnur.

„Það hefur alltaf verið okkar áhersla að bjóða á upp á vörur á mjög breiðu verðbili þannig að allir geta fundið eitthvað við hæfi hjá okkur, sama hver fjárráðin eða tilefnið er,“ segir Unnur, en alþekkt er að fermingarbörn fái misdýrar gjafir frá hverjum og einum eftir því hvernig gefandinn er tengdur barninu.

Meba á sér afar merka sögu en fyrirtækið fagnaði 70 ára afmæli árið 2017. Í dag eru verslanirnar tvær, önnur í Kringlunni en hin í Smáralind. Fyrirtækið var hins vegar stofnað á Barónsstígnum árið 1947 og hefur einnig í langri sögu sinni verið til húsa við Laugaveg.

Bæði afi og faðir Unnar voru úrsmiðir og stofnaði afinn fyrirtækið. Hét það upphaflega Magnús E. Baldvinsson – Úr og skartgripir, en við flutning fyrirtækisins í Kringluna var tekið upp nafnið Meba, það er sett saman úr nöfnum þáverandi aðaleigenda, afa og föður Unnar, þeirra Magnúsar Baldvinssonar og Björns Árna Ágústssonar.

Íslensk hönnun, góð þjónusta og breitt úrval eru helstu aðalsmerki Meba. „Á verkstæði okkar eru gullsmiðir, úrsmiðir og áletrunarþjónusta og reynum við að uppfylla óskir viðskiptavina okkar eins vel og við getum,“ segir Unnur.

Meðfylgjandi eru nokkur sýnishorn af fjölbreyttum skartgripum frá Meba sem henta prýðilega vel í fermingargjafir.

Sjá nánar á vefsíðunni meba.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 3 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 1 viku

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 2 vikum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi