fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Kynning

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gullsmiðir Jens hafa frá stofnun fyrirtækisins árið 1964 verið þekktir fyrir djarfa og framsækna hönnun. Íslenskir náttúrusteinar hafa verið einkennandi í skartgripum Jens en nú starfar þriðja kynslóð gullsmiða hjá fyrirtækinu og hefur vöruúrvalið aukist mjög frá upphafi fyrirtækisins. Þó svo að skartgripasmíði hafi ávallt verið helsta afurð fyrirtækisins þá býður Jens einnig upp á margs konar gjafavöru.

„Á undanförnum árum höfum við unnið ötullega að því að breikka vöruúrval okkar,“ segir Ingibjörg Snorradóttir, framkvæmdastjóri Jens. „Gullsmiðum okkar þykir einstaklega gaman að skapa nýja hluti.“

 

Viðskiptavinir hanna sitt eigið hálsmen

Ein nýjasta viðbótin við skartgripalínu Jens kallast Gárur. Það sem gerir línuna sérstaka er að þar fær fólk tækifæri til að setja saman sitt eigið hálsmen. „Algengt er að fólk tengi skartgripi einhverju persónulegu. Innblástur Gáru-línunnar er fenginn þaðan. Gárurnar koma í fjórum stærðum sem raðast hver inn í aðra. Allar stærðir eru til í fjórum gerðum málma og eru þær ýmist skreyttar hjörtum, íslenskum náttúrusteinum, safírum, rúbínum eða demöntum. Þannig er t.d. hægt að gefa foreldri tveggja barna tvær gárur, t.d. eina miðstærð af gullgáru með hjarta, og aðra minni úr rósagulli. Möguleikarnir eru ótalmargir og það er gaman að sjá viðskiptavini leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín.“

Uppreisn gegn hefðbundnum gildum

Fyrir rúmlega 10 árum kynnti Jens til leiks skartgripalínuna Uppsteyt. Um er að ræða ródíum-húðaða silfurskartgripi sem þýðir að það fellur síður á skartgripina, líkt og margir kannast við að gerist með silfurskartgripi. „Uppsteyt-línan er uppreisn gagnvart hefðbundnum gildum í skartgripaframleiðslu. Þarna er að finna grófari hluti í bland við fíngerða, sem margir hverjir státa af skínandi cubic zirconia-steinum. Steinarnir fást í mörgum litum og hafa ofsalega fallegan glampa.“

Stálið er málið

Ingibjörg segir fyrirtækið vera farið að nýta stál til smíði skartgripa og ýmissar gjafavöru. Þá sé notað hágæða eðalstál sem viðheldur gljáa vel. „Stálinu fylgja ýmsir kostir. Um er að ræða einstaklega harðgert efni. Stál er í allt öðrum verðflokki en t.d. silfur, og því getum við leikið okkur með að útbúa stóra, glannalega hluti úr stáli sem dýrt er að smíða úr silfri. Við höfum útbúið armbönd, eyrnalokka, nælur og erum sífellt að breikka þessa vörulínu okkar. Jöklaskálar og kökuhnífar úr eðalstáli hafa notið mikilla vinsælda hjá okkur.“

Einstök úr frá Jens

„Nýlega settum við á markað fyrstu Jens-úrin en um er að ræða einstaklega vönduð úr. Þau státa af svissnesku úrverki og eru búin til úr hágæða stáli og safírgleri. Aftan á þeim er stór flötur sem kjörinn er til að láta áletra. En helsta kennileiti þessara úra er skífan sem er úr svartri perlumóður. Um er að ræða lithverft efni sem þýðir að litur skífunnar breytist eftir því hvernig ljós fellur á hana.“

Skandinavísk hönnun frá Georg Jensen

Jens tók nýlega við sölumumboði á skartgripalínu Georg Jensen. „Við erum stolt af því að vera eini söluaðili skartgripa frá þessum skandinavíska hönnunarrisa. Við erum einnig með gott úrval úr gjafavörulínu frá Georg Jensen, meðal annars jólaóróanum, en margir safna hlutum úr jólavörulínu Georg Jensen.“

 

Lykiláhersla lögð á að veita góða þjónustu

„Við leggjum okkur fram við að kynnast þörfum viðskiptavina okkar og veita þeim framúrskarandi þjónustu. Í mörgum tilfellum leita viðskiptavinir til okkar til að finna gjöf handa einhverjum nákomnum. Að fá að taka þátt í þessu ferli er það sem gerir starf okkar svo skemmtilegt. Það er gaman að hjálpa fólki að gleðja aðra.“

 

Hlutur vefverslunar eykst stöðugt

Þótt lögð sé rík áhersla á persónulega þjónustu hefur fyrirtækið einnig haslað sér völl á sviði vefverslunar. „Vefverslunin okkar er í stöðugri þróun og hefur umferð um hana aukist mjög á undanförnum árum.“ Ingibjörg segir algengt að viðskiptavinir skoði fyrst úrvalið í vefversluninni áður en þeir leggja leið sína í verslanir Jens. „Margir kjósa að ganga frá kaupum í vefversluninni, enda er það einfalt ferli. Þá geta viðskiptavinir valið um að fá gripinn sendan, eða sækja hann í Jens-verslun að eigin vali.“

 

Hjá Jens má finna mikið úrval skartgripa og gjafavöru. Fyrirtækið rekur þrjár verslanir; í Kringlunni, Smáralind og að Grandagarði 31, auk vefverslunar á www.jens.is.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
09.04.2020

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
20.03.2020

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup