fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Ísey skyrbar: Gera góða vöru enn betri

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. janúar 2019 16:00

Vel hefur tekist til með breytingar á Ísey Skyrbar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Booztbarinn, sem í langan tíma hefur verið leiðandi í sölu á hollusturéttum, skipti um nafn fyrir skömmu og ber nú heitið Ísey skyrbar. Þetta eru mikil tímamót í sögu fyrirtækisins og með þessari breytingu er skerpt enn frekar á hollustugildi réttanna sem í boði eru.

„Þessi breyting tengist meðal annars áhuga okkar á því að fylgja eftir þeirri velgengni sem hefur verið í útflutningi og framleiðslu á íslensku skyri í útlöndum. Það hefur orðið mikil söluaukning á skyri á erlendum markaði og Ísey skyrið er núna selt í 17 löndum,“ segir Kristinn Ingi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Skyrboozt ehf. sem rekur útsölustaði Ísey skyrbar.

Nýjar Orkuskálar Ísey skyrbar hafa slegið í gegn

Enn meiri hollusta

„Matseðillinn er svipaður og var á Booztbarnum en það hefur orðið ákveðin uppfærsla,“ segir Kristinn. Hollusta réttanna á Ísey skyrbar er enn meiri en verið hefur þar sem innihald grænmetis hefur verið aukið og mun meira er notað af hreinu skyri í réttina en áður var.

„Við kynnum til sögunnar nýtt hreint skyr sem er sérstaklega framleitt fyrir Ísey skyrbar. Það inniheldur dálítið minni súr en hefðbundna skyrið en heldur að öðru leyti öllum einkennum vörunnar skyrs. Þetta skyr hentar einstaklega vel í vörurnar okkar.

Við nafnabreytinguna og með nýjum matseðli  hefur salan hjá Ísey skyrbar aukist um 12–15% .

Við erum með á matseðlinum fimm tegundir af Orkuskálum sem njóta stöðugt meiri vinsælda.

Nýjar Orkuskálar Ísey skyrbar hafa slegið í gegn

Ísey skyrbar staðirnir eru á  sömu stöðum og Booztbarinn var áður  áður, það er á N1 á Hringbraut, Borgartúni 39 og Ártúnshöfða. Kristinn segir að stefnt sé að fjölgun útsölustaða í náinni framtíð á Íslandi og að Ísey skybar stefni jafnframt á að opna útibú erlendis.  Ísey skyrbar er opinn á öllum stöðunum frá 7.30 til 20 virka daga og frá 10 til 18 um helgar.

Ofurhollir Booztdrykkir úr nýju sérlöguðu hreinu skyri

Auk fjölbreyttra skyrdrykkja býður Ísey skyrbar líka upp Orkuskálar, vegan hollustudrykki og ávaxta- og grænmetissafa.

„Minnum jafnframt á Áramótabombu Ísey skyrbar sem og frábæru tilboði á öllum vörunum okkar hjá aha.is.“

Nokkrar gerðir af Skotum eru fánlegar hjá Ísey skyrbar

Sjá nánar á vefsíðunni iseyskyrbar.is, Facebook-síðunni Booztbar og aha.is

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum