Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Kynning

Kynheilsa þarf ekki að vera feimnismál!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 9. október 2019 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni þess að LÍF styrktarfélag er 10 ára, þá hafa LÍF og Florealis tekið höndum saman til að vekja athygli á heilsu og kynheilbrigði kvenna undir slagorðinu „Njóttu þess að vera kona!”.

„Við ákváðum að fara af stað með vörulínu sem styður heilbrigði kvenna vegna þess að okkur fannst vanta áreiðanlegar og viðurkenndar lækningavörur til að meðhöndla algeng einkenni sem konur upplifa,” segir Sandra Mjöll Jónsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri hjá Florealis. „Það er svo margt sem tengist okkur konum sem enginn þorir að tala um. Við viljum opna betur umræðuna um heilbrigði kvenna og auka fræðslu. Líkaminn okkar breytist mjög mikið yfir ævina og stundum áttum við okkur ekki á því hvað er að gerast. Það eru tímabil á ævi hverrar konu þar sem að hún upplifir einkenni sem tengjast breytingum, hvort sem það er vegna meðgöngu eða tíðahvarfa. Mörg þessara einkenna eru óþægileg og hafa áhrif í líf okkar og líðan. Þetta á til dæmis við um þurrk í leggöngum og hitakóf sem margar konur upplifa í tengslum við tíðahvörf. Svona einkenni geta haft veruleg áhrif á daglegt líf en eru því miður lítið rædd,” segir Sandra Mjöll.

Sandra Mjöll Jónsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri hjá Florealis.

Gefa til LÍF

Sandra segir að Florealis vilji opna umræðuna um heilsu kvenna og stuðla að fræðslu. Því lá beint við að fara í samstarf við Líf styrktarfélag á 10 ára afmæli félagsins. LÍF er styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans og hefur stutt rækilega við starfsemina þar síðasta áratuginn t.d. með kaupum á tækjum og umbótum á aðstöðu. Starfsemi þeirra hefur bætt aðbúnað fyrir fjölda kvenna sem leitað hafa á deildina í tengslum við meðgöngu og fæðingu eða vegna meðferðar á kvensjúkdómum. Þess má geta að meirihluti íslenskra fjölskyldna leita til deildarinnar á einhverjum tímapunkti.  Núna stendur LÍF fyrir söfnun svo hægt sé að endurnýja vöggurnar á fæðingarvaktinni og sængurlegudeildinni, sem og skilrúm og nauðsynleg tæki á kvenlækningadeildinni. Florealis styður við LÍF með því að gefa 15% af hverri seldri kvenvöru frá fyrirtækinu beint til LÍFs fram til 15. október.

Einstakar vörur fyrir konur

Florealis býður upp á þrjár viðurkenndar lækningavörur til að meðhöndla vægar sýkingar, þurrk og önnur óþægindi á kynfærum kvenna sem eru mjög algeng. Vörurnar heitar Smaronia, Liljonia og Rosonia og eru fáanlegar í flestum apótekum landsins. „Smaronia gelið er sérstaklega vinsælt hjá konum sem upplifa þurrk í leggöngum og þá oft í tengslum við tíðahvörf. Ólíkt öðrum gelum þá er það ekki einungis mjög rakagefandi heldur styður einnig uppbyggingu heilbrigðrar slímhúðar í leggöngunum og dregur úr eymslum,” segir Sandra. Liljonia eru hinsvegar mjúk hylki til að setja í leggöng þegar grunur er um sýkingu. Liljonia hylkin draga úr sviða og ertingu í leggöngum, vinna gegn sýkingum og koma á jafnvægi í náttúrulegri flóru legganganna. Hylkin eru í þægilegri stærð og auðvelt að koma þeim fyrir. ,,Sú kvenvara sem hefur verið best tekið er Rosonia, en það er froða sem er borin á ytri kynfæri og dregur mjög fljótt úr kláða, sviða og ertingu á svæðinu ásamt því að vinna gegn vægum sýkingum. Rosonia virkar einnig vel á rakstursútbrot og inngróin hár,” segir Sandra að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Frumsýning Volvo XC40 Recharge tengiltvinn!

Frumsýning Volvo XC40 Recharge tengiltvinn!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Gunnar Þórðarson 75 ára: Dægurlagaperlurnar óma á tónleikum 7. mars

Gunnar Þórðarson 75 ára: Dægurlagaperlurnar óma á tónleikum 7. mars
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnasýningar í Þjóðleikhúsinu vegna fyrirhugaðs verkfalls

Barnasýningar í Þjóðleikhúsinu vegna fyrirhugaðs verkfalls
Kynning
Fyrir 1 viku

Árangursríkar snyrti- og líkamsmeðferðir hjá Virago: „Það þarf ekki að vera vont til að virka“

Árangursríkar snyrti- og líkamsmeðferðir hjá Virago: „Það þarf ekki að vera vont til að virka“
Kynning
Fyrir 1 viku

Saltkaramellusúkkulaðimúsin var Trompið sem leiddi til sigurs

Saltkaramellusúkkulaðimúsin var Trompið sem leiddi til sigurs
Kynning
Fyrir 2 vikum

NÝR PEUGEOT 100% HREINN RAFBÍLL FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 15. FEBRÚAR

NÝR PEUGEOT 100% HREINN RAFBÍLL FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 15. FEBRÚAR
Kynning
Fyrir 3 vikum

BYKO er gullstyrktaraðili Team Rynkeby Ísland árið 2020

BYKO er gullstyrktaraðili Team Rynkeby Ísland árið 2020
Kynning
Fyrir 3 vikum

Peugeot 3008 PHEV fjórhjóladrifinn tengiltvinnjeppi fékk gríðarlega góðar móttökur á frumsýningu: Sjáðu myndirnar

Peugeot 3008 PHEV fjórhjóladrifinn tengiltvinnjeppi fékk gríðarlega góðar móttökur á frumsýningu: Sjáðu myndirnar