Sunnudagur 26.janúar 2020
Kynning

Netbifreiðasalan: Öflugir í bílainnflutningi

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netbifreiðasalan er almenn bílasala með pláss fyrir 30 bíla á plani. Bílasalan selur notaða bíla fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en sér einnig um bílainnflutning. Netbifreiðasalan aðstoðar einstaklinga og fyrirtæki við að kaupa notaða og nýja bíla til innflutnings frá Evrópu og Norður-Ameríku.

 

Aðstoða við bílainnflutning

Oft getur verið betri kostur að kaupa bíl að utan, þar sem þeir eru í flestum tilfellum á betri kjörum en hér heima. Rafmagns- og Plug-In Hybrid-bílar þar eru í sérflokki verðlega séð.

Úrvalið erlendis er oft meira en það sem boðið er upp á hér heima. Jafnvel sumar tegundir sem ekki er að finna á bílasölum á Íslandi. Eins fer veðurfar og vegir erlendis betur með bíla og þeir í almennt betra standi eftir nokkur ár erlendis en nokkur ár hér á landi.

„Við setjumst niður með viðskiptavini okkar og saman finnum við bíl sem hentar honum best og hann er sáttur vi,“ segir Steinar Þór Guðjónsson, forstjóri Netbifreiðasölunnar. „Við finnum rétta bílinn fyrir kúnnann sama hvað tegund það er, við flytjum allt inn þar sem við erum ekki bundnir við vissar tegundir,“ segir Steinar. Í framhaldinu hefur svo starfsfólk bílasölunnar samband við bílasölur erlendis og semur um verð á umræddum bíl. Þegar búið er að samþykkja kaup á bíl þarf viðskiptavinurinn ekki að hugsa um þetta frekar þar til fer að líða að afhendingu á bílnum til hans hér heima.

Í millitíðinni sér Netbifreiðasalan um að panta flutning, samskipti við bílasölu varðandi pappírsvinnu og skjalafrágang ásamt því að fylgjast með öllu ferlinu og passar að allt gangi eins og best verður á kosið. Þegar bíllinn er svo kominn til landsins sjá þau svo um að skrá hann hérlendis. Viðskiptavinurinn fær síðan bílinn í sínar hendur, tilbúinn til notkunar fyrir utan hjá þeim að Hlíðasmára 13.

Persónuleg og góð þjónusta

Hjá Netbifreiðasölunni starfa eingöngu metnaðarfullir bifreiðasalar og leggja þeir mikið upp úr því að veita eins persónulega og góða þjónustu og völ er á.

„Við erum beinn tengiliður milli seljanda og kaupanda, aðstoðum við að finna bíl sem hentar fjármagni, fjölskyldustærð, notkun og öllu þar á milli. Hvort sem það er bíl sem er staðsettur hér heima eða erlendis. Einnig hjálpum við viðskiptavinum að finna hentugustu leið fjármögnunar við kaupin,“ segir Steinar að lokum.

Netbifreiðasalan er að Hlíðasmára 13 í Kópavogi. Hægt er að hafa samband í síma 577-4400, eða senda tölvupóst á nbs@nbs.is.

Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 10–18, föstudaga kl. 10–17 og laugardaga kl. 12–15. En einnig er hægt að semja um að hittast utan opnunartíma.

www.nbs.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Vinsælar tannheilsuferðir til Gdansk: Íslendingar spara gífurlega fjárhæðir í tannlæknakostnaði

Vinsælar tannheilsuferðir til Gdansk: Íslendingar spara gífurlega fjárhæðir í tannlæknakostnaði
Kynning
Í gær

Vinningshafinn í Bóndadagsleiknum!

Vinningshafinn í Bóndadagsleiknum!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Janúarútsölunni í Raflandi að ljúka: Allt að 60% afsláttur á vönduðum raftækjum!

Janúarútsölunni í Raflandi að ljúka: Allt að 60% afsláttur á vönduðum raftækjum!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Nýjar námsleiðir hjá MSS: „Nám er mikilvægt skref í átt að sjálfseflingu“

Nýjar námsleiðir hjá MSS: „Nám er mikilvægt skref í átt að sjálfseflingu“
Kynning
Fyrir 1 viku

Dale Carnegie: „Það kemur ungu fólki oft á óvart hvað það á mikið inni“

Dale Carnegie: „Það kemur ungu fólki oft á óvart hvað það á mikið inni“
Kynning
Fyrir 2 vikum

HEKLA leiðir sölu vistvænna bifreiða þriðja árið í röð!

HEKLA leiðir sölu vistvænna bifreiða þriðja árið í röð!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni
Kynning
Fyrir 3 vikum

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg