fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Elgato streymisvörur – allt sem þarf fyrir hágæða streymi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Tölvulistanum fást glæsilegar streymisvörur frá Elgato sem gera þér kleift að færa streymið þitt upp á æðra stig og framkalla vandað efni fyrir áhorfendur þína á sem einfaldastan máta.

 

Elgato Game Capture

Elgato Game Capture HD60 Pro PCle er innbyggt upptökukort sem veitir þér möguleika á að taka upp og streyma efni af PS4, Xbox one, Nintendo Switch eða annarri tölvu.

Hér á ferðinni er tækni sem dregur verulega úr hökti ásamt fleiri spennandi tæknimöguleikum. Elgato Game Capture býður upp á framúrskarandi myndgæði og dulkóðun. Ef þú sækist eftir því að skara framúr og leggur áherslu á nákvæmni er þetta rétta græjan fyrir þig til þess að fullkomna streymið.

Game Capture HD60 PRO hefur háþróaðan H.264 dulkóðara sem gerir þér kleift að taka upp ótakmarkað efni í frábærum 1080p60 gæðum, á allt að 60Mbps niðurhalshraða. Hvers vegna að sætta sig við eitthvað minna?

Verð 29.995 í Tölvulistanum

 

Elgato Stream Deck fyrir samfélagsmiðlastjörnuna

Stream Deck er fyrir þá sem vilja gera meira en að búa til gæðaefni með bestu fáanlegu tækni í dag. Elgato Stream Deck er tæki með fimmtán forritanlegum tökkum sem þú getur notað til að einfalda þér lífið við tölvuskjáinn og fækka handtökum við streymisgerðir og gefur þér því meiri tíma til þess að einbeita þér að áhorfendum þínum. Með Stream Deck getur þú gefið sköpunargáfunni lausan tauminn svo eftir sé tekið á Youtube og Twitch en á sama tíma beint athyglinni að því sem skiptir máli.

Straumlínulöguð uppsetning

Elagato Game Capture, OBS, Twitch, Twitter, TipeeeStream, Xsplit, YouTube, Mixer og fleira – Stream Deck lagar sig að þínum verkfærum og skynjar senur, margmiðlunarefni og hljóðupptökur þínar sjálfvirkt. Með fáum smellum hefur þú fulla stjórn á myndefni þínu.

Aukin framleiðni og endalausir möguleikar

Skerptu á sköpunarsérstöðu þinni og gerðu streymið þitt persónulegra á milli þess sem þú þakkar velunnurum og býður nýja áskrifendur velkomna. Notaðu Stream Deck til að auka sérstöðu þína á skjánum með notkun GIF mynda, ljósmynda, myndbanda og hljóðbúta. Streymið þitt verður fyrirhafnarlaust með einföldum draga-sleppa skipunum sem þú getur merkt með sérgerðum ímyndartáknum. Vantar þig fleiri aðgerðir? Breyttu hnöppum í möppur til þess að safna og hafa aðgang að eins mörgum aðgerðum og hugurinn girnist. Þú getur jafnframt tengt einstaka hnappa við mismunandi leiki eða forrit og skipt á milli enn hraðar. Þú hefur endalausa möguleika! Kannaðu þá og gerðu tilraunir.

Verð 27.995 hjá Tölvulistanum

 

Elgato Cam Link

Myndavélin hefur sjaldan verið jafn öflug. Elgato Cam Link er lítill kubbur sem breytir myndavélum með HDMI útgang í vefmyndavél fyrir streymi eða tekur beint upp á tölvu. Myndavélin þín birtist þá sem vefmyndavél í öllum uppáhalds forritunum þínum. Með Cam Link 4K getur þú fært streymið þitt upp á næsta stig og tryggt að efnið þitt sé sjónrænt og veki athygli. Þú tengir einfaldlega upptökuvélina, DSLR eða action vélina þína við tölvuna, stillir sjónarhornið og lætur hlutina gerast.

Haltu streyminu þínu fagmannlegu með ótrúleg myndgæði í 1080p60 og jafnvel 4K í 30 römmum á sekúndu. Afar lág hökttíðni tryggir að þú sért enga stund að koma þér fyrir og byrja að streyma.

Einfaldaðu vinnuflæðið

Það er alveg kominn tími til að kveðja troðfullt myndkort í miðri myndatöku. Eða það sem verra er, að uppgötva léleg skot við eftirvinnsluna. Þegar þú tekur upp með Cam Link 4K fer allt myndefni beint inn á harða diskinn. Nú er ekkert sem heldur aftur af þér. Spilaðu leiki, taktu græjur úr umbúðunum, hljóðblandaðu töktum, eldaðu kalkún í beinni – hvað sem þú ert að gera – Cam Link 4K veitir því líf í tölvunni þinni með fyrirhafnarlausri dreifingu. Allt sem þú þarft að gera er að tengja myndavélina þína og hefjast handa.

Verð 24.995 hjá Tölvulistanum

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 2 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 3 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 3 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun