fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Teppadeild Parka: Við finnum lausnina fyrir þig!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Parka er að finna stærstu teppadeild landsins. Þar býðst frábært úrval af teppum, teppaflísum, dreglum, slabbmottum, gúmmídreglum og veggfóðri svo dæmi séu nefnd.  Í teppadeildinni er boðið upp á gólfteppi frá gæðafyrirtækjum eins og EGE í Danmörku, ITC/Balta í Belgíu og Object Carpet í Þýskaland. Gólfmottur frá Ragolle, Osta og Balta og veggfóður frá einum stærsta framleiðanda í heimi, A.S. Creation í Þýskalandi og VEBE í Hollandi.

Starfsfólk teppadeildarinnar býr að mikilli fagþekkingu og byggir á áratuga reynslu. Þar er alltaf leitast við að ráðleggja fólki um endingargóðar og hagkvæmar lausnir. Fjölbreytt vöruúrval af gæðavöru á hagstæðu verði er aðalsmerki fyrirtækisins. Mikið úrval er af teppum á lager, allt frá einföldum filt-teppum til mjög vandaðra gerviefna og ullarefna sem henta vel á gólf í stofum, stigum og í herbergjum.

Loðin teppi vinsæl hjá einstaklingum

Mikil aukning á loðnum teppum hefur átt sér stað undanfarið, þá einna helst til einstaklinga. Vinsælt er að setja mjúk og loðin teppi á heimastiga ásamt því að gríðarleg aukning hefur átt sér stað í loðnum teppum á herbergi og ganga. Mikið úrval er til af teppum með háu flosi á lager; ljósir tónar, dökkir, gráir, bláir og bleikir.

Teppaflísar vinsælar

Sérstök áhersla er lögð á góða og umfram allt faglega samvinnu við arkitekta og verktaka vegna stærri verka, sem snúa t.d. að hótelum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Parki vinnur mikið með viðskiptavinum sem eru með stærri rými eins og t.d. skrifstofur en þar eru aðallega lagðar teppaflísar sem eru mjög slitsterkar og þola mikið álag. Teppaflísarnar frá Parka eru með hljóðdempandi og umhverfisvænum efnum, sem stuðla að hávaðaminna og þægilegra vinnuumhverfi.

Hótel og gistiheimili

Parki er í góðu samstarfi við arkitekta og hönnuði og starfar með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í framleiðslu á teppum fyrir hótel og gistiheimili. Þar er hægt að búa til hvaða mynstur eða lógó sem er, eða gera breytingar á litasamsetningu á þeim 4.500 mynstrum sem til eru nú þegar. Hótelteppin eru til í ýmsum verðflokkum, gæðin eru þó alltaf höfð í fyrirrúmi. Hér er að sjálfsögðu lögð áhersla á efni sem eru auðveld í þrifum, þola mikið álag og eru m.a. framleidd samkvæmt stöðlum norræna svansmerkisins, sem er vottun umhverfisvænnar vöru og framleiðslu.

Stigahús og sameignir

Stigahúsateppi eru stór þáttur í starfsemi teppadeildar Parka og þjónusta þeir stigahús og sameignir frá A til Ö og hafa gert í 54 ár. Parki sér um tilboðsgerð, afrif, förgun og lögn á hágæða stigahúsateppum. Parki býður m.a. upp á Epoca, sem eru ofnæmisprófuð, slitsterk, hágæða dönsk teppi frá EGE, sem auðvelt er að þrífa og hafa verið seld hér á landi í meira en 40 ár. Einnig gerir Parki við tilboð í málningarvinnu fyrir stigahús, sé þess óskað. Starfsfólk Parka hefur safnað saman mikilli reynslu og þekkingu á mörgum árum sem nýtist viðskiptavinum mjög vel.

Parki er því öflugri sem aldrei fyrr, enda býður Parki upp á öll helstu gólfefni, kerfisloft, alhliða innréttingar, innihurðir, veggefni ásamt því að bjóða upp á stakar vandaðar mottur.

Komdu og skoðaðu úrvalið í Parka,
Dalvegi 10 – 14, 201 Kópavogi.
www.parki.is
Facebook: Parki ehf.
Opnunartími virka daga frá 09:00-18:00
Laugardaga frá 11-14.
Sími: 595-0570.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum