Föstudagur 17.janúar 2020
Kynning

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 4. nóvember 2019 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  • Hraðasta stækkun bæjarfélags sem sögur fara af!  
  • Kardemommubærinn tekur fram úr Mosfellsbæ í íbúafjölda.
  • Miðsala á Kardemommubæinn hefur farið af stað með miklum látum og þegar þetta er ritað eru um 11.000 miðar seldir. Almenn miðasala hófst í dag. 
  • Aukasýningum hefur nú verið bætt við en takmarkað magn sýninga er í  boði næsta vor á þessa vinsælustu barnasýningu íslensks leikhúss. 

Kardemommubærinn verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins 18. apríl næstkomandi en uppsetningin er jafnframt afmælissýning Þjóðleikhússins sem fagnar 70 ára afmæli á þessum vetri. Miðasalan hefur farið af stað með miklum látum og nú er orðið nær uppselt á 23 sýningar. 

„Við höfum varla undan við að bæta við sýningum,”  segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri Þjóðleikhússins. „Við erum að setja inn síðustu sýningar leikársins núna en það er ljóst miðað við viðtökurnar að fólk hefur beðið lengi eftir því að heimsækja Kardemommubæinn.”

Kardemommubærinn virðist þannig hafa sama aðdráttarafl og t.d. Ed Sheeran og heimaleikir íslenskra landsliða í fótbolta, sem er magnað útaf fyrir sig.

Leikstjóri sýningarinnar er Ágústu Skúladóttir. 
Á meðal leikara eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sveppi, Oddur Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Örn Árnason, Þórhallur Sigurðsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Ernesto Camillo Aldazabal Valdes og fleiri. 

Egner þótti afar vænt um þær góðu viðtökur sem verk hans hlutu hér á landi, og hann tengdist Þjóðleikhúsinu og starfsfólki þess nánum böndum. Kardemommubærinn er nú settur upp í Þjóðleikhúsinu í sjötta sinn, en sýningin er jafnframt 70 ára afmælissýning Þjóðleikhússins. 

Nældu þér í miða á Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu á vefsíðu Þjóðleikhússins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar
Kynning
Fyrir 3 vikum
Dýrin um áramót
Kynning
Fyrir 4 vikum

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands