fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Kynning

Nítró: Allt fyrir vetrarsportið

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Mánudaginn 25. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítró er ein elsta mótorsportvöruverslun landsins, en þar er að finna allt sem viðkemur þessu áhugamáli, hvort sem er um sumar- eða vetrarsport að ræða.

Verslunin hefur lengi verið þekkt á meðal mótorhjóla- og fjórhjólafólks en það eru kannski færri sem vita að Nítró sinnir einnig öllu sem viðkemur vetrarsporti. Fyrst er að nefna Arctic Cat-vélsleðana sem fást núna í Nítró, einnig er hægt að fá ýmsa slit- og aukahluti fyrir allar tegundir vélsleða t.d. rífara, nagla, meiða, karbíta, sleðahjól (dollies), hita í handföng og ýmislegt fleira, auk þess er hægt að sérpanta vélar- og varahluti í nær allar tegundir vélsleða. Nýjasta æðið í vetrarsportinu er svokölluð snjóhjól, en það eru torfæruhjól sem beltabúnaður og skíði eru sett undir. Í Nítró er að finna beltabúnað frá Yeti og Mototrax í nokkrum mismunandi útgáfum.

Mikið úrval af vetrarfatnaði

En það er ekki nóg að eiga góð tæki því það þarf líka að klæða sig rétt þegar kuldaboli bítur í kinnar. Í versluninni er að finna allan fatnað í vetrarsportið. Nítró er umboðsaðili fyrir FXR á Íslandi sem framleiðir gríðarlega breiða línu. Heilgalla, úlpur, buxur, skó, hanska, undirföt, gleraugu og hjálma, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði börn og fullorðnir. Einnig er Nítró með fatnað frá Motorfist, sem framleiðir allan sinn fatnað með eVent-vatnsvörn og öndun þannig að þú ert viss um að vera þurr og ósveittur í fatnaði frá þeim. Flottustu sleðahjálmarnir á markaðnum í dag eru Titan-hjálmarnir frá CKX, en þeir eru sérhannaðir með vélsleðamenn í huga og koma með áföstum gleraugum sem er hægt að fá upphituð til þess að koma í veg fyrir móðu. Einnig framleiða þeir flotta vélsleða-kjálkahjálma sem hafa verið mjög vinsælir síðustu ár.

Viðskipavinir geta komið, mátað og fengið ráðleggingar um val á fatnaði. Starfsfólkið hjá Nítró veitir viðskipavinum sínum góða ráðgjöf við val á vetrarfatnaði og hjálpar þeim að finna út hvað hentar best fyrir aðstæður hvers og eins. Í viðbót við þetta eru þeir svo með BCA-snjóflóðabakpoka, ýlur og snjóflóðastangir í miklu úrvali, en það er búnaður sem allir sem stunda vetrarsport ættu að eiga, enda aldrei of varlega farið á fjöllum.

Verslunin og verkstæðið eru í 1.000 fermetra húsnæði að Urðarhvarfi 4 og þar er opið frá kl. 10.00–18.00 alla virka daga. Heimasíðan nitro.is er opin allan sólarhringinn en hún hefur verið mikið endurnýjuð og er enn í vinnslu, en þar er að finna alla vöruflokka sem verslunin selur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn