fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Shakespeare verður ástfanginn – frumsýnt síðasta föstudag á Stóra sviði Þjóðleikhússins 

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2019 11:27

Mynd: Saga Sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 4. október frumsýndi Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu Shakespeare verður ástfanginn í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Með aðalhlutverk fara þau Aron Már Ólafsson (Aron Mola) og Lára Jóhanna Jónsdóttir en alls taka 20 leikarar þátt í sýningunni, auk tónlistarfólks. Leikritið er byggt á kvikmyndinni Shakespeare in Love sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin árið 1999.

  • Selma Björnsdóttir leikstýrir rómantískum gamanleik
  • Eitt umfangsmesta verkefni Þjóðleikhússins á leikárinu 
  • Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór semja nýtt lag fyrir sýninguna  
  • Söngkonan GDRN tekur þátt í sýningunni og flytur tónlist á sviðinu 

Verkinu hefur verið lýst sem eldfjörugum, rómantískum gamanleik þar sem spunnið er frjálslega út frá ævi leikskáldsins Williams Shakespeares. Leikritið, sem er byggt á Óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love, var frumsýnt á West End í London árið 2014, fékk afar góðar viðtökur og hefur verið sýnt víða við miklar vinsældir. 

Unga skáldið Will Shakespeare óttast að hann hafi glatað skáldgáfunni. Aðalsmeyna Víólu de Lesseps dreymir um að verða leikari, á tímum þar sem samfélagið leyfir einungis karlmönnum að stíga á svið. Shakespeare heillast af þessari skarpgreindu, ákveðnu og listhneigðu ungu konu, og ástin fyllir hann andagift á ný. En elskendurnir lifa á viðsjálum tímum þar sem stéttaskipting er mikil, valdabaráttan harðvítug og stutt er í að sverðin fari á loft. 

Leikritið er í senn óður til töframáttar skáldskaparins og leiklistarinnar, og hefur verið kallað „ástarbréf til leikhússins“. Fjölmargir leikarar og tónlistarmenn sameina krafta sína við að skapa sannkallaða stórsýningu þar sem horfið er aftur til Elísabetartímans í umgjörð og búningum. 

 Bráðfyndið og fjörugt verk um eldheitar ástir, baráttuna fyrir því að fylgja köllun sinni í hörðum heimi listarinnar og snilligáfuna sjálfa. 

Leikarar, lista- og tæknifólk
Allar upplýsingar um leikara og aðstandendur sýningarinnar er að finna í rafrænni leikskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Aktu af öryggi og með góða umhverfissamvisku í allan vetur á Green Diamond

Aktu af öryggi og með góða umhverfissamvisku í allan vetur á Green Diamond
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jólin á Bryggjunni Brugghús

Jólin á Bryggjunni Brugghús
Kynning
Fyrir 3 vikum

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsaðu andrúmsloftið í skipinu

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsaðu andrúmsloftið í skipinu
Kynning
Fyrir 3 vikum

Iceland Fishing Expo: Stórkostleg sjávarútvegssýning í Höllinni – Sjáðu myndirnar!

Iceland Fishing Expo: Stórkostleg sjávarútvegssýning í Höllinni – Sjáðu myndirnar!