fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Kynning

ISR Matrix: Öryggi fram í fingurgóma

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 28. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar stofnaði upphaflega íþróttafélagið Mjölni en rekur nú ISR Matrix. „ISR stendur fyrir Inngrip (Intercept), Stöðva (Stabilize) og Ráða úr (Resolve). ISR er alhliða sjálfsvörn sem byggir á einföldum grunni úr bardagaíþróttum sem auðvelt er að ná tökum á. ISR má leggja stund á og æfa eins og íþróttirnar sem ISR byggir á, en áherslan er lögð á að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum,“ segir Jón.

„Í ISR er lögð áhersla á að verjast, koma sér undan og verjast átökum. Við göngum aldrei lengra en nauðsynlegt er til að vinna bug á óréttlætinu sem við, og/eða þriðji aðili, verðum fyrir. Hjá ISR kennum við ekki ofbeldi, við kennum vörn gegn því.“

Í janúar byrja ný grunnnámskeið í sjálfsvörn og öryggistökum og svo í sjálfsvörn fyrir konur. Bæði námskeiðin auk framhaldstíma er hægt að sækja hjá ISR Matrix í Sporthúsinu. Að grunnnámskeiðum loknum getur viðkomandi sótt framhaldstíma í samsvarandi námskeiði. ATH. 16 ára aldurstakmark er á bæði grunnnámskeiðin.

„Neyðar- og sjálfsvörn ISR snýr ekki bara að átökunum sjálfum heldur einnig tengdri taktík. Hvernig við forðumst átök og komum í veg fyrir að eldfimar aðstæður stigmagnist. Hvernig við staðsetjum okkur í umhverfinu og nýtum okkur það. Hvernig við beitum okkur í samræmi við þá lagalegu ábyrgð sem hvílir á okkur. Lærðu að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum, þar sem menn svífast einskis og enginn leikdómari stoppar þá af.“

Sjálfsvörn og öryggistök (ISR CLUTCH) snýst um að verjast ofbeldi eins og það á sér stað í raunveruleikanum. Notast er við glímutök, fellur, hengingar og högg til að yfirbuga árásaraðila þar sem rík áhersla er lögð á að beita alltaf vægasta úrræði sem völ er á. Námskeiðið er haldið sunnudaginn 12. janúar og er kennt kl. 12.00–18.00 auk tveggja kennslustunda með framhaldshóp í vikunni sem fylgir.

Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

Sjálfsvörn fyrir konur (ISR CAT) var í fyrstu hannað fyrir konur sem starfa fyrir leyniþjónustu og sérsveitir í Bandaríkjunum. Það var hannað með það fyrir augum að konurnar gætu varið sig sjálfar og komið sér undan árásaraðilum, eða í versta falli varist þar til aðstoð bærist. Í ISR CAT er lögð áhersla á að forðast og koma sér undan stærri og sterkari árásaraðila. Notast er við leysitök, fellur, hengingar, högg og ýmis bolabrögð til að koma sér undan. Hefðbundin íþróttaföt duga, en einnig er gott að hafa með gamla peysu sem má rifna, tannhlíf og MMA-hanska. Næsta grunnnámskeið í ISR CAT verður haldið sunnudaginn 26. janúar og er kennt kl. 12.00–18.00 auk tveggja kennslustunda með framhaldshóp í vikunni sem fylgir.

Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

Flutt í glæsilegt húsnæði Sporthússins

ISR Matrix flutti þann 1. september í Sporthúsið, Dalsmára 9–11, 200 Kópavogi, þar sem er sérstakur æfingasalur fyrir starfsemina. Því fylgir frábær aðstaða og þjónusta við iðkendur og fyrirtæki í þjálfun hjá stöðinni. Fullur aðgangur að lyftinga- og tækjasal fylgir nú áskrift að ISR og að sjálfsögðu afnot af búninga- og sturtuaðstöðu, heitapotti og gufu.

Skoðaðu möguleikana á isrmatrix.is

Sími: 862-0808

Netpóstur: isrmatrix@isrmatrix.is

Facebook: ISR Matrix Iceland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu