Föstudagur 06.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hlakka til með okkur

Kynning

Öryggishnappur Securitas – Öryggi þegar á reynir

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 18:00

Elsa Einarsdóttir, sölustjóri Securitas / Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggishnappur Securitas er hjálpartæki sem eykur öryggi fólks innan veggja heimilisins, en með notkun hans er fljótlegt og auðvelt að gera viðvart ef eitthvað kemur upp á.

 

Öryggi öllum stundum

Að hlakka til morgundagsins og horfa björtum augum á það sem er framundan er ofarlega í hugum allra. Flest langar okkur til að eiga ánægjulegt líf með ástvinum, ættingjum og vinum. Það að horfa á börnin sín og barnabörn vaxa og verða að fullgildum meðlimum samfélagsins veitir okkur ómælda ánægju og hugarró. Íbúum á besta aldri á Íslandi mun á næstu árum fjölga mikið. Hluti af þessum hóp verður líkamlega vel á sig kominn og mun geta notið lífsins til fulls þrátt fyrir hækkandi aldur. Þessi virki hópur vill hafa áhrif á sitt líf, áhugamál og samfélagsleg verðmæti. Hluti þessa hóps mun þurfa meiri aðstoð en vill á sama hátt og aðrir geta haft áhrif á líf sitt.

„Það er sama hvar einstaklingar eru staddir á lífsleiðinni, hvort viðkomandi er orðinn aldraður eða býr við skert lífsgæði, þá vilja allir vera öruggir á heimilum sínum,“ segir Elsa Einarsdóttir, sölustjóri Securitas. „Vegna líkamlegra breytinga sem fylgja hækkandi aldri, skertri heilsu eða hreyfifærni skerðist jafnvægi fólks og viðbrögð verða seinni. Aðstandendur þessa hóps hafa oft verulega áhyggjur af fólkinu sínu, jafnvel þeim sem eru við góða heilsu. Þeir vilja draga úr óhöppum og slysum og auka öryggi síns fólks sem frekast er unnt. Með aðgát og fyrirbyggjandi aðgerðum á heimilinu er hægt að draga úr slysum og óhöppum eldri einstaklinga og þeirra sem búa við skerta getu,“ segir Elsa.

Elsa Einarsdóttir, sölustjóri Securitas / Mynd: Eyþór Árnason

Öryggishnappur Securitas

„Öryggishnappurinn gagnast vel þegar að hnappþegi dettur, veikist skyndilega eða þarf aðstoð vegna líkamlegra einkenna án tafar. Um leið og ýtt er á hnappinn opnast talsamband við sérþjálfað starfsfólk á stjórnstöð Securitas,“ segir Elsa.

Viðbrögð frá öryggishnöppum eru flokkuð sem forgangsboð og þeim er sinnt án tafar. Öryggisverðir Securitas bregðast við boðunum, koma á staðinn, grípa til þeirra aðgerða sem þörf er á hverju sinni. Öryggisverðir Securitas eru vel þjálfaðir í öllum viðbrögðum, margir þeirra hafa menntun sjúkraflutningamanna sem gerir þá sérstaklega hæfa til að aðstoða hnappþega í neyð. Þessi sérstaka þjálfun öryggisvarða Securitas er lykilatriði fyrstu mínútur eftir að kallað hefur verið á aðstoð, rétt og fljótt viðbragð hefur mikil áhrif á þann tíma sem endurhæfing tekur til að komast aftur af stað ef óhapp á sér stað. Þetta viðbragð getur í einhverjum tilvikum skilið milli lífs og dauða. „Securitas er með 12 bíla í hverfum borgarinnar, sem allir eru til taks allan sólarhringinn alla daga ársins,“ segir Elsa. „Það er alltaf stutt í næsta bíl og öryggisvörð sama hvar hnappþeginn býr og því er hjálpin fljót að berast.“

Öryggishnappurinn er borinn um háls eða um úlnlið eftir því hvað hverjum og einum þykir þægilegt. Tæknimenn Securitas setja allan búnað upp og kenna á hnappinn. „Það er afar einfalt að nota hnappinn, ýtt er á hnappinn og boð sendast til stjórnstöðvar Securitas og þá myndast talsamband stjórnstöðvar við hnappþegann,“ segir Elsa. Hnappþeginn getur gert vart við sig og upplýst um hvort aðstoðar er þörf eða ekki. Ef að ýtt er á hnappinn og ekki næst samband við hnappþega er tafarlaust sendur öryggisvörður á staðinn.

 

Elsa ásamt hópi öryggisráðgjafa sem sinna málefnum hnappþega / Mynd: Eyþór Árnason

 

Aukið öryggi með öryggiskerfi

Með öryggishnappnum er hægt að setja upp einfalt öryggiskerfi sem eykur enn á öryggi hnappþega og aðstandenda hans. Reykskynjarar ásamt vatnsskynjurum eru oft nauðsynleg öryggistæki hjá þeim sem glíma við t.d. minnisleysi og elliglöp. Einnig er hægt að setja upp hreyfiskynjara sem nema óeðlilega umgengni í húsnæðinu og láta vita þegar slíkt gerist. Öryggiskerfi sem bjóða upp á app fylla aðstandendur ró um að allt sé í lagi hjá ættingjum sínum. Kostnaðurinn við slík öryggiskerfi er sáralítill þegar horft er til gagnsemi þeirra og öryggis þeirra sem maður elskar.

Lyklar að heimilum hnappþega eru geymdir í öruggum geymslum í stjórnstöð Securitas. Þegar öryggisvörður fer í útkall til hnappþega er ástand hnappþega metið, kallað er á sjúkrabíl ef þess gerist þörf, haft er samband við ættingja og hnappþega sinnt eins alúðlega og hægt er.

Hnappþegar Securitas eru heimsóttir tvisvar sinnum á ári. Í þeim heimsóknum er gengið úr skugga um að allur búnaður virki sem skyldi og upplýsingar um breytingar á heilsufari og því tengdar eru skráðar. Þessar upplýsingar nýtast vel ef hnappþegi þarf að fara á sjúkrahús, þá verður öll meðferð skilvirkari og hægt er að bregðast skjótt við í alvarlegum atvikum.

 

Öryggisverðir Securitas eru til taks allan sólarhringinn alla daga ársins / Mynd: Eyþór Árnason

Sjúkratryggingar Íslands og öryggishnappur

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða mánaðargjöld vegna öryggishnapps hjá þeim sem uppfylla ákveðin skilyrði. Í þeim tilfellum sendir læknir viðkomandi einstaklings læknisvottorð til Sjúkratrygginga. Eftir samþykkt niðurgreiðslunnar velur hnappþegi þjónustufyrirtæki. Securitas á farsælan feril í þjónustu og aðstoð við hnappþega í tugi ára, og þjónustar í dag á þriðja þúsund hnappþega. Hnappþegar Securitas eru afar ánægðir með þjónustuna og viðbragðið.

Öryggishnappurinn er þó ekki eingöngu fyrir þá sem njóta niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands. Allir geta fengið öryggishnapp sem þess óska.

Það er einfalt að sækja um öryggishnapp, það er eitt símtal til Securitas sem tekur við beiðninni og meðhöndlar hana þar til að hnappurinn hefur verið settur upp hjá viðkomandi.

Í öruggum höndum með Securitas

Með öryggishnapp Securitas er þeim sem eldri eru eða þeim sem ekki njóta fullrar færni, veittur farsæll tími, tími sem þeir geta notið með fjölskyldu, ættingjum og vinum, tími til að njóta afmælisdaganna og að vera með elskunni sinni heima hjá sér. Öryggishnappur Securitas er öruggt skjól þegar á reynir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar
Kynning
Fyrir 5 dögum

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni
Kynning
Fyrir 1 viku

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum
Kynning
Fyrir 1 viku

Konukvöld Momo í kvöld!

Konukvöld Momo í kvöld!
Kynning
Fyrir 1 viku

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 1 viku

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana
Kynning
Fyrir 1 viku

Nítró: Allt fyrir vetrarsportið

Nítró: Allt fyrir vetrarsportið