fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Kynning

Urta Islandica: Spennandi vörur með hreinu og steinefnaríku sjóvatni að koma á markaðinn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 12. desember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Urta Islandica er hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir úrval af spennandi matvælum unnum úr íslenskum jurtum, berjum og sjóvatni. Þau eru frumkvöðlar í að framleiða alíslensk jurtakryddsölt sem vöktu óskipta athygli á Slow Food matarsýningunni í Torino árið 2012. Bragðsöltin hafa náð miklum vinsældum og má helst nefna svart hraunsalt, öræfasalt með villtum jurtum og fagurblátt berjasalt.

Urta Islandica framleiðir einnig jurtate í tepokum og jurtasýróp. „Fyrir ári síðan byrjuðum við að bæta jurtasýróps uppskriftirnar okkar með því að sjóða þau með íslenskum jarðsjó sem breytir upplifuninni af sýrópunum. Bragðið af jurtunum kemur betur fram og létt salt eftirbragð gerir sýrópið enn gómsætara. Jurtasýrópið er vinsælt að nota í matreiðslu til að gljá kjöt, fisk og grænmeti, í eftirrétti og kokteila“ segir Guðbjörg Lára Sigurðardóttir markaðsstjóri Urta Islandica.

Kaffisýróp með íslenskum jarðsjó! 

Urta Islandica er nýsköpunarfyrirtæki sem notar a.m.k. 10% af tekjum sínum til þróunar og tilrauna. Það sem er verið að vinna með núna eru kaffisýróp sem byggja á sjóvatnsgrunni eins og jurtasýrópin. Nú þegar hafa verið þróaðar og prufaðar um tíu gerðir af klassískum kaffisýrópum í samstarfi við kaffibarþjónana á kaffihúsum Pennans-Eymundsson. Lagt var upp með að nota engin rotvarnarefni, litarefni eða gervibragðefni og að innhaldslistinn sé stuttur og samanstandi af hreinum og góðum hráefnum sem eru að mestum hluta lífrænt vottuð.

„Kaffisýrópin eru þegar komin í notkun á kaffihúsum Pennans við góðar undirtektir og eru komin í vörulistann okkar fyrir stóreldhús og veitingastaði og verða komin í almenna sölu til einstaklinga núna í desember. Við ætlum að kynna kaffisýrópin okkar á árlegum jólamarkaði í Hörpu um helgina, og erum mjög spennt því við höfum fundið  fyrir miklum áhuga og teljum að það sé eftirspurn eftir íslenskum vörum fyrir kaffigerð. Sérstaða okkar er að sjálfsögðu íslenski jarðsjórinn sem gerir sýrópið okkar einstakt í kaffiheiminum.“

Fyrirtæki í sífelldri þróun                   

Urta Islandica hefur þróast í kringum ferðamannastrauminn en með lækkandi gengi hefur fyrirtækið unnið undanfarið að fyrstu skrefunum í útflutningi. Vaxandi eftirspurn er eftir vörum sem eru sérstakar á einhvern hátt ásamt því að hafa skýran uppruna, gagnsæi í virðiskeðjunni og umhverfismálin í brennidepli. Urta Islandica hefur frá byrjun hannað umbúðir sínar með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Vörurnar eru pakkaðar í jarðgeranlegt sellófan, pappír, gler eða margnota plast. „Við erum að vinna í því að setja umhverfisstefnuna okkar á blað og birta á vefsíðunni okkar og við höfum til dæmis hannað alla ytri kassa svo að hægt er að nota þá mörgum sinnum og við tökum kassana til baka hjá verslunum til að endurnýta þá.“

Fæst um land allt

Urta Islandica er með starfsstöðvar á tveimur stöðum og selur vörur sínar í verslanir um allt land. Auk þess er vefverslun á síðunni urta.is þar sem jafnframt má fræðast um fyrirtækið og vörurnar. Urta Islandica er ekta fjölskyldufyrirtæki en stofnendur eru hjónin Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon. Á heimili þeirra hjóna að Austurgötu 47, í verslunarhúsnæði á neðstu hæð hefur fyrirtækið verið starfrækt frá upphafi. Þar er nú til húsa tilraunaeldhúsið, markaðsetningar- og hönnunardeildin, bókhald og verslun. Tvær af systrum Þóru starfa þar með henni ásamt dótturinni Guðbjörgu Láru og æskuvinkonu hennar sem sér um sölumál og útkeyrslu. Synirnir tveir starfa í nýju starfsstöðinni í Keflavík með föður sínum ásamt tveimur systrum frá Póllandi.

„Við erum með flotta framleiðsluaðstöðu að Básvegi 10 í Reykjanesbæ og þar getur fólk fengið að horfa inn í framleiðsluferlið jafnframt því að skoða vöruúrvalið í verslun okkar á staðnum. Það er orðið vinsælt að allavega hópar komi í heimsókn, skólakrakkar, saumaklúbbar og starfsmenn fyrirtækja, íslenskra sem erlendra. Verslunin okkar og framleiðslan í Keflavík gengur undir nafninu Sjóbúð, en þar eru framleidd öll okkar jurtakryddsölt, jurtasýróp, jurtate og sultur. Þar erum við einnig með okkar eigin borholu með íslenskum jarðsjó sem hefur verið vottaður hreinn og hæfur til manneldis. Við erum einnig að setja upp þar átöppunarlínu fyrir sjóvatnið og sjósódavatn og fleiri heilsudrykki úr sjó, en sjórinn er einstaklega ríkur af steinefnum sem eru í sömu hlutföllum og steinefnin í blóði okkar.“

Nýjar umbúðir- tilvalið í jólapakka starfsmanna

Urta Islandica býður upp á stórskemmtilegar lausnir fyrir jólagjafir fyrirtækja og aðrar tækifærisgjafir. „Það er mjög vinsælt hjá fyrirtækjum að gefa starfsfólki matarkörfur í jólagjafir. Við bjóðum upp á að útbúa slíkar körfur með vörur úr okkar eigin vörulínu. Einnig bjóðum við upp á þá þjónustu að merkja vörur með jólakveðju og einkennismerki fyrirtækis sem má t.d. bæta við í stærri matarkörfur, en þannig merkingar gera gjöfina enn persónulegri og skemmtilegri. Slíkar merktar vörur frá okkur hafa t.d. verið vinsælar í gjafapoka í brúðkaupsveislum eða öðrum samkomum t.d. jólahlaðborðum þar sem gestir fá poka með ýmsu góðgæti og svo sérmerktu jurtakryddsalti eða sjósýrópi með áprentaðri kveðju til gesta.

Vörulínur Urta Islandica eru fjölbreyttar og það ættu allir að geta fundið sitt uppáhald. Fyrirtækið er í stanslausri þróun og búast má við spennandi nýjungum frá því í framtíðinni.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 2 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
Fyrir 3 vikum

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“
Kynning
Fyrir 3 vikum

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri
Kynning
Fyrir 3 vikum

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið