fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

„Lítið áramótaheit sem breytti lífi mínu“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 13. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrjaði með Andlega einkaþjálfun fyrir fjórum árum, en hef nú í eitt ár eingöngu verið að leiðbeina fólki við að koma sér í andlegt form. Andleg einkaþjálfun er hugsuð fyrir alla þá sem eru tilbúnir að vinna markvisst að því að ná betri tökum á andlegri líðan,“ segir Hrafnhildur J. Moestrup.

 

Einmitt það sem vantaði

„Það væri e.t.v. hægt að flokka nálgun mína sem óhefðbundnari leið, ef við miðum við að tímar hjá sálfræðingi væru hefðbundin leið. En það er akkúrat það sem mér fannst vanta þegar ég var sjálf að hefja mína andlegu vegferð; fleiri valkostir. Hvert leitar fólk almennt þegar því líður illa? Sama leiðin hentar ekki öllum og ég fann mig sjálf ekki hjá sálfræðingi, en greip þessa nálgun strax. Auðvitað er þetta misjafnt hjá öllum og því er þetta val svo mikilvægt. Andleg einkaþjálfun leiðbeinir fólki með nánast allt sem viðkemur lífinu sjálfu og hjálpar fólki að öðlast nýja og jákvæðari sýn á líf sitt.“

Hrafnhildur J. Moestrup.

Setti sér áramótaheit og stóð við það
„Þetta byrjaði í rauninni allt hjá mér þegar ég upplifði sjálf andlegt gjaldþrot og var staðráðin í að koma mér á betri stað andlega. Þetta var rétt fyrir áramót og ég velti fyrir mér hvort ég ætti að strengja áramótaheit það árið, sem ég geri vanalega ekki. Ég furðaði mig einmitt á því hversu fljót ég var að beina huganum að líkamlegu ástandi. Ef þú pælir aðeins í því, hversu oft hefur þú hugleitt að koma þér í betra líkamlegt form? En, hversu oft hefur þú hugleitt að koma þér í betra andlegt form? Það eru mun færri sem huga að andlegri heilsu og tengja líkamlega heilsu frekar við heilbrigði. Þetta ætti raunar að vera öfugt. Fólk ætti að byrja á því að koma sér á betri stað andlega, því það er sennilega besta formið sem þú getur verið í. Svo getur annað komið í framhaldinu.

Það sem ég þurfti virkilega á að halda á þessum tíma var að fá leiðsögn um hvernig ég kæmi mér í andlegt form. Ég þurfti í raun andlegan einkaþjálfara. Þaðan kemur nafnið. Þetta er sennilega með fáum áramótaheitum sem ég hef haldið, því ég er enn að sinna því mörgum árum seinna og er það orðið að lífsstíl hjá mér. Í raun hefur þetta litla áramótaheit algjörlega breytt mínu lífi.“

Sjálfsniðurrif sönglandi í hausnum alla daga
Andleg einkaþjálfun er nálgun sem byggð er á þerapíunni, Lærðu að elska þig, eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. „Fyrir fjórum árum lærði ég þessa þerapíu hjá henni Ósk og strax eftir fyrsta tímann sá ég vissa hluti í mínu lífi í nýju ljósi. Ég hafði burðast með eitthvert mál úr barnæsku í fjöldamörg ár og Ósk gat látið mig sjá það á einungis 90 mínútum. Ég varð heilluð af þessari nálgun og mig langaði sjálf að læra hana og miðla henni áfram, því hún hjálpaði mér svo mikið. Á undanförnum árum hef ég mótað þerapíuna í takt við mig og hvernig mér líður best að miðla henni áfram út frá minni þekkingu og reynslu.

Það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu margir eru staddir á þeim stað að bara hreinlega elska sig ekki. Margir eru með sjálfsniðurrifs stefið sönglandi í höfði sínu alla daga, allt árið um kring. Mér finnst það svo sorglegt því það þarf ekki að vera þannig. Fólk veit bara ekki hvernig það á að læra að meta sig og elska sig skilyrðislaust. Við einfaldlega kunnum það ekki því okkur hefur ekki verið kennt það.“

Notar eigin reynslu í meðferðina
„Ég hef tekið á móti fjölda fólks í fjögur ár og er orðin snögg að átta mig á hvernig best er að leiðbeina hverjum og einum. Reynsla mín leikur líka stórt hlutverk í þjálfuninni og þegar við á, deili ég með mínu fólki hvernig ég hef sjálf nýtt þessa þjálfun til að koma mér á betri stað andlega. Ég er auðvitað ekki með neinn frípassa í þessu lífi og fæ ýmis krefjandi verkefni í hendurnar. En ég nýti þann fróðleik sem ég bý yfir í hvert einasta skipti. Í kjölfarið myndast sterkt samband á milli mín og þeirra sem ég leiðbeini, því þau fá líka að skyggnast inn í mitt líf. Það er það sem mér þykir svo mikilvægt, því ég hef sjálf verið á þeim stað að þurfa að leita mér aðstoðar.“

Andleg fjarþjálfun
„Ástæðan fyrir því að ég býð upp á Andlega fjarþjálfun er sú að það eiga ekki allir jafn auðvelt með að fara í viðtal hjá meðferðaraðila og tjá tilfinningar sínar við ókunnuga manneskju. Sú tilhugsun að jafnvel gráta fyrir framan aðra getur fælt fólk frá því að nokkurn tímann hefja sína andlegu vegferð. Stundum erum við einfaldlega ekki tilbúin til þess að mæta á staðinn, en viljum samt sem áður koma okkur á betri stað andlega. Þá er andleg fjarþjálfun einstaklega góð leið. Þá færðu send gögn til þín einu sinni í mánuði í tölvupósti og þú ert að vinna með fróðleikinn, verkefnin og fleira í einn mánuð í senn. Þeir sem eru hjá mér í 6 og 9 mánaða fjarþjálfun fá einnig val um að hitta mig á Skype einu sinni í mánuði og fá þá þetta aðhald sem við þurfum svo oft á að halda, í þessu eins og svo mörgu öðru.“

Geggjað að sjá fólk blómstra
„Að fara í gegnum allt ferlið er gríðarlega mikilvægt. Þegar ég skoða árangurinn hjá þeim sem koma til mín í 12 mánaða andlega einkaþjálfun eða 9 mánaða andlega fjarþjálfun þá hafa þeir öðlast svo mikilvægan fróðleik og nokkurs konar litla verkfærakistu til að grípa í þegar lífið setur þá í krefjandi aðstæður. Ég hef verið svo lánsöm að fá góðar umsagnir frá mínu fólki og það er ekkert betra en að fá að vera örlítill partur af þeirra andlegu vegferð. Skemmtilegasta umsögnin verður að vera frá henni Kristborgu Bóel sem ég var svo heppin að fá til mín í þjálfun fyrir nokkrum árum. Hún skrifaði bókina 261 dagur og hefur sú bók mikla þýðingu fyrir mig þar sem ég fékk að vera sögupersóna í bókinni, eða andlegi einkaþjálfarinn. Það er auðvitað geggjað að fá að sjá fólkið sitt blómstra á þennan hátt.“ Umsagnir um Andlega einkaþjálfun má lesa á vefsíðunni.

Nánari upplýsingar má nálgast á andlegeinkaþjalfun.is
Fylgstu með á Facebook: Andleg einkaþjálfun og Instagram: Andleg einkaþjálfun.
Hafðu samband við Hrafnhildi í netpósti: hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum