fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Aktu af öryggi og með góða umhverfissamvisku í allan vetur á Green Diamond

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðkornadekk er ekki það sama og harðkornadekk þegar kemur að því að skipta út hjólbörðum. „Það eru aðilar að auglýsa harðkornadekk til sölu sem komast hvergi nálægt því að standast samanburð við Green Diamond harðkornadekkin. Ég er ekkert hræddur við að fullyrða að dekkin frá okkur eru bestu demantsdekkin á markaðnum, ef ekki bara bestu dekkin yfirleitt,“ segir Kristinn Sigurðsson. „Mestu skiptir að iðnaðardemanturinn nær inn úr öllu slitlagi dekksins. Þetta er mjög mikilvægt þar sem það eru tvisvar til þrisvar sinnum meiri líkur á því að ökumaður á slitnum hjólbörðum valdi umferðaróhappi en ökumaður á nýlegum dekkjum.“

Iðnaðardemanturinn í Green Diamond harðkorndekkinu sést vel, en hann er í öllu slitlagi dekksins, sem eykur öryggi bifreiðarinnar mjög mikið.

Íslenskt hugvit slær í gegn

Green Diamond hafa verið framleidd í Evrópu í meira en í 15 ár samkvæmt einkaleyfi íslenskra frumkvöðla sem fengið var upp úr síðustu aldamótum. „Markmiðið var að leysa nagladekkin af hólmi á suðvesturhorni Íslands. Eins og menn vita spæna nagladekkin upp malbikið sem eykur mikið á svifryksmengun sem veldur einu af erfiðustu heilsufarsvandamálum í Evrópu. Þess má geta að allt að 25% af svifryksmyndun á höfuðborgarsvæðinu er talin vera af völdum nagladekkjanotkunar. Svo má bæta við að rannsóknir dr. Haraldar Sigþórssonar umferðaverkfræðings hafa sýnt fram á hversu ofmetið öryggi nagladekkja er í umferðinni samanborið við aðrar gerðir vetrardekkja.“ Haraldur dregur niðurstöður sínar fram með eftirfarandi hætti:

  1. Ávinningur umferðaröryggis af völdum nagladekkja er mjög lítill.
  2. Nagladekk veita falska öryggiskennd. (Ökumenn á negldum hjólbörðum aka að jafnaði allt að 10–15% hraðar því þeir „trúa“ því að þeir búi við meira öryggi.)
  3. Slitnir negldir hjólbarðar eru lélegir rétt eins og allir eyddir hjólbarðar (Innsk. Á þó miklu síður við harðkornadekkin frá Green Diamond þar sem demanturinn er í öllu slitlagi dekksins).
  4. Hugarfar ökumanna hefur meira að segja en naglar í hjólbörðum.
  5. Ónegldir hjólbarðar eru alltaf að batna og verða fýsilegur kostur.
  6. Svifryk frá negldum hjólbörðum er mjög heilsuspillandi.
  7. Notkun negldra hjólbarða veldur hávaðamengun.
  8. Hemlunarvegalengd á auðu malbiki eykst aðeins ef ekið er á negldum hjólbörðum.

Harðkornadekk frá Green Diamond virka fullkomlega allan ársins hring í nánast öllum aðstæðum. Á veturna veita 2 mm iðnaðardemantarnir gott grip í ísingu, og í rigningu nær demanturinn í gegnum vatnsfilmuna, grípur í malbikið og eykur því rásfestu bifreiðarinnar til muna. Dekkin fást í 14–18 tommu stærðum sem henta bílum frá fólksbílum til minni langferðabíla.

Jaðrar við vörusvik

„Þegar kom að því að sækja um einkaleyfið láðist mönnum að skrá nafnið „harðkornadekk“ og skilgreina hvað mætti teljast sem slíkt. Í Green Dimond fólksbíladekki eru 300–400 grömm af 2 mm iðnaðardemöntum í hverju dekki fyrir sig, sem dreifast í allt slitlag dekksins. Þegar dekkin slitna þá varir virknin allan líftíma dekkjanna. Hjá samkeppnisaðilum er algengt að kornin sé einungis að finna í ysta slitlagi dekkjanna og þegar þau slitna, þá eru þau einfaldlega ekki harðkornadekk lengur. Það er ekkert eftir af demantinum í þeim. Green Diamond dekkin innihalda jafnvel yfir tíu sinnum meira af iðnaðardemöntum en dekk frá samkeppnisaðilum sem auglýsa harðkornadekk. Þegar litið er á þessar tölur sést að hér er alls ekki um samanburðarhæfa vöru að ræða og jaðrar það, að tala um harðkornadekk í flestum tilfellum, við fátt annað en vörusvik,“ segir Kristinn og bætir við að Green Diamond harðkornadekkin séu einu dekkin sem standa undir þeim fullyrðingum sem haft er um harðkornadekk.

 

Fjöldi prófana hefur verið gerður af óháðum aðilum á eiginleikum Green Diamond harðkornadekkjanna.

  • Í slitprófun á demantsdekkjum kom fram, að jafnaði slíta harðkornadekk malbikinu fjórtán sinnum minna en negld dekk.
  • Í prófun á móti negldum dekkjum á blautum ís við 0°C kom fram að demantsdekk tóku negldum dekkjum fram þegar dekkin rúlla á yfirborðinu líkt og við ABS-hemlun eða í keyrslu.
  • Hljóðmengunarpróf sýndi fram á að við 60 km hraða framkölluðu demantsdekkin sama hávaða og venjuleg dekk á meðan nagladekk gáfu frá sér 2–3 sinnum meiri hávaða.
  • Prófun á blautum ís við frostmark (þegar glæran læðist að okkur) sýndi fram á að í beygjuprófi voru Green Diamond harðkornadekk 32% betri en næstbesta dekkið og í bremsuprófi voru þau 36% betri en næstbesta dekkið.

 

Einu umhverfisvænu dekkin á Íslandi

Það er leitun að vöru sem stuðlar að jafnmikilli sjálfbærni og umhverfisvernd og Green Diamond harðkornadekkin. „Þetta getum við fullyrt þar sem við framleiðslu þeirra er notast við eldri belgi sem upphaflega voru framleiddir fyrir fleiri en eitt slitlag. Framleiðslutækninni við endursólningu hefur fleygt mikið fram og notumst við við sambærilega tækni og þekkist við endursólningu hjá Formúlu 1 og í flugvélabransanum, s.k. „strip winding“ aðferð. Þetta þýðir að nýja dekkið er nálægt 70% eldri belgur sem er endurnýttur og við það sparast á bilinu 50–100 lítrar af jarðefnaeldsneyti við framleiðslu á einum dekkjagangi. Okkur, sem hjólbarðaframleiðendum, ber siðferðisleg skylda til þess að endursóla dekk og stuðla þannig að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Með því einu að leysa nagladekk af hólmi, kemur notkun harðkornadekkja í veg fyrir þá miklu svifryksmengun sem annars hefði orðið. Green Diamond harðkornadekkin hafa mjög góða endingu, en dæmi eru um þau endist allt að 75.000 km. Með betri endingu og löngum líftíma er enn fremur hægt að minnka framleiðslu og flutning á dekkjum.“

 

Þessir aðilar standa við stóru orðin í umhverfisvernd!

„Það er komin góð reynsla á notkun á Green Diamond dekkjum frá traustum og ábyrgum aðilum en við erum m.a. í traustu sambandi við Hafnarfjarðarbæ, Isavia, Ístak, Öryggismiðstöðina og fjölda aðra stóra aðila. Ístak kaupir af okkur nálægt 150 dekk á hverju einasta ári. Þessi viðskipti eru eðlilega komin til vegna almennrar ánægju með dekkin, en einnig sannarlega vegna stefnu fyrirtækjanna og stofnananna um að stuðla að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Í ljósi stöðugt aukinnar umræðu um mikilvægi umhverfisverndar og aukinna loftgæða þá trúum við því að mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hjóti að skoða til hlítar þann möguleika að setja bifreiðar sínar á umhverfisvæn Green Diamond harðkornadekk.“

Hægt er að panta Green Diamond harðkornadekk með því að senda tölvupóst á panta@hardkornadekk.is eða í síma 694-7720.

Hægt er að sækja pöntuð dekk í Dekkjaþjónustuna að Auðbrekku 2 í Kópavogi eða fá fría heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum