fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Kynning

Thai Nuddstofan: Aldagamlar aðferðir og ótrúleg virkni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thai-nudd er aldagömul heilunaraðferð sem kemur úr dýpstu rótum búddískrar menningar í Asíu. Það er framkvæmt með fjölbreyttum aðferðum svo sem jógastöðum og þrýstitækni. Thai Nuddstofan býður upp á guðdómlegar nuddmeðferðir sem láta stressið, kvíðann og vöðvabólguna líða úr líkamanum á undraverðan hátt. Ekki skemmir fyrir hvað stofan er notalega og fallega innréttuð, en nuddmeistarinn Joomjan Konkhan, eigandi stofunnar, hefur lagt mikið upp úr notalegri stemningu og þægilegu andrúmslofti.

Thai-nuddmeðferðir: Alhliða árangur

Thai-nudd er stórkostleg og heildræn meðferð þar sem ýmsum aðferðum er beitt: Þrýstimeðferð, svæðanuddi á iljar, orkubrautavinnu, teygjum og jóga. Til að beita þessum aðferðum notum við lófa, þumla, framhandleggi, hné og fætur. Árangur er aukið orkuflæði, það losar um spennu, eykur lífsþrótt og skapar fullkomið jafnvægi á milli líkama og huga. Alhliða Thai-nudd tekur 60 eða 90 mínútur.

Bak-, herða- og höfuðnudd: Dásamleg líðan

Dásamlega endurnærandi meðferð sem er sérstaklega hönnuð til að losa um spennu og létta á höfuðverk. Þessi 30 mínútna meðferð gefur slökun, endurnærir og skapar frið og æðruleysi til að takast á við hvað sem framundan er.

10–25% afsláttur á nuddmeðferðum

Alla jafna er verðið á nuddmeðferðum hjá Thai Nuddstofunni eftirfarandi:

30 mínútna tími: 6.000 kr.

60 mínútur: 10.000 kr.

90 mínútur: 15.000 kr.

Nú býður Thai Nuddstofan upp á nuddmeðferðir á frábærum afslætti sem gildir til 7. janúar. „Á hverjum stökum tíma, 30, 60 eða 90 mínútum, er þá 10% afsláttur.

Ef þú kaupir 5 tíma færðu þá saman með 20% afslætti. 10 tímar eru svo með 25% afslætti. Þannig að ef þú kaupir t.d. 10×60 mínútna tíma færðu þá á 75.000 kr. í stað 100.000 kr.

Hér er um að ræða hina fullkomnu jólagjöf fyrir þann sem á allt. Nudd er eitthvað sem allir ættu að leyfa sér endrum og eins enda er tilfinningin eftir gott nudd óviðjafnanleg. Afslátturinn gildir á öllum kortum og gjafabréfum sem keypt eru fyrir 7. janúar. Svo er hægt að nota kortin eins og maður vill, eftir það.

„Ég býð alla velkomna inn í Zen-draumaheim Thai Nuddstofunnar, sem veitir slökun á huga, líkama og sál,“ segir Joomjan.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Thai Nuddstofan.

Thai Nuddstofan er staðsett á annarri hæð, Háaleitisbraut 58–60, 108 Reykjavík

Sími: 892-3899

Opið er frá 09–20 alla daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið