fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Menntastoðir: Fjarnám í átt að stúdentsprófi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MSS býður upp á margvíslegar námsleiðir, starfstengdar og í almennum bóklegum greinum. Lögð er áhersla á sveigjanlegt nám þar sem nemendur geta nálgast námsefni á netinu, óháð tíma og rúmi. Undanfarin ár hefur þróun kennsluhátta tekið markvissum breytingum og í dag eru námsleiðir kenndar í dreifinámi, fjarnámi og samkvæmt hugmyndum vendináms

Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, H.R. og Bifrastar auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lokamarkmið Menntastoða er fyrst og fremst að námsmenn auki færni sína í þeim námsþáttum sem kenndir eru þannig að þeir geti tekist á við nám við frumgreinadeild háskóla

Sveigjanleiki og metnaðarfull þjónusta

Kjörorð Menntastoða MSS eru sveigjanleiki í námi, óháð tíma og rúmi, framúrskarandi fjarnámskennsla og metnaðarfull þjónusta og stuðningur við nemendur. Á undanförnum árum hefur þróun og tækni í námi og kennslu tekið mikinn kipp hjá MSS. Stefnan í kennslufræði fullorðinna miðar að frekari þróun og auknum gæðum og að miðstöðin verði framúrskarandi á sviði fjarkennslu og fjarnáms. Svo góður árangur hefur náðst í þróun fjarnáms í Menntastoðum að MSS er leiðandi í fjarnámi meðal símenntunarmiðstöðva á landinu. Gott samstarf er við nokkrar símenntunarmiðstöðvar sem felst í því að nemendur geta stundað fjarnám hjá MSS en sótt stuðning og námsráðgjöf hjá símenntunarmiðstöð í sínum heimabæ. MSS hefur þá umsjón með fjarnámi Menntastoða fyrir þessa nemendur en símenntunarmiðstöðin í heimabæ námsmanns verður eins og námsmiðstöð fyrir hann þar sem hann getur fengið náms- og starfsráðgjöf og aðstoð og stuðning í námi.

10 ára afmæli Menntastoða

Vorið 2019 eru tíu ár frá því að fyrstu Menntastoðir MSS voru settar af stað en námsleiðin var unnin í samstarfi Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, Keilis og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námsleiðin var svar við mikilli eftirspurn eftir námi sem sniðið væri að þörfum fullorðinna námsmanna og myndi auðvelda aðgengi þeirra að ígildi stúdentsprófs og svo háskólanámi í framhaldinu. Alls hafa 549 nemendur lokið Menntastoðum hjá MSS en námskráin er viðurkennd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Mikil ánægja hefur verið með námsleiðina og hafa nemendur m.a. nefnt það hversu mikil breyting hafi orðið á lífi þeirra við það að hefja nám að nýju eftir margra ára fjarveru úr skóla. Einnig nefna nemendur gjarnan að það hafi komið þeim á óvart hversu skemmtilegt það er að læra og að þeir hafi öðlast sjálfstraust og sjálfsþekkingu í náminu.

Allar nánari upplýsingar um námið, kennslufyrirkomulag og fleira má nálgast á vefsíðu MSS. Námið hefst 11. janúar en skráning er hafin á www.mss.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Íslenskt grænmeti: Enn grænna!

Íslenskt grænmeti: Enn grænna!
Kynning
Fyrir 6 dögum

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 1 viku

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hjólað í vinnuna 2019

Hjólað í vinnuna 2019
Kynning
Fyrir 2 vikum

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“