fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Hjá Höllu: Heilsusamlegt og gott – Safa- og súpuvikan byrjar 7. janúar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. janúar 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún Halla María Svansdóttir hefur lengi boðið fólki upp á hollan og heilnæman mat og þegar hún opnaði veitingastaðinn Hjá Höllu í Grindavík í lok árs 2015 hafði hún í nokkur ár sinnt veitingaþjónustu sem var smá í sniðum, með heimsendingum og síðar veitingavagni. En starfsemin heldur sífellt áfram að vaxa þar sem grunnurinn er stór hópur ánægðra viðskiptavina sem koma aftur og aftur. Staðurinn í Grindavík er að Víkurbraut 62 og tekur 60 manns í sæti. Annar Hjá Höllu-staður er síðan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og tekur 45 manns í sæti. Halla er auk þess með um 300 viðskiptavini í fyrirtækjaþjónustu og eru það mestmegnis fyrirtæki í Reykjavík, á meðan gestir staðarins í Grindavík eru heimamenn og fólk úr Keflavík.

„Þó að þetta flokkist sem heilsuveitingastaður þá eru þetta ekki bara vegan- eða grænmetisréttir. Þeir eru vissulega í boði en hér er líka hægt að fá kjöt og almennt er matseðillinn mjög fjölbreyttur. En hollustan kemur ekki síst fram í því að hér gerum við allt af frá grunni, vinnum okkar eigin sósu og gerum okkar safa og búst úr ferskum ávöxtum og grænmeti. Við notum hreint kjöt og búum til okkar eigin salatsósu, og svo framvegis,“ segir Halla.

Safa- og súpuvikan: Góð leið til að hefja nýtt ár á heilsusamlegum nótum

Eftir mikið ofát um hátíðirnar þurfa margir á því að halda, og virkilega þrá það, að hefja nýtt ár á hreinu fæði og gæta hófs. Mörgum hentar að hreinsa líkamann með því að vera á fljótandi fæði í nokkra daga. Safa- og súpuvikan er áhugaverður kostur fyrir þau sem eru í þessum hugleiðingum en hún hefst mánudaginn 7. janúar:

„Viðskiptavinir fá þá þrjá safa, tvö búst og eina súpu fyrir kvöldið. Þetta er hæfilegur dagskammtur til að ná sér niður eftir hátíðirnar,“ segir Halla.

Nánari upplýsingar og pantanir eru á vefsíðunni hjahollu.is. Sjá einnig Facebook-síðuna Hjá Höllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum