fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Kynning

MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi í samstarf við Bleiku slaufuna í sjötta sinn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2019 10:06

Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktarinnar, Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir,  fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands og Marís Gústaf Marísson, rekstrarstjóri MAX1 í Jafnaseli, innsigla hér samstarfið. Hluti ágóða af sölu Nokian dekkja mun renna til Bleiku slaufunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin 5 ár hefur hluti af söluágóða Nokian gæðadekkja hjá MAX1 runnið til Bleiku slaufunnar. MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi ganga nú til samstarfs við Bleiku slaufuna í sjötta sinn.

MAX1 er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar og er sérlega ánægjulegt að fá að halda farsælu samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands áfram. Allt frá upphafi samstarfsins hafa viðskiptavinir og starfsmenn MAX1 tjáð ánægju sína að fá tækifæri til þess að vekja athygli á svo brýnu málefni.

Viðskiptavinir MAX1 sem versla Nokian gæðadekk í október og nóvember styrkja Bleiku slaufuna um leið með kaupunum. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru þrjú talsins, tvö í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.

Öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna

„Það er sönn ánægja að geta tengt gæða vörumerkið Nokian við svo þarft málefni. Höfuðstöðvar Nokian eru himinlifandi með samstarfið og hafa fjallað um það á sínum miðlum. MAX1 býður upp á mikið úrval gæðadekkja frá Nokian á frábæru verði og í öllum tilfellum þá ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna. Við veitum fólki ráðgjöf um hvernig dekk séu best undir bílinn og hvetjum okkar viðskiptavini til að fara á heimasíðuna okkar, www.max1.is og kynna sér verð og úrval. Eins minnum við á að gott er að vera tímanlega að skipta yfir á vetrardekk til að forðast örtröð.“ segir Sigurjón Árni Ólafsson framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktarinnar.

Þú getur treyst Nokian gæðadekkjum í krefjandi aðstæðum

„Þú getur treyst Nokian gæðadekkjunum. Nokian dekk hafa ávallt komið gífurlega vel út í könnunum og eiga sigurvegara í öllum flokkum. Það er mikilvægt að geta treyst eiginleikum dekkja í krefjandi aðstæðum. Nokian-dekk eru prófuð á 700 hektara fullkomnu prófunarsvæði Nokian í Finnlandi. Á svæðinu eru um 50 mismunandi brautir þar sem þeir prófa og sannreyna Nokiandekk á mismunandi undirlagi í afar erfiðum og krefjandi vetraraðstæðum. Framleiðandi Nokian er leiðandi í visthæfni og notkun vistvænna efna við framleiðslu Nokian gæðadekkja,“ segir Sigurjón Árni Ólafsson framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna