Sunnudagur 26.janúar 2020
Kynning

Óargadýr, jólaball, jólarúningur og notaleg stemning í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í desember

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 29. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn býður upp á fjölda skemmtilegra viðburða í aðdraganda jólanna sem gaman er að upplifa saman með fjölskyldunni. Það er eitthvað um að vera alla daga frá og með 1. desember og fram að jólum. Jólakötturinn mætir að vanda, einnig verður jólaball, jólakósí og margt fleira skemmtilegt til þess að kveikja í litlum og stórum jólahjörtum. Nánari dagskrá jóladagatalsins má finna á vef www.mu.is.

Hættulegur jólaköttur hér fyrir innan.

Í desember verður frítt í garðinn alla virka daga og er opnunartíminn frá kl. 10-17. Að auki verður opnunartíminn lengdur fram til kl. 20:00 miðvikudagana 4., 11. og 18. desember. Garðurinn skartar jólaljósum og er einstaklega skemmtilegt að heimsækja hann í rökkrinu.

 

Jólakötturinn heldur til í kofa í Fjölskyldugarðinum

„Jólakötturinn hóf að venja komu sína í Laugardalinn á aðventunni fyrir nokkrum árum og er 2019 engin undantekning. Fyrsta árið kom hann starfsfólki garðsins að óvöru. Þá hrekkti hann dýr og menn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum svo ljóst var að grípa þurfti til aðgerða. Næturvörður á vakt reisti í flýti kofa fyrir óargadýrið svo hann léti af skepnuskapnum. Síðan þá hefur starfsfólk ekki þorað öðru en að reisa kofann á hverju ári svo kisi hafi í einhver hús að venda í höfuðborgarferðum sínum. Kofinn hefur nú verið reistur í sjoppunni í Fjölskyldugarðinum og hugrökkum gestum gefst tækifæri á að heimsækja kisa þar fram yfir jólin allavega, en yfirleitt hafa jólasveinarnir náð að lokka hann aftur til fjalla þegar þeir týnast heim á ný.“

Umhverfisvænar jólagjafir

„Laugardaginn 7. desember ætlar Þórdís V. Þorvaldsdóttir að koma til okkar og kynna fyrir okkur leiðir til að pakka jólagjöfum inn á umhverfisvænan hátt. Garðurinn hefur það að markmiði að vera til fyrirmyndar hvað varðar umhverfismál og vonum að með þessu framtaki smitum við út frá okkur, því margt smátt gerir eitt stórt.“

 

Ull af nýrúnu sauðfé garðsins

Daginn eftir, eða þann 8. desember, verður sauðfé garðsins rúið. Rúningur hefur verið partur af jóladagskrá garðsins jafn lengi og elstu menn muna. Guðmundur Hallgrímsson mun halda um klippurnar sem fyrr og með honum í för verður fólk frá Ullarselinu á Hvanneyri sem spinnur ullina jafnóðum og hún kemur af fénu fyrir gesti að taka með heim.

Jólaball í skálanum

Sunnudaginn 15. desember verður Jólaball Fjölskyldu- og húsdýragarðsins haldið með pompi og prakt. „Það var heldur betur kominn tími til þess að endurvekja jólaballið enda eru nokkur ár síðan það var haldið síðast. Jólastuðið hefst í mótttökuhúsinu kl. 12:30 þar sem jólasveinar taka á móti gestum og leiða á jólaskemmtunina í skálanum. Systir þeirra sveina, Skjóða ætlar að segja krökkunum sögu og svo endar stuðið með balli í jólaskreyttum veitingaskálnum.“

 

Komdu og upplifðu hátíðarró í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

„Það dylst engum að jólaundirbúningur á það til að einkennast af stressi og því verða síðustu tveir dagarnir fyrir jól stresslausir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hefðbundin dagskrá verður í kringum dýrin og auka púður sett í ítarlega fræðslu við gjafirnar og jólalegum fróðleik bætt við þar sem hann á við. Dýrin taka á engan hátt þátt í jólastressinu og því upplagt að koma í garðinn og læra af þeim og núllstilla sig áður en jólahátíðin gengur í garð.“

 

Nánari upplýsingar má finna á á heimasíðu garðsins www.mu.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Vinsælar tannheilsuferðir til Gdansk: Íslendingar spara gífurlega fjárhæðir í tannlæknakostnaði

Vinsælar tannheilsuferðir til Gdansk: Íslendingar spara gífurlega fjárhæðir í tannlæknakostnaði
Kynning
Í gær

Vinningshafinn í Bóndadagsleiknum!

Vinningshafinn í Bóndadagsleiknum!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Janúarútsölunni í Raflandi að ljúka: Allt að 60% afsláttur á vönduðum raftækjum!

Janúarútsölunni í Raflandi að ljúka: Allt að 60% afsláttur á vönduðum raftækjum!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Nýjar námsleiðir hjá MSS: „Nám er mikilvægt skref í átt að sjálfseflingu“

Nýjar námsleiðir hjá MSS: „Nám er mikilvægt skref í átt að sjálfseflingu“
Kynning
Fyrir 1 viku

Dale Carnegie: „Það kemur ungu fólki oft á óvart hvað það á mikið inni“

Dale Carnegie: „Það kemur ungu fólki oft á óvart hvað það á mikið inni“
Kynning
Fyrir 2 vikum

HEKLA leiðir sölu vistvænna bifreiða þriðja árið í röð!

HEKLA leiðir sölu vistvænna bifreiða þriðja árið í röð!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni
Kynning
Fyrir 3 vikum

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg