fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Eðalvín og humlaður hipsterabjór, allt bruggað heima

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp á síðkastið hefur bjórbruggun og víngerð farið vaxandi á Íslandi enda eru þær vörur sem notaðar eru í heimabruggun og víngerð í sífelldri þróun. „Í dag er hægt að koma sér upp frábærri heimaaðstöðu með tiltölulega lágum stofnkostnaði sem gefur af sér sérlega bragðgóð vín og bjór. Enn fremur er hægt að eyða aðeins meira í tækjabúnað sem gefur kost á að brugga bjór og vín sem stenst fullkomlega gæðalegan samanburð við það sem fæst keypt úti í búð,“ segir Magnús Axelsson, framkvæmda- og rekstrarstjóri Ámunnar ehf.

 

Heimabruggið er vagga víngerðarinnar

Bjórbruggun og víngerð er stórskemmtilegt áhugamál fyrir byrjendur sem lengra komna. „Fyrstu rituðu heimildir um víngerð eru um 3.500 ára gamlar og komnar frá Grikkjum. Heimildir um framleiðslu á áfengum drykkjum, svo sem miði, öli og sýrðum drykkjum eru þeim mun eldri. Hér er í öllum tilfellum verið að ræða um heimagert vín og bjór eða skylda drykki og því má með sanni segja að heimabruggið sé vagga víngerðarinnar.“

Mynd: Eyþór Árnason

Til hvers að brugga eigin bjór eða gera eigið vín?

„Margir eru að leita að hagkvæmum lausnum fyrir ýmsa viðburði svo sem brúðkaup, afmæli og veislur þar sem margt er um manninn. Aðkeypt drykkjarföng geta hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda og þegar upp er staðið er mun skemmtilegra að bjóða gestum upp á heimagerðan bjór eða vín. Í brúðkaupsveislum er t.d. vinsælt að nefna tvo mismunandi bjóra eða víntunnur eftir brúðhjónunum eftir því hvað þeim þykir bragðbetra. Svo drekka gestir bókstaflega til heiðurs brúðhjónunum.“ Einnig er stór hópur áhugamanna og kvenna sem bruggar eigin bjór frá grunni. „Menn verða fljótlega sérfræðingar og sumir verða bjórmeistarar heima hjá sér. Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga.“

Mynd: Eyþór Árnason

Humlandi góður bjór

Í bjórbruggun er hægt að fara nokkrar misflóknar leiðir sem gefa af sér afar ólíka útkomu en koma ætíð skemmtilega á óvart. Með lágum stofnkostnaði, einföldum hætti og á stuttum bruggunartíma geta byrjendur bruggað bragðgóðan bjór sem kitlar bragðlaukana og hentar t.d. vel í stórar veislur. Þegar kemur að því að brugga bjór frá grunni er stofnkostnaðurinn orðinn meiri, en þessi aðferð gefur möguleika á mun fjölbreyttari bjór og persónulegri nálgun. „Bjórbruggun frá grunni er ekki flókin í sjálfu sér, en til hennar þarf ákveðið bjórger, malt/korn og humla. Þá þarf að meskja við ákveðið hitastig, sjóða virtan sem fæst úr meskingunni, kæla, gerja og svo framvegis. Tíminn frá því að bjórgerð hefst og drykkurinn er settur á flöskur er um tvær vikur. Með þessari aðferð má prófa sig áfram og nota mismunandi humla, ger og korn til þess að ná fram ólíku bragði og áferð,“ segir Magnús.

Mynd: Eyþór Árnason

Bjórgerðarbúnaður fyrir bjórmeistarana (á heimavelli)

Minibrew gerir byrjendum sem og lengra komnum bjórgerðarmeisturum kleift að brugga dýrindis eðalbjór heima. Hvort sem þú vilt dökkan stout, ferskan saison eða gullfallegan IPA, þá er Minibrew með efnið, tækin og búnaðinn fyrir þig. Hægt er að nota fyrirframgerðar uppskriftir eða þróa sínar eigin. Prófaðu þig áfram í heimi bjórgerðarlistarinnar og vertu alvöru bjórmeistari heima í stofu. Auðvelt að þrífa. Minibrew er nýtt á Íslandi og fæst í verslun Ámunnar.

Mynd: Eyþór Árnason

Víngerðin heillar marga

Eins og bjórbruggunin er víngerðin heillandi og skemmtilegt tómstundagaman. Þeir sem byrja að gera sín eigin vín uppgötva fljótt hvað þau eru holl, bragðgóð og oft mildari og ferskari en verksmiðjuframleidd vín. Bilið á milli besta heimavínsins og hinna svokölluðu eðaltegunda minnkar óðum. Framboð af nýjum tegundum og betri efnum eykst líka stöðugt sem gerir það að verkum að heimavínið er fyllilega sambærilegt við borðvín frá frægum vínræktarlöndum. Kosturinn við heimavíngerð er að hún er einföld og þægileg auk þess að vera ódýr kostur. Lítið pláss þarf á heimilinu fyrir víngerðina og henni fylgir nánast engin lykt. Vínið er mjög vandað og bragðgott og þrúgurnar og víngerðarlíkin eru fyrsta flokks.

 

Bruggaðu þína eigin belju!

Það hefur aldrei verið jafnauðvelt að brugga sitt eigið vín. DIY My Wine Co. er nýtt á Íslandi og fæst í Ámunni sem og hjá flestum endursöluaðilum Ámunnar. Í átta einföldum skrefum ertu komin/nn með bragðgott drykkjarvín og gæðin koma skemmtilega á óvart.

 

Áman flytur inn og selur vörur til bjór- og víngerðar og er með smásölu, netverslun og endursöluaðila víða um land. Allar vörur eru keyptar af viðurkenndum fyrirtækjum, víðs vegar að úr heiminum t.d. Kanada, Bretlandi, Danmörku, Ítalíu, Svíþjóð og Þýskalandi. Hægt að skrá sig í Ámuklúbbinn á www.aman.is þar sem í boði eru alls kyns tilboð, fróðleikur og fréttir.

Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum