fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Kynning

Cut Mobile: Við komum, klippum og sigrum!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 16. nóvember 2019 12:00

Ljósmyndari: Viktor Árni Bjarnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cut Mobile er einstök nýjung á íslenska hársnyrtimarkaðnum og er líklega sniðugasta uppfinningin síðan menn fóru að selja lýsi í perluformi. Cut Mobile býður upp á herraklippingu og skeggsnyrtingu með heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins. „Við veitum þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja, mætum á staðinn og klippum alla fína og flotta,“ segir Sigurður Stefán Flygering, sem stofnaði Cut Mobile með Gabríel Gíslasyni í ágúst síðastliðinn.

Hugmyndin að Cut Mobile varð til árið 2016 þegar Gabríel mætti heim til félaga síns og klippti hann. Sigurður, bróðir félagans, vaknaði við það að bankað var upp á hjá honum og var honum boðið að fara næst í stólinn. Hann áttaði sig fljótt á því að þarna hefði hann fengið þjónustu sem hann hefði klárlega nýtt sér sjálfur, ef hún væri í boði fyrir almenning. Klipping var honum alger kvöð. Bílaumferðin var eitt, en að bíða á biðstofu með bunka af fimm ára gömlum slúðurtímaritum var sérstök píning að hans mati. „Hugmyndin kitlaði svo enn árið 2019 og ákváðum við því að setja allt á fullt og koma fyrirtækinu á laggirnar.“

Ljósmyndari: Viktor Árni Bjarnason.

Sáraeinfalt að láta særa

„Ferlið hjá Cut Mobile er afar einfalt. Þú ferð inn á CutMobile.com eða hringir í síma 454-5400, finnur lausan tíma og gengur frá pöntun. Rakarinn mætir svo á uppgefið heimilisfang, með öll verkfæri og góða skapið og sér til þess að menn séu vel snyrtir. Það er okkur mikilvægt að fólk séu ánægt með þjónustuna og klippinguna og við skiljum við svæðið eins og við komum að því, þ.e. þrif eru innifalin.“

Cut Mobile hársnyrtiþjónustan hefur gengið vonum framar. „Það eru margir sem vita ekki af okkur og við erum enn að breiða út boðskapinn. Það bætist þó sífellt í kúnnahópinn okkar og er virkilega gaman að sjá viðbrögð hjá fólki þegar það nýtir sér þjónustuna. Öllum finnst þetta þrælsniðugt. Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð og okkur þykir fátt skemmtilegra en að lesa þær fallegu umsagnir sem við höfum fengið, en þær má lesa á síðunni okkar.“

 

Herraklippingar fyrir starfsandann

Cut Mobile býður einnig upp á fyrirtækjaþjónustu með herraklippingar, hvort heldur er fyrir sérstök tilefni eins og árshátíðir, eða reglulegar heimsóknir. „Við fórum af stað með fyrirtækjaþjónustuna í október og höfum farið í heimsóknir til nokkurra fyrirtækja, allt frá litlum fyrirtækjum upp í stórfyrirtæki. Klipping er mikilvæg og bætir almenna líðan, en er í leiðinni afar tímafrek. Fjarvera starfsmanna sem fara reglulega og eðlilega í klippingu er þónokkur þar sem akstur, umferð og bið tekur eflaust mesta tímann, þ.e. hjá herrunum. Getur klipping kostað fyrirtæki tvo tíma af vinnuframlagi starfsmanns á þriggja vikna fresti, sem er algeng tíðni vel snyrtra herra.

Með fyrirtækjaþjónustu Cut Mobile eru allir karlarnir í fyrirtækinu vel snyrtir og í leiðinni minnkar fjarvera starfsmanna. Við bjóðum fyrirtækjum að greiða mótframlag að eigin vali, til að gera vel við starfsmenn og hvetja þá til að nýta þjónustuna. Með þessu fyrirkomulagi þá græða allir. Vel hefur verið tekið á móti okkur í heimsóknum okkar og eru starfsmenn þeirra fyrirtækja sem við höfum verið að sinna mjög ánægðir. Einnig eru stjórnendur fyrirtækjanna ánægðir með fyrirkomulagið og að þessi þjónusta sé loksins í boði. Ert þú með fyrirtæki sem hefur áhuga á þjónustu Cut Mobile? Hafðu samband við okkur í síma eða á contact@cutmobile.com og við finnum skemmtilega lausn fyrir þitt fyrirtæki.“

Ljósmyndari: Viktor Árni Bjarnason.

Eru herrarnir í þínu lífi vel snyrtir?

Gjafabréf eða árskort hjá Cut Mobile er tilvalin gjöf fyrir herrana, hvort sem um er að ræða jólagjöf, afmælisgjöf eða tækifærisgjöf. „Gjafabréf og árskort er hægt að panta á vefsíðu Cut Mobile og sendum við út gjafabréfin með tölvupósti. Einnig er hægt að óska eftir útprentuðu gjafabréfi hjá okkur, sé það óskin. Gjafabréfin má nota til að versla þjónustu hjá okkur eða þær vörur sem við bjóðum upp á frá gæðamerkinu DapperDan. Árskortin eru gjafabréf að andvirði tólf herraklippinga sem fæst á góðum staðgreiðsluafslætti. Gjafabréfið er ýmist hægt að nýta hjá okkur til að kaupa þjónustu eða vörur. Þetta er alger snilld í jólapakkann, það er klárt mál!“

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni cutmobile.com

Sími: 454-5400

Vefpóstur: contact@cutmobile.com

Fylgstu með á facebook: Cut Mobile

Instagram: Cut Mobile

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
04.06.2020

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum