fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Þjóðleikhúsið: Góðar barnasýningar kynda undir leikhúsáhuganum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 1. febrúar 2019 08:00

Úr verkinu Ronja ræningjadóttir á fjölum Þjóðleikhússins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðleikhúsið hefur verið afar duglegt að bjóða upp á flottar sýningar fyrir unga fólkið. „Okkur þykir mikilvægt að fá yngstu kynslóðirnar inn í leikhúsið og til þess þurfa sýningarnar að vera góðar. Við spörum ekkert til í barnasýningum því þetta er kynslóðin sem vex úr grasi og sækir svo leikhúsið síðar meir,“ segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins.

Þjóðleikhúsið

Afar stolt af Ronju

Þjóðleikhúsið

Langvinsælasta barna- og fjölskyldusýning landsins er án efa Ronja ræningjadóttir. „Það er búið að vera smekkfullt alveg upp í rjáfur á fyrstu fimmtíu sýningunum og erum við þegar byrjuð að selja á sýningar í maí. Sýningin er alveg sérlega vel heppnuð enda alveg einstakt hæfileikafólk sem að henni stendur. Við erum gífurlega stolt af því að hafa Ronju á sviðinu hjá okkur.“

Ræningjarnir eru algerir ærslabelgir!

Þitt eigið þrekvirki

Þjóðleikhúsið

Fimmtudaginn 31. janúar var líklega eitt mesta þrekvirki íslenskrar barnaleiklistarsögu frumsýnt í Kúlunni. Það er verkið Þitt eigið leikrit – Goðsaga. „Þrátt fyrir að vera sýnt í litlum sal þá er þetta líklega viðamesta verkið á fjölum Þjóðleikhússins í ár. Það er allavega tæknilegasta og flóknasta verkið okkar og alger nýjung þegar kemur að leikritun. Við þurftum m.a. að hanna kosningakerfi og búa til fjarstýringar fyrir hvern leikhúsgest, því þetta er ekki bara ein saga og ein framvinda, heldur ótal margar. Söguþráðurinn er settur í hendur áhorfenda sem stjórna framvindunni. Verkið er allajafna klukkutími í sýningu en rennslið á öllum framvinduleiðum verksins myndi taka heila sex tíma í flutningi. Þannig verður hver sýning ólík öðrum sýningum.

Þjóðleikhúsið
Úr verkinu Þitt eigið leikrit – Goðsaga

Niðri í kjallara Kúlunnar er svo ótrúlega skemmtileg sýning með ýmsum munum sem tengjast leiksýningunni, eins og þurrkað víkingahöfuð, tönn úr Miðgarðsorminum og sjálfur Fenrisúlfur. Við erum líka sérlega stolt af því að hugmyndin að verkinu mótaðist upprunalega í samvinnu fólks sem hér starfar. Þetta sama fólk útfærir, hannar og framkvæmir þann galdur sem við sjáum. Sýningin er því afrakstur þrotlausrar vinnu starfsmanna Þjóðleikhússins og að sjálfsögðu höfundarins, Ævars Þórs,“  segir Atli.

Þjóðleikhúsið
Úr verkinu Þitt eigið leikrit – Goðsaga

Börnin á landsbyggðinni

Eins og áður sagði er barnastarfið gífurlega stór hluti af starfi leikhússins en auk þess er eitt af markmiðum leikhússins að tengja það við landsbyggðina. „Á hverju ári förum við hringinn með eina sýningu og bjóðum börnum á landsbyggðinni að njóta. Okkur þykir mikilvægt að öll börn, óháð búsetu, eigi kost á að fara í leikhús því þetta er svo skemmtilegt og þroskandi listform,“ segir Atli.

Þjóðleikur: Farsælt samstarf

Þjóðleikur er stórt og afar farsælt samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og fjölmargra menningarráða grunn- og framhaldsskóla, sveitarfélaga og áhugaleikfélaga á landsbyggðinni. Þjóðleikhúsið veitir þeim leikhópum sem taka þátt í Þjóðleik aðstoð í formi faglegrar ráðgjafar og námskeiða þar sem tekið er á þáttum eins og sviðsetningu, sviðstækni, leikstjórn og skipulagi æfingaferlis. „Með því að láta íslensk leikskáld skrifa ný íslensk leikrit fyrir leikhópana eflir Þjóðleikhúsið að auki íslenska leikritun ásamt því að auka leiklistaráhuga ungs fólks,“ segir Atli.

 

Miðaverði stillt í hóf

„Það sem kemur flestum á óvart þegar þeir fjárfesta í miðum á barna- og fjölskyldusýningarnar okkar er hvað miðaverðinu er haldið lágu. Það kostar t.d. ekki nema 4.500 kr. á Ronju ræningjadóttur og 3.900 kr. á Þitt eigið leikrit – Goðsaga. Miðaverð á smærri og styttri sýningar er enn fremur oft enn lægra,“ segir Atli.

Þjóðleikhúsið

Nældu þér í miða á einhverja af þeim fjölmörgu sýningum sem Þjóðleikhúsið býður upp á í miðasölunni Hverfisgötu 19 eða á leikhusid.is

Sími í miðasölu: 551-1200

Netfang: midasala@leikhusid.is

Opið er í miðasölu frá 12–18 alla virka daga og á sýningardögum frá 12–20.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum