fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Ný og glæsileg aðstaða í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi

Kynning
Ritstjórn DV, Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðavöllur er án efa talinn vera á meðal bestu 18 holu keppnisvalla landsins og ár hvert eru haldin þar stórmót af ýmsum toga.

Framkvæmdir við nýja félagsaðstöðu Leynis hófust í janúar 2018 en þá hafði undirbúningur staðið yfir allt frá 2015/2016. Ný félagsaðstaða hefur fengið heitið Frístundamiðstöð við Garðavöll og leysir af hólmi eldri aðstöðu Leynis sem samanstóð af 35 fermetra skrifstofubyggingu frá árinu 2000 og um 180 fermetra golfskála sem kominn var mjög til ára sinna og var upphaflega íbúðarhús. Eignarhald á nýja húsnæðinu er í höndum Fasteignafélags Akraneskaupstaðar og rekstur hússins er alfarið í höndum Golfklúbbsins Leynis.

Ný og glæsileg frístundamiðstöð við Garðavöll

Frístundamiðstöðin er glæsilegt þúsund fermetra fjölnota hús sem í senn verður klúbb- og félagsaðstaða Golfklúbbsins Leynis með æfingaaðstöðu í kjallara og fundaraðstöðu og veitingastaður. Einnig verður allt að tvö hundruð manna veislusalur til útleigu með tilheyrandi aðstöðu og rýmum. Salinn verður ýmist hægt að stúka niður fyrir smærri samkomur eða opna í eina heild fyrir stærri veislur.

Flott hús í fallegu umhverfi

Ný og bætt aðstaða gjörbreytir allri félagsaðstöðu og rekstri klúbbsins og styrkir stoðir klúbbsins. Kylfingar og gestir golfvallarins eiga án efa eftir að njóta þessa nýja húss þegar þeir heimsækja Garðavöll en húsið er stórt og tignarlegt og sómir sér vel í fallegu umhverfi vallarins.

Félagsmenn unnu í sjálfboðavinnu við að reisa húsið

„Við höfðum að leiðarljósi að vinna alla áætlanagerð af kostgæfni þannig að ekki yrði farið fram úr áætluðum byggingarkostnaði eða verktíma. Það hefur tekist. Leitað var til verktaka hér á Akranesi um að koma að framkvæmdinni og einnig hafa félagsmenn í Golfklúbbnum Leyni verið duglegir að leggja hönd á plóg við byggingu hússins í sjálfboðavinnu. Þar hefur gamli félagsandinn verið allsráðandi líkt og í ungmennafélögunum forðum,“ segir Guðmundur Sigvaldsson, framkvæmdastjóri Leynis aðspurður.

Glænýr veitingastaður

Leynir hefur samið við Veitingastaðinn Galitó um veitingasölu í húsinu og rekstur og verður opnaður nýr veitingastaður, Galitó Bistró Cafe, um leið og húsið verður vígt formlega nú í lok apríl.

Hyggja á opnun um mánaðamótin

„Garðavöllur kemur vel undan vetri og styttist í opnun vallarins, jafnvel fyrir mánaðamótin apríl/maí. Við bjuggum við það lúxusvandamál í vetur að það var lítið frost í jörðu sem gerði það að verkum að völlurinn er nú í góðu ásigkomulagi. Nú erum við hins vegar farin að undirbúa slátt og fyrstu sumarstarfsmenn eru mættir til vinnu,“ segir Guðmundur.

Mót á árinu

Íslandsmótið í holukeppni verður haldið á Garðavelli um miðjan júní. Nokkur önnur stærri mót á vegum Golfsambands Íslands verða auk þess á árinu. Bókanir kylfinga, hópa og fyrirtækja hafa verið afar góðar og mikil tilhlökkun og bjartsýni með sumarið hjá stjórnendum Golfklúbbsins Leynis.

 

Golfklúbburinn Leynir er staðsettur á Garðavelli, 300 Akranesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á leynir.is

Fylgstu með okkur á Facebook: Golfklúbburinn Leynir

Sími: 896-2711

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum