fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Kynning

Golfklúbbur Hellu: Hin fegursta fjallasýn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. apríl 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann á sér merkilega sögu, Golfklúbburinn á Hellu, en hann hefur verið starfræktur nær sleitulaust síðan 1952. „Völlurinn hefur verið færður tvisvar sinnum síðan klúbburinn var stofnaður. Í dag heitir völlurinn Strandarvöllur og hann staðsettur á Strönd sem er alveg tilvalin staðsetning. Undirlendið er sendið og þurrt og því sjaldan sem völlurinn er gegnsósa af vatni, enda er grasið fljótt að þorna vegna sandsins. Völlurinn er yfirleitt tilbúinn til notkunar snemma að vori, en tæknilega séð er hann opinn allt árið um kring. Þannig að ef vel viðrar og völlurinn er ekki á kafi í snjó þá má spila hér golf,“ segir Óskar Pálsson.

Fjölbreyttur og skemmtilegur völlur

Upphaflega var völlurinn níu holur en í dag er hann átján holur. „Völlurinn er gífurlega skemmtilegur og í þau fjöldamörgu ár sem ég hef stundað golfið, þá hef ég satt að segja aldrei fengið leiða á þessum velli. Hann hentar bæði byrjendum sem lengra komnum þar sem hver iðkandi velur lengd vallarins eftir eigin getustigi.“

Hentar sérlega vel til mótahalds

Það eru 105 félagar í klúbbnum sem sjá um starfsemina. „Við golfvöllinn stendur ein besta íþróttaaðstaða í gjörvallri Rangárvallasýslu, ef ekki á öllu Suðurlandi. Klúbbhúsið er gamall skóli og aðstaðan þar býður upp á að hægt sé að halda heilt Íslandsmót með nær engum fyrirvara.“ Þess má geta að þann 1. maí 2019 verður haldið heljar golfmót 39. árið í röð á Strandarvelli.

Frábær veitingastaður

Í klúbbhúsinu er einnig rekinn einn af bestu veitingastöðum á svæðinu. „Hér er sérlega hæfileikaríkur kokkur frá Kólumbíu sem galdrar fram dýrindis mat fyrir gesti og gangandi. Hann hefur algerlega komið okkur á kortið á Tripadvisor enda er veitingastaðurinn þar með nær fullt hús stiga.“

Fagurt útsýni og veðursæld

Frá matsalnum er gífurlega fallegt útsýni yfir fjöll, firnindi og ægifagrar eldstöðvar. „Hér ber við himin hin ægifagra Hekla, tignarlegur Tindfjallajökull, Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar. Svo glittir stundum í Mýrdalsjökul á góðviðrisdögum. Svo er hér sérlega veðursælt og merki þess má sjá á trjánum hér í kring. Þau vaxa öll tiltölulega beint upp í loftið sem sýnir það svart á hvítu hvað hér er ekki vindasamt.“

Komdu í golf!

„Ég get ekki ímyndað mér betri dagsferð en að aka um söguslóðir Njálu, taka í kylfu á Strandarvelli og enda svo daginn á dýrindismáltíð í klúbbhúsinu hjá okkur. Það er þó alltaf vissara að panta borð enda er staðurinn vinsæll hjá bæði heimamönnum og ferðamönnum,“ segir Óskar.

Strandarvöllur er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar.

Sími: 487-8208

ghr@ghr.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum