Miðvikudagur 20.nóvember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Hydra Flot Spa: Draumkennt þyngdarleysi gegn svefnleysi, kvíða og einbeitingarskorti

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 4. október 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nútímafólk sækist í auknum mæli eftir slökun og íhugun til að draga úr streitu og fá stundarfrið frá áreiti heimsins. Sérstakir flottankar þar sem hægt er að fljóta um í þyngdarleysi eru áhugaverð nýjung sem veitir fólki magnaða upplifun og einstaka kyrrðarstund. Flotið verður sívinsælla með hverjum degi, hvort heldur er hjá ungum eða öldnum, afreksfólki í íþróttum, kaupsýslumönnum eða hinum venjulega meðaljóni. Óléttar konur hafa einnig hrósað Hydra Flot í hástert. „Fólk er síþreytt og orkulaust, á erfitt með að einbeita sér og kann ekki að slaka á. Flotið veitir hámarks afslöppun í fullkomlega hönnuðu umhverfi,“ segir Ryan Kevinson, annar eigenda Hydra Flot Spa.

 

Draumkennt þyngdarleysi

Ryan og kona hans, Fríða Rakel Kaaber, opnuðu heilsulindina í maí 2018 þar sem þau bjóða upp á flotupplifunina í þremur sérstökum flottönkum. „Flotið hefur einstaklega góð og slakandi áhrif á bæði líkama og huga einstaklings. Magnesíumsöltin sem við notum eru þau sömu og eru notuð af meðferðaraðilum í íþróttum í vöðvabaðmeðferðum. Magnesíum hefur þekkt jákvæð áhrif á líkamann, og meðal annars hefur það góð áhrif á svefn, kvíða, orku og einbeitingu. Að auki er 500–600 kíló af Epsom-salti leyst upp í hverjum tanki fyrir sig og hitastig er það sama og húðin svo að einstaklingurinn upplifir sig í algeru draumkenndu þyngdarleysi líkt og í Dauðahafinu.“ Umhverfið býður upp á algera hugræna og líkamlega slökun. Einnig má velja að vera án nokkurs sjónræns eða hljóðræns áreitis, sem býður upp á enn dýpri slökun. Tankar af þessu tagi hafa meðal annars verið notaðir af NASA og bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. Fólk líkir þessu oft við að öðlast góðan nætursvefn á eingöngu einni klukkustund.“

Hydra Flot mun á næstu dögum auka við þjónustu sína til þess að koma til móts við innlenda viðskiptavini. „Við munum fljótlega bjóða upp á vikulega og mánaðarlega áskrift af samsettum pökkum sem innihalda flotmeðferð, Cryo-air-andlitsmeðferðir og lúksus nuddstólatíma.“ Um er að ræða hágæða þýskan nuddstól sem viðskiptavinum er boðið að setjast í fyrir eða eftir flottímann. Teygjanlegur stóllinn er útbúinn loftpúðum og innbyggðum sætishitara, fjögurra vídda baknuddi og hallast þannig að manni finnst maður svífa um í þyngdarleysi. Í Cryo-air-andlitsmeðferðinni eru ekki nein skaðleg efni notuð eins og nitur í vökvaformi, heldur eingöngu tandurhreint íslenskt loft. Meðferðin er áhrifarík fyrir húðina og taugakerfið og stuðlar að bættu og heilbrigðu útliti. „Í öllum okkar meðferðum notum við eingöngu náttúrulegar og skaðlausar aðferðir sem við mögnum upp í hag nútímamanninum og áhrifin eru augljós.“

Komdu í flot í hverri viku

„Áskriftapakkarnir verða fáanlegir innan skamms en í millitíðinni ætlum við að bjóða upp á veglegan afslátt.“ Þá kostar ekki nema 5.900 kr. fyrir einn í flot og 8.900 kr. fyrir tvo. Tilboðið gildir aðeins í takmarkaðan tíma svo það er um að gera að panta sem fyrst og nýta sér þetta einstaka tækifæri. Nýttu þér tilboðið með því að bóka núna á shop.hydraflot.is.

„Flotið hefur verið vinsælt í stefnumótasenunni en það eru sífellt fleiri sem koma vikulega fyrir þau einstöku og slakandi áhrif sem flotið veitir. Þessi nýstárlega heilsurækt er talin geta unnið gegn svefnleysi, verkjum, kvíða, þunglyndi og jafnvel fíkn. Þeir sem prófað hafa tankana hjá Hydra Flot Spa eru afar ánægðir og á Facebook-síðu heilsulindarinnar er að finna afar jákvæðar umsagnir hrifinna viðskiptavina. Meðal þeirra er Sylvía Rut sem skrifar:

„Fór út fyrir þægindarammann í dag og skellti mér í flot, var bæði mjög spennt að prófa e-ð nýtt en líka kvíðin og stressuð þar sem ég fæ stundum innilokunarkennd. En þetta var „out of this world“ upplifun! Eigandinn fór vel yfir ferlið og gaf góð ráð um hvernig væri best að venjast og ná að slaka á, sem þrælvirkaði. Mér leið strax vel ofan í tanknum (engin innilokunarkennd), meira að segja þegar ljósin slokknuðu sem ég var búin að vera smá stressuð fyrir. Þetta var algjör unaður, bæði náði ég betri slökun en ég hef áður upplifað og saltið í vatninu gerði húð og hár silkimjúkt. Ég mun að öllum líkindum verða fastakúnni hér og get 100% mælt með þessu. Takk fyrir mig.“

Aðrir viðskiptavinir greina meðal annars frá því hve dvölin í tönkunum hafi verið streitulosandi og vöðvaslakandi. Það er áhugaverð og heillandi hugmynd að svipta mann um stund öllu áreiti, að loka á skynfærin og vera fullkomlega einn með sjálfum sér um leið og líkaminn fær dásamlega hvíld. Þetta er eitthvað sem fólki finnst spennandi að prófa og þeir sem hafa gert það eru mjög hrifnir af upplifuninni og áhrifunum á líkama og sál.

Sjá nánar á vefsíðunni hydraflot.is og Facebook-síðunni: hydraflot.

Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á cryo@hydraflot.is

Hydra Flot Spa er staðsett að að Rauðarárstíg 1, á Hlemmtorgi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 1 viku

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums
Kynning
Fyrir 1 viku

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!
Kynning
Fyrir 2 vikum

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember