Föstudagur 06.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hlakka til með okkur

Kynning

Caruso: Kósý jólastemning

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Mánudaginn 25. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástsæli veitingastaðurinn Caruso hefur starfað farsællega í miðbæ Reykjavíkur í 25 ár og eru engin lát á vinsældum staðarins. Nú í desember eru komin fimm ár síðan Caruso flutti frá Þingholtsstrætinu niður fyrir læk í Austurstræti og má með sanni segja að eigendur staðarins, Þrúður Sjöfn Sigurðard og José Luis Garcia, séu mjög ánægðir með þetta fallega og sögulega húsnæði. Andrúmsloftið er gott og rómantískt og gestirnir kunna að meta hlýlegt og notalegt umhverfið. Öll föstudags- og laugardagskvöld býður Caruso upp á ljúfa gítartóna, en það er hann Símon Ívarsson sem spilar hjá þeim, en þess má geta að Símon hefur spilað hjá þeim í yfir 20 ár.

Kósýkvöld með Eyfa á Caruso

Kósýkvöldin með Eyfa eru orðin fastur liður hjá okkur í desember og munu þau að þessu sinni verða fimmtudagskvöldin 5. og 12. desember. Þess má geta að það eru orðin 10 ár frá fyrsta kósýkvöldinu okkar með honum Eyfa. Á meðan gestir okkar njóta þriggja rétta máltíðar mun Eyjólfur spila og syngja íslenskar og erlendar dægurperlur ásamt nokkrum vel völdum jólalögum. Þetta verður sannkölluð jólastund og stemningin verður einstaklega skemmtileg og notaleg svona mitt í jólaamstrinu að sögn Eyjólfs Kristjánssonar.

Kósýkvöldin okkar hafa verið vinsæl hjá þeim sem vilja njóta afslappandi kvöldstundar og gera vel við bragðlaukana í þægilegu umhverfi.

Veitingastaður í sögulegu húsi

Veitingastaðurinn Caruso er staðsettur í Austurstræti í fallegu húsi sem var upphaflega byggt árið 1801, eyðilagðist í eldsvoða árið 2007 og var svo endurreist í upphaflegum stíl. „Það eru fimm ár núna í desember síðan við fluttum í Austurstrætið og líður okkur mjög vel að vera þar í þessu litla krúttlega húsi. Andrúmsloftið er afar rómantískt og á Caruso er hægt að ganga að góðum mat, hlýlegri þjónustu og huggulegu umhverfi vísu og eigum við okkar fastakúnna sem koma til okkar aftur og aftur og þekkja jafnvel borðnúmerið sitt þar sem þeir vilja sitja. Það er hálfpartinn eins og húsnæðið umvefji mann og staðsetningin er náttúrlega frábær,“ segir José á Caruso.

 

Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík 

www.caruso.is

Sími: 562-7335 

Tölvupóstur: caruso@caruso.is 

Opnunartími: Mán–fim: 11.30–22.30, fös: 11.30–23.30, lau: 12-23.30 og sun: 17–22.30

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar

Máttur hjartans: Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar
Kynning
Fyrir 5 dögum

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni

DJI Reykjavík: Agnarsmár og öflugur dróni
Kynning
Fyrir 1 viku

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum

„Lífleg“ jarðarför á Ströndum
Kynning
Fyrir 1 viku

Konukvöld Momo í kvöld!

Konukvöld Momo í kvöld!
Kynning
Fyrir 1 viku

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum

Sjávargrillið: Hátíðlegur jólaseðill með jólatvisti og íslenskum áhrifum
Kynning
Fyrir 1 viku

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 1 viku

Netbifreiðasalan: Öflugir í bílainnflutningi

Netbifreiðasalan: Öflugir í bílainnflutningi
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana

Bílasmiðurinn: Komdu að bílnum heitum á morgnana