fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Kynning

Magnús í Bláfjöllum er bjartsýnn yfir komandi vetri: „Það er snjór í kortunum!“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ástæða til þess að vera bjartsýnn á að skíðasvæðin í Bláfjöllum verði opnuð á næstunni. Það er snjór í kortunum og engin mikil hlýindi nema í dag, og þau ætla að standa stutt yfir. Þá má jafnvel telja að þau skili okkur í snjókomu,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna og bætir við að færið í fyrra hafi verið gott þrátt fyrir stuttan vetur. „Veturinn byrjaði seint og honum lauk snemma, en miðað við aðstæður núna erum við bjartsýn á að veturinn byrji mun fyrr þetta árið. Ef við fáum sendingu af snjó er bara dagaspursmál hvenær við opnum svæðið upp á gátt.“

Skíðasvæðin eru samnefni yfir skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli. Bláfjallasvæðið er stærra og með fleiri lyftum en á móti kemur að Skálafell hefur gríðarlegan sjarma þar sem svæðið snýr á móti sólu og þar er töluvert meira af ósnortnu landi. „Það er nú þegar kominn smá föl á skíðasvæðið í Bláfjöllum og erum við nú þegar búin að leggja minniháttar gönguskíðabraut fyrir gönguskíðaiðkendur. Eftir því sem snjórinn eykst munum við halda áfram að leggja stærri og lengri brautir. Skíðasvæðið í Skálafelli opnar svo samkvæmt samningum 1. febrúar.“

 

Brettin sívinsæl

Undanfarin ár hefur brettaíþróttin undið uppá sig og sportið stækkað umtalsvert. Áhuginn hefur vaxið og er Brettafélag Hafnarfjarðar orðin næststærsta brettadeildin á landinu. „Brettakrakkarnir eru með öflugustu iðkenda hér í brekkunum og við höfum fylgt aukningunni eftir og erum stolt af glæsilegu svæði fyrir brettaiðkendur í Bláfjöllum sem við köllum Brettaparkið. Við vorum einmitt að setja upp nýja lyftu fyrir brettaiðkendur til þess að þeir komist á brettaparkið án þess að þurfa að fara í röðina fyrir stóru lyftuna, eða Kónginn. Þetta mun létta töluvert á þeirri röð og gera þeim sem er á svæðinu kleyft að renna sér enn oftar niður brekkurnar,“ segir Magnús.

Gönguskíði

Gríðarleg aukning hefur orðið í gönguskíðamennsku hér á landi og eru 4-5 brautir lagðar hvern dag í Bláfjöllum. Gönguskíðasvæðið stækkar eftir því sem snjór eykst á svæðinu og er byrjað á að troða stystu leiðina sem er um 3 km. Lengri leiðirnar eru allt að 10-15 km langar. „Nú þegar höfum við rutt stutta gönguskíðabraut með vélsleðum. Almenningur hefur uppgötvað hvað gönguskíðamennskan er frábært sport og við tökum nýjum iðkendum fagnandi með fjölbreyttum og vel merktum brautum sem henta byrjendum jafnt sem lengra komnum. Það er ótrúlegt að fara eftir þessum leiðum. Allt í einu ertu orðinn einn með sjálfum þér uppi á heiði með frábært útsýni yfir bæði Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Þetta er einfalt sport, maður er fljótur að ná tökum á því og svo fer maður þetta á sínum hraða,“ segir Magnús.

 

Dásamlegt að sjá byrjendur taka sín fyrstu skref

Fyrir byrjendur er bráðsniðugt að leigja skíðabúnað þar sem kaup á búnaði geta verið þung á pyngjuna, sérstaklega ef fólk veit ekki hvort það ætlar sér að stunda sportið af alvöru. Í Bláfjöllum er hægt að leigja skíði, bretti, skíðaskó, stafi og fleira. Það er einnig mikil eftirspurn í skíða- og brettaskólann hjá Skíðasvæðunum. Skíða- og brettaiðkun eru tilvalin íþrótt fyrir vini og fjölskyldur til að stunda saman og það er fátt skemmtilegra en að sjá barnið sitt stíga sín fyrstu skref á skíðunum.

 

Vetrarkort á 20% afslætti

„Í nóvember viljum við koma verulega til móts við fjölskyldufólk og því bjóðum við uppá sérstakan 20% fjölskylduafslátt á vetrarkortunum okkar út nóvember. Í fyrra gerðum við þá breytingu á gjaldskránni að börn eru lengur börn og ungmenni lengur ungmenni. Þá eru börn allt að 12 ára, en ekki 10 ára eins og áður, og ungmenni eru ungmenni fram að 18. aldursári. Þetta lækkra kostnaðinn á vetrarkortum fyrir margt fjölskyldufólk. Við bendum fólki á að nýta sér þennan afsláttinn áður en verður um seinan. Í desember verður svo afsláttur á einstaklingskortunum,“ segir Magnús.

Skálafell og Bláfjöll eru bæði í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Opið er í Bláfjöllum á virkum dögum kl. 14–21 og um helgar 10–17.

Opið er í Skálafelli allar helgar frá 1. febrúar og fram yfir páska kl. 10–17.

Upplýsingasími: 530-3000

Skálafell, sími: 566-7095

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Skíðasvæðanna, og á Facebooksíðunni Skíðasvæðin – Bláfjöll & Skálafell.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu