fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Jógakennaranám í fyrsta skipti á Suðurnesjum

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmsar leiðir færar til þess að efla sig og styrkja á komandi hausti. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur lengi lagt metnað í að koma til móts við þarfir Suðurnesjabúa til endurmenntunar og sjálfseflingar hvers konar. Nú hefur miðstöðin sett á laggirnar jógakennaranám í samstarfi við Maríu Olsen, jógakennara. Námið er alls 200 klukkustundir og er viðurkennt af jógakennarafélagi Íslands og Yoga Allience. Þetta er í fyrsta skipti sem nám af þessu tagi er í boði á svæðinu og því algjörlega nýtt tækifæri fyrir áhugasama að sækja sér slíka menntun í heimabyggð.

Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri segir kjörið tækifæri að setja á fót samstarf af þessu tagi en námsframboð MSS er margvíslegt og miðar oftar en ekki út frá eftirspurn og þörfum í samfélaginu.  Meginhlutverk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er að efla sí- og endurmenntun Suðurnesjamanna, auka menntun og lífsgæði íbúa svæðisins og efla þannig einstaklinga og atvinnulíf. Í náminu er mikil áhersla lögð á verklega kennslu og að þátttakendur fái góðan undirbúning til þess að takast sjálfir á við starf jógakennara að loknu námi, þó margir sæki námið frekar til þess að efla eigin færni og dýpka þekkingu sína í jógafræðunum. Námsþættir í náminu eru meðal annars lífstíll jógans, anatomía, kennslutækni, orkustöðvar, jóga Nidra og aðrar slökunaræfingar, siðareglur jógakennara, viðskipti, skattur og fleira, heimspeki og æfingakennsla.

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19:30 býður MSS til kynningar á náminu þar sem farið verður yfir skipulag námsins, námsþætti og fyrirkomulag. María Olsen, kennari, svarar spurningum þátttakenda og leiðir stutta slökun í lok kynningar. Allir hjartanlega velkomnir í þægilega jógastemningu hjá MSS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum