Laugardagur 18.janúar 2020
Kynning

Frábærar jólagjafir úr ekta, handunnu leðri

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2019 16:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögu Leðurverkstæðisins Reykjavík má rekja aftur til ársins 1937 þegar opnað var leðurverkstæði í bakhúsi að Víðimel 35 í Vesturbænum. Sigurjón Kristensen er annar eigenda fyrirtækisins í dag en hinn er Arne Friðrik Karlsson. Í dag er Leðurverkstæðið staðsett að Síðumúla 33 í glæsilegu húsnæði.

Sigurjón kynntist leðuriðjunni ungur að árum í Vesturbænum: „Ég er eiginlega alinn upp þarna að Víðimel 35 þar sem leðurverkstæðið var í bakhúsi og var alltaf að skottast þarna inni á verkstæðinu. Það var stjúpafi minn sem rak þetta allt til ársins 1982 en þá tók sonur hans við. Ég og Arne Friðrik keyptum síðan fyrirtækið af þeim hjónum árið 2014,“ segir Sigurjón.

Mynd: Eyþór Árnason

Íslensk framleiðsla

Tímamót urðu í sögu fyrirtækisins þegar opnuð var leðurvöruverslun að Síðumúla 33 þar sem verkstæðið er til húsa í dag. „Þetta var alltaf framleiðslufyrirtæki sem seldi í verslanir og heildsölu. Við gerum það eitthvað áfram en leggjum núna áherslu á okkar eigin verslun. Við erum að breikka vöruúrvalið en núna eru flottar leðursvuntur, til dæmis grillsvuntur, mjög vinsælar. Þær henta líka vel fyrir veitingastaði. Þá er gott úrval af leðurbeltum og axlaböndum. Þetta eru frábærar jólagjafir handa karlmönnum, á fínu verði, úr úrvalsleðri og allt unnið hér á verkstæðinu.

Mynd: Eyþór Árnason

Við erum líka með ýmsar aðrar vörur, til dæmis fínni belti, svokölluð full-grain-belti, þar sem leðrið er eins og það kemur af skepnunni, fjögurra millimetra þykkt og handunnið. Þetta er gott að gefa í jólagjöf en ekki er þó hægt að fá það í lengdum heldur kaupir sá sem gefur gjöfina leðurreimina og sylgjuna en þiggjandi gjafarinnar kemur síðan með hana til mín og ég klæðskerasníð beltið á hann á meðan hann bíður.“

Mynd: Eyþór Árnason

Starfsemin er afar fjölbreytt en leður er rauði þráðurinn. Þeir sem hafa áhuga á að skoða fallegar jólagjafir úr ekta leðri ættu að kíkja í Leðurverkstæðið Reykjavík að Síðumúla 33. Einnig er forvitnilegt að skoða heimasíðu leðurverkstæðisins, lvr.is.

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má finna á lvr.is.

Facebook: Leðurverkstæðið Reykjavík.

Leðurverkstæðið Reykjavík er til húsa að Síðumúla 33.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar
Kynning
Fyrir 3 vikum
Dýrin um áramót
Kynning
Fyrir 4 vikum

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands