fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Betri bílakaup: Láttu okkur flytja inn bílinn þinn fyrir þig!

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. mars 2019 10:00

Mitsubishi Outlander PHEV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betri bílakaup er fyrirtæki sem þjónustar almenning við kaup á bílum að utan og við flutning til landsins. Með slíkum hætti fást bílarnir á mun lægra verði en í gegnum bílaumboð. Á undanförnum tæpum tveimur árum hefur Betri bílakaup flutt inn með þessum hætti á annað þúsund gæðabíla fyrir ánægða kaupendur.

Í þessum hópi eru meðal annars hátt í 500 bílar af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og fjölmargir af tegundinni Volvo, ýmist í forpöntunum á nýjum bílum eða innflutningi á lítið keyrðum nýlegum bílum.

„Við sjáum um allt fyrir kaupandann, frá a til ö. Kaupsamningurinn við erlenda bílasölu er á nafni kaupandans en við sjáum um alla pappírsvinnu og innflutninginn. Eimskip flytur bílinn og hann er tryggður alla leið. Þessi aðferð við bílakaup tryggir kaupendum hagstæðara verð en áður hefur þekkst. Einnig erum við með www.betribilasalan.is sem er netbílasala og getum við selt fyrir þig gamla bílinn meðan sá nýi er á leiðinni,“ segir Brynjar Valdimarsson hjá Betri bílakaupum.

Fyrirtækið er til húsa að Ármúla 4–6. Að sögn Brynjars er allt kaupferlið hjá Betri bílakaupum mjög gegnsætt og þægilegt:

„Segjum að þú sért væntanlegur kaupandi, þú ert að leita að bíl. Þú segir okkur hvernig bíl þú vilt eignast og við finnum hann fyrir þig. Við tökum fasta þóknun fyrir okkar þjónustu, 249.900 kr. með vsk. Við semjum um verðið fyrir þig við erlendu bílasöluna og þú greiðir bílinn beint til þeirra. Við erum með samning við Eimskip sem nýtist þér. Þegar þú ert búinn að greiða bílinn þá sjáum við um allt fyrir þig;  flutninginn, skráningu bílsins, tollafgreiðsluna og afhendum þér svo bílinn hjá okkur í Ármúla 4.“

Mitsubishi Outlander PHEV

Mitsubishi Outlander PHEV

Gott úrval, sérstaklega hagstætt verð og mikil gæði eru það sem viðskiptavinir Betri bílakaupa uppskera. Mikil áhersla er lögð á svokallaða græna bíla og segir Brynjar þá vera um 90% af þeim bílum sem viðskiptavinir kaupa í gegnum fyrirtækið. Er þá ýmist um að ræða raf- eða blendingsbíla (hybrid bensín+rafmagn).

„Við bjóðum upp á hinn glænýja og frábæra Mitsubishi Outlander PHEV, en hann hentar einstaklega vel íslenskum aðstæðum. Þessir bílar hafa verið gríðarlega vinsælir á Íslandi enda mjög ríkulega útbúnir og með langa ábyrgð. Það er 5 ára almenn verksmiðjuábyrgð og 8 ára rafhlöðuábyrgð. Framleiðsluárið 2019 fékk ýmsar stórgóðar viðbætur. Sem dæmi má nefna lengri drægni á rafmagni, hljóðlátari bensínmótor, meira akstursöryggi auk þess sem bíllinn er sparneytnari og kraftmeiri.

Verð frá 4.250.000 kr. miðað við gengi 135 kr. á EUR.

 

Volvo

Nýr Volvo 2019

„Einnig getum við pantað 2019 Volvo þar sem þú færð að setja bílinn þinn saman eins og þú vilt hafa hann. Í grunninn koma þeir með talsvert meiri búnaði, með lengri ábyrgð, 4 ára almenn verksmiðjuábyrgð, 8 ár á rafhlöðum, og langt undir því verði sem þekkist hér heima. Virkilega öflugir og frábærir lúxusbílar.“

Dæmi um verð á Volvo XC60 T8 R-Design frá 8.165.000 kr.*
og Volvo XC90 T8 Momentum 8.915.000 kr.*

Með aukahlutapakka upp á meira en 1.200.000 kr.

*Volvo, miðað við gengi 90 kr. á CAD.

Nissan Leaf

Nýi Nissan Leaf Tekna 2019

Einn með öllu. Nýtt útlit og miklu lengri drægni. Vinsælasti rafmagnsbíll í heimi. Bilanaminnsti bíll í heimi. Erum með nokkra Nissan Leaf Tekna sem eru að leggja af stað til Íslands. Fyrstur kemur fyrstur fær. Frábært verð.

Verð 4.610.000 kr. með vetrarpakka, miðað við gengi 135 kr. á EUR

Nánari upplýsingar eru á vefnum betribilakaup.is. Fyrirspurnum er einnig svarað í síma 511-2777.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 5 dögum

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 1 viku

Fyrir liði, vöðva, heila og húð

Fyrir liði, vöðva, heila og húð
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!