fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Kynning

Byggt og búið: Gjafir handa öllum á einum stað

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári tekur Byggt og búið saman sniðugar jólagjafahugmyndir og birtir rafræna jólagjafahandbók á vefnum sínum. Svo eru fjölmargar vörur á sérstöku jólatilboði, allt frá bollum að sléttujárnum að pottasettum. Við erum búin að taka saman nokkrar góðar jólagjafahugmyndir. Hér er svo sannarlega hægt að finna eitthvað fyrir alla.

Fyrir parið sem er að byrja að búa, þá má nefna glæsilegt pottasett frá Fissler, sem telur fimm vandaða potta úr ryðfríu stáli. Pottarnir mega fara í uppþvottavél og þola allt að 180°C í ofni (án loks). Pottasettið er nú á sérstöku jólatilboði á 29.995 kr. (fullt verð 39.995 kr.).

Bluetooth hátalarar eru vinsælir í jólapakkann og við mælum sérstaklega með Flip 5 frá JBL. Þessir ferðahátalarar eru nettir en öflugir, veðurvarðir og endast í allt að 12 klukkustundir. Svo er hægt að tengja fleiri hátalra saman til að fá víðóma hljóm. Þeir eru fáanlegir í 6 mismunandi litum á 16.995 kr.

Sjö bolla matvinnsluvélin frá KitchenAid er fullkomin fyrir matgæðinga sem vilja gera allt frá grunni. Blandaðu brakandi ferskt salsa, rífðu niður parmesan ostinn eða töfraðu fram einstakar ídýfur á örskotsstundu. Og svo er ekkert mál að þrífa vélina eftir notkun. Hún er núna fáanleg á sérstöku jólatilboði á aðeins 17.995 kr. (fullt verð 22.995 kr.)

Ef Sous Vide græjan er orðin pínu þreytt þá mælum við með Meat it hitamælinum frá Mastrad. Mælirinn er 100% þráðlaus og tengist við app í símanum með Bluetooth. Þú getur fylgst með eldun matvælanna í gegnum appið og það lætur þig vita af snöggum hitabreytingum, þegar maturinn er tilbúinn eða ef maturinn er að brenna. Meat it hitamælirinn er nú á jólatilboði á 9.995 kr. (fullt verð 14.995 kr.).

Fyrir unglinginn sem vill smá frið í jólagjöf, þá eru heyrnartól frá JBL málið. T600 heyrnartólin eru fislétt bluetooth heyrnartól með Active Noise Cancelling og því fullkomin þegar litlu systkinin eru aðeins of mikið fyrir þreyttan ungling. Þessi heyrnartól eru fáanleg í fjórum mismunandi litum á 9.995 kr.

Flestir kannast við Le Creuset steypujárnspottana, sem eru gerðir til að endast. Það sama á við um eldföstu mótin frá Le Creuset. Sterk viðloðunarfrí emelering kemur í veg fyrir að maturinn festist og því er auðveldara að þrífa mótin. Þau mega fara í örbylgjuofn, bakarofn, frysti og uppþvottavél. Nú er sérstakt jólatilboð á tveimur mótum saman í pakka, 26 cm og 32 cm saman á 9.995 kr. (fullt verð 15.595 kr.). Fáanlegt í þremur litum.

Skaftpottarnir frá Le Creuset er frábær viðbót í eldhúsið.

Sömuleiðis er hægt að fá vandaða skaftpotta í stíl við stóru Le Creuset steypujárnspottana, en 16 cm skaftpotturinn í Cerise er á jólatilboði í desember, á 16.995 kr. (fullt verð 24.995 kr.). Jöfn hitadreifing skilar sér í betri eldun og haldið hitnar ekki. Virkar á allar gerðir helluborða.

Og ef þú ert ekki viss, þá er gjafakort í jólapakkann alltaf rétta gjöfin. Kíktu til okkar í Kringluna til að fá frekari aðstoð eða skoðaðu úrvalið á vefsíðu Byggt og búið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið