Mánudagur 18.nóvember 2019
Kynning

Jólatónleikarnir Æskujól: Hver eru þín æskujól?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 14. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig lítur þín minning út þegar þú heyrir orðið „Æskujól“? Með ást og umhyggju fyrir hvert öðru viljum við búa til æskujól okkar allra. Þetta eru tónleikar fjölskyldu og vina og meginþemað er það að fjölskyldan komi saman um jólin og skapi saman fallega minningu um æskujól.

Við viljum gera allri fjölskyldunni kleift að mæta saman á tónleikana og höfum því ákveðið að rukka ekki miðaverð fyrir börn sem geta setið í fanginu á foreldrum sínum eða forráðamönnum. Við teljum það mjög táknrænt fyrir tilgang tónleikanna, þ.e. að halda utan um börnin okkar. Þau eiga það skilið að fá að upplifa falleg og góð æskujól á aðventunni.

Gæsahúðarlag fyrir allan peninginn

Í fyrsta sinn í jólatónleikasögu Íslands höfum við skipulagt tónleikatúr í kringum landið með þremur gífurlega hæfileikaríkum unglingum, Ara Ólafssyni, Karó og Pétri Erni. Við vildum leita til unga fólksins okkar fyrir þessa tónleika, bæði til þess að gefa þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína en einnig til þess að ná til yngri tónleikagesta. Mun þríeykið meðal annars flytja frumsamið lag eftir Pétur og Karó á tónleikunum. Að sjálfsögðu heitir lagið „Æskujól“ og um er að ræða gæsahúðarlag fyrir allan peninginn.

Ari er landsmönnum kunnur þar sem hann tók meðal annars þátt í undankeppni Eurovision á Íslandi árið 2018. Hann er gríðarlega efnilegur tenórsöngvari og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Karolína Sif, eða Karó eins og hún er oftast kölluð, er 18 ára stúlka frá Bolungarvík. Hún er gríðarlega efnileg söngkona og gaf út lagið „Þú ert sú eina“ á Spotify með Jógvan Hansen.

Pétur Ernir er 19 ára gamall Ísfirðingur. Pétur er hálfgert undrabarn og framúrskarandi hæfileikaríkur listamaður. Hann bæði spilar á píanó á tónleikunum sem og syngur. Einnig sér hann um allar útsetningar á tónleikalögum.

 

Heiðursgestur á völdum tónleikum er Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltalín, en nafn hans er nú þegar orðið vörumerki.

Hefðinni samkvæmt verður lokalag tónleikanna Heims um ból sem verður almennur söngur. Þá fáum við alla þá krakka sem mæta á tónleikana til að koma til okkar og syngja með okkur fyrir gesti. Við vonumst til þess að geta sungið falleg og góð æskujól inn í hjörtu allra tónleikagesta.

 

Nánari upplýsingar á Facebook: Æskujól

Miðasama er hafin. Nældu þér í miða á Æskujól hjá tix.is

Miðaverð kr. 4.500

Ókeypis aðgangur fyrir þau börn sem vilja sitja í fanginu á foreldrum/forráðamönnum.

Aldurstakmark ekkert.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
Kynning
Fyrir 1 viku

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 1 viku

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums
Kynning
Fyrir 1 viku

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!
Kynning
Fyrir 2 vikum

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember