fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Kynning

Gæludýrin og jólin

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Salóme hefur rekið verslanir Gæludýr.is í að verða 10 ár og hefur séð ýmsar breytingar í jólavenjum gæludýraeigenda. Við sjáum það sífellt betur hversu mikill hluti af fjölskyldunni gæludýrin eru að verða. Eigendur vilja aðeins það besta fyrir þau og leggja metnað í að finna fyrir dýrin jólagjafir og einhverja ljúffenga jólasteik.

Það er ýmislegt í jólahaldinu sem getur verið gæludýrum hættulegt:

  • Jólastjarna (blóm)
  • Vatnið af jólatrénu
  • Súkkulaði, vínber og rúsínur
  • Elduð bein
  • Reyktur og saltaður matur
  • Pakkabönd á jólapökkunum
  • Kertaskreytingar

Get Off-sprey – Er hundurinn eða kötturinn að missa sig yfir jólatrénu og pökkunum? Þá mælum við með Stop Indoor-spreyinu til þess að fæla dýrið frá trénu.

Aðventan

Flest þekkjum við frá barnæsku hversu erfitt getur verið að bíða eftir jólunum og hve gaman er að eiga jóladagatal sem styttir okkur biðina. Við erum með, þriðja árið í röð, jóladagataölin frá Trixie fyrir hunda og ketti en þau hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá okkur. Þau eru á frábæru verði og eru fyllt með góðgæti fyrir dýrin. Dýrin hafa vissulega enga hugmynd um aðventuna en þau eru fljót að læra að dagatalið þýðir gotterí!

Jólagjöfin

Síðustu árin höfum við séð það aukast mjög að dýraeigendur gefi gæludýrunum jólapakka. Einnig hefur á sama tíma aukist að ættingjar sem ekki eiga dýr komi til okkar og kaupi smá jólapakka fyrir dýrin í fjölskyldunni. Ömmur og afar, frænkur og frændur sem almennt koma ekki í dýrabúðir koma hingað og fá aðstoð við að velja smápakka fyrir dýrin svo þau fari nú ekki í jólaköttinn. Það sem eigendur eru oftast að kaupa eru jólavörur eins og t.d. jólasokkar eða litlu jólapakkarnir sem við erum með, en einnig kaupa þeir mikið heilaþrautir og leikföng eða tuskudýr. Meirihluti starfsfólksins hjá okkur á gæludýr og hefur verið afskaplega duglegt að prófa vörur þegar við fáum inn spennandi nýjungar og getur því verið til aðstoðar þegar finna þarf réttu jólagjöfina.

Afþreying meðan á borðhaldi og boðum stendur

Við þekkjum það flest sem eigum hunda að þeim finnst yfirleitt maturinn okkar mjög áhugaverður. Við sjáum meira og meira að eigendur vilja finna eitthvað fyrir hundinn sinn að dunda við meðan á jólaborðhaldinu stendur eða á meðan jólaboðin standa yfir. Það sem við höfum fengið hvað jákvæðustu viðbrögðin við er Kong. Það sameinar kosti leikfangs, heilaþrautar og nagdóts á sama tíma og það er ótrúlega sterkt. Kong-ið má fylla með ýmsum fyllingum (blautfóðri, uppbleyttu þurrfóðri, hundakæfu, hundanammi) og er mjög sniðugt að græja í það góða fyllingu og smella svo í frystinn til að eiga þegar á þarf að halda. Kong má svo fara í uppþvottavél svo lítið vesen er að halda því hreinu og er einnig til fyrir ketti og smádýr. Önnur útgáfa af heilaþraut og leikfangi eru Snack Snake-snákarnir og Lick N Snack-sleikiplatan. Þessi leikföng ásamt Kong hvetja hunda og ketti til þess að sleikja, sem hjálpar þeim að losa um spennu. Hægt er að gera þrautirnar erfiðari með því að stinga þeim fylltum í frystinn svo þær eiga að henta öllum hundum og köttum.

Jólasteikin fyrir hundinn og köttinn

Fleiri og fleiri eru farnir að kaupa gott í jólamatinn fyrir gæludýrin á heimilinu. Fyrir smádýrin eru oftast keyptar nammistangir en fyrir hunda og ketti verður yfirleitt fyrir valinu einhver ljúffengur blautmatur. Það blautfóður sem sló í gegn í fyrra hjá okkur var Pussy Deluxe fyrir kisurnar og Meatlove fyrir hundana. Báðar fóðurtegundirnar koma frá Þýskalandi og eru eldaðar við lágan hita undir þrýstingi til þess að viðhalda sem best næringarefnum og sem besta bragðinu. Engin aukaefni eru í fóðrinu og þar sem það er til í nokkrum bragðtegundum ættu bæði gikkir og dýr með fæðuóþol að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við sjáum svo meira og meira af því að hundarnir fái stórt og veglegt jólabein til að smjatta á eftir matinn til þess að þeir séu síður líklegir til að fara smjatta á jólapökkunum.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Gæludýr.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn