fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Konudagurinn magnaður í Garðabænum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í 12 ár höfum við í Vídalínskirkju í Garðabæ blásið í lúðra á konudaginn og haldið hátíð. Það er gospel- og dægurlagamessa í kirkjunni kl.11 sem er útvarpað beint á rás 1.

Af hverju gospel- og dægurlagamessa?

Við höfum verið að vinna að stefnumótun varðandi helgihald safnaðarins og út úr því kom að við ættum að skapa meiri fjölbreytni í helgihaldinu og auka gleðina,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabænum.

Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabænum

„Þess vegna erum við með klassískar messur, dægurlagamessur, jassmessur og fleira. Króli og Jói messuðu með okkur í nóvember og það var líka frábært. Við hendum engu út en aukum flæðið og fjölbreytnina, því manneskjurnar eru ólíkar og við viljum ná til sem allra flesta.

Hjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson ásamt Jónu.

Við erum með frábæra listamenn að störfum í Vídalínskirkju, eins og hjónin Davíð Sigurgeirsson og Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem stýra þremur kórum vikulega. Einnig eru með okkur Ingvar Alfreðsson tónlistarmaður og Jóhann Baldvinsson organisti. Þau þrjú fyrrnefndu munu öll þjóna í messunni ásamt gospelkór Jóns Vidalíns sem er algjörlega magnaður.

Gospelkórinn tekur að sér alls konar verkefni en þau slóu eftirminnilega í gegn í kórar Íslands á stöð 2 og George Michael showinu í Hörpu á síðasta ári.  Einn meðlimur kórsins Dísa Sigurðardóttir hefur samið frábæran texta við lagið „This is me“ úr myndinni Greatest Showman, sérstaklega fyrir messuna á sunnudaginn.

Svo má ekki gleyma ræðumanni dagsins sem er hin frábæra skaldkona Guðrún Eva Mínervudóttir, ég hlakka mjög til að hlýða á hana.

Svo bjóðið þið öllum í mat? Já við reiknum með 300-400 manns í kirkjuna og eftir messu eru það lionsmenn- og konur sem laga súpu og bera fram ásamt ýmiskonar krásum.“

Tískusýning í kaffinu
En er algengt að vera með tískusýningu í messukaffinu?

„Nei, en við konur elskum falleg föt og hvað þá að sjá hvað verður ríkjandi í vor- og sumartískunni,“ segir Jóna Hrönn.

„Það eru tvær verslanir á Garðatorginu sem koma með sumarlínuna, Ilse Jacobsen og Baum und Prerdgarten.  Það er eins og Jóna amma mín sagði alltaf ,,Það sakar ekki að vita hvað er til”,“ segir presturinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum