fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Mótaðu minningarnar með Mótefni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 4. október 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hausta tekur og laufin skipta lit, rigning verður að slyddu og myrkrið færist yfir er fátt skemmtilegra og meira viðeigandi en að fjölskyldan taki sig saman og vinni saman að skemmtilegum föndurverkefnum. „Við hjá Mótefni bjóðum meðal annars upp á nokkra skemmtilega fjölskyldupakka með verkefnum sem gaman er að vinna að í sameiningu,“ segir Snæbjörn Bergmann hjá vefversluninni Mótefni.

Stöðvaðu tímann í gifsi

Vinsælasti fjölskyldupakkinn er handpakki #1. Í pakkanum fylgir allt til að gera mót og afsteypur af höndum svo sem Alja Safe algín mótunarefni, Hydrocal gifsduft og fata fyrir mót, 15 cm í þvermál. Þá eru ítarlegar og vel læsilegar, skref fyrir skref leiðbeiningar á ensku sem kenna manni að taka mót af eigin hönd eða hönd fjölskyldumeðlimar. Í pakkanum er nóg efni fyrir eina fullorðinshönd og tvær barnahendur, 4–8 ára. „Það er svolítið eins og maður sé að stöðva tímann og móta minninguna í formi handar barnsins. Við erum einnig að hanna stærri pakka sem henta fyrir alla fjölskylduna og fleiri hendur í einu.“

Fjölbreytt efni fyrir móta- og afsteypugerð

Mótefni sérhæfir sig í móta- og afsteypugerð, prótótýpusmíði ásamt því að selja efni fyrir móta- og afsteypugerð í gegnum vefverslun fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Við flytjum inn alls konar sniðug efni frá fyrirtækinu Smooth-On eins og silíkon, rethane rubber og algínduft fyrir mót. Svo flytjum við inn urethane plast, epoxy, þenslufrauð, grunna og líkamsmótunarefni fyrir afsteypur. Þessi efni gera okkur kleift að taka mót af hverju sem er og búa til afsteypur.

Við erum með margar tegundir af urethane rubber og silíkoni til þess að búa til mót fyrir steypu, mynstursteypu og steypustimpla. Einnig erum við með epoxy til að hjúpa ýmsa viði og rafmagnstæki. Þá erum við með efni sem hægt er að nota í arkítektúr til að viðhalda gömlum húsum sem og iðnaðarefni í prótótýpusmíði, einangrunarefni, þéttihringa og efni til ýmiss konar lagfæringa. Að auki erum við með efni sem hægt er að nota í eftirlíkingar af líffærum og í uppbyggingu stoðtækja.

Auk þess erum við með úrval af efnum til að taka mót af líkamanum sem og efni til að búa til leikgervi og ýkta förðun fyrir sjónvarp og leikhús. Einnig seljum við efni til að búa til cosplay-búninga og leikmuni.

Listamenn kaupa af okkur efni fyrir skúlptúra og fleira. Svo má móta ýmist skraut í fiskabúr. Þá erum við líka með uppstoppunarefni. Svo eru efni sem hægt er að nota í mót fyrir konfekt, nammi eða ísmola. Að lokum erum við að selja efni í sápu- og kertagerð.“

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að mótum. „Þetta snýst í rauninni bara um hvað þig langar að gera. Hvað langar þig að móta og úr hverju á afsteypan að vera? Ertu fær í höndunum? Þá geturðu mótað frummynd úr leir eða sagað úr timbri og tekið mót. Einnig er hægt að láta 3-D prenta frummynd og nota efnin okkar til að móta 3-D módelið og fjöldaframleiða á stuttum tíma. Einnig er hægt að nota urethane resin efnin okkar í 3-D resin prentara. Íslensk náttúra kemur líka sterk inn þegar kemur að skemmtilegum munstrum til þess að móta. Láttu ímyndunaraflið ráða áður en þú hefst handa og búðu til mót og fallega afsteypu sem hentar þínu verkefni.“

Gerðu þinn eigin hrekkjavökubúning

Á vefsíðunni má finna margt skemmtilegt. „Við erum með fjölbreytt úrval af byrjendapökkum sem eru t.d. frábær leið til að læra undirstöðurnar í mótagerð fyrir bæði 2-D og 3-D módel. Við erum einnig með Ultimate Wound-kit og Zombie-kit sem eru tilvalin fyrir öskudaginn eða hrekkjavökuna. Pakkarnir innihalda silíkonefni til þess að búa til ótrúlega raunveruleg sár. Silíkonið er öruggt til notkunar á húð og aðlagast líkamanum eins og alvöru skinn.“

Húsgagna- og skartgripasmíði

„Við erum líka með sterkari efni sem þarf að meðhöndla með varkárni. Þar má nefna Epoxacast 690 sem er mjög vinsælt epoxy-efni til þessa að nota á viðarplötur. Þetta er glært resin-efni sem hjúpar yfirborð og harðnar með glerlíkri áferð. Efnið má nota á gler, leir, málm, grjót, silíkon, við og plast. Margir hafa notað það til að búa til hin þekktu lækjarborð (e. river tables) en einnig hentar efnið mjög vel í skartripagerð og í að búa til glærar linsur.“

Nánari upplýsingar á vefsíðunni motefni.is

Fylgstu með á Facebook: Mótefni

Vefpóstur: motefni@motefni.is

Sími: 845-0034

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum