fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Sjálfvirkir smurskammtarar frá Perma tec: Þýsk hágæðavara

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poulsen er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins, hvorki meira né minna en 109 ára gamalt. Rekstur fyrirtækisins er nokkuð margþættur en þungamiðja starfseminnar er innflutningur á bílavarahlutum, bílrúðum, bílalakki, smurolíum og iðnaðarvarningi. Ávallt er þess gætt að bjóða eingöngu hágæðavöru frá traustum framleiðendum.

Meðal þess eru sjálfvirkir smurskammtarar frá Perma tec en þeir eru framleiddir í Þýskalandi. Perma tec fann upp fyrsta sjálfvirka smurskammtarann árið 1964 og hefur alla tíð síðan verið leiðandi á þessum markaði.

Allir Perma tec-smurskammtararnir eru fylltir af feiti eða olíu í verksmiðjunni, en þar er fyllsta hreinlætis gætt svo engin óhreinindi geti mengað framleiðsluvöruna. Auk þess fer engin olía eða feiti í hylkin nema að hafa staðist ýtrustu kröfur framleiðandans.

Fimm gerðir af hágæða smurskömmturum

Perma tec framleiðir fimm gerðir af smurskömmturum: Classic, Future, Star, Nova og Flex.

CLASSIC er sá upprunalegi en FUTURA sá endurbætti sem vinnur á sama hátt, það er að í hylkinu er mild sýra sem vinnur á töflu sem skrúfuð er í hylkið og við það myndast gas. Gasið þenst út og dælir þannig feitinni út í leguna. Þeir koma í einni stærð, 120 cm³. Tapparnir endast í  1, 3, 6 eða 12 mánuði.

STAR vinnur á allt annan hátt, en í honum er lítill rafmótor sem skrúfar niður stimpil og dælir feitinni þannig út. Þeir eru fáanlegir með rafhlöðum eða tengingu í stýrisstraum frá tækinu. Val er um 3 stærðir 60, 120 og 250 cm³. Stillanlegur á 1 til 12 mánaða endingu. Hann blikkar líka grænu ljósi ef allt er í lagi, en rauðu ef eitthvað er að.

NOVA kemur á markað til að uppfylla óskir kaupenda um jafna virkni við mismunandi hitastig. Hvort heldur sé 20° frost eða 60° hiti, þá er hann með innbyggðan hitanema sem stjórnar gasmynduninni. Virknin er sú að litlum neista er skotið í kolakjarna og við það myndast gas. Fæst í tveimur stærðum, 65 og 125 cm³. Stillanlegur á 1 til 12 mánaða endingu.

FLEX er nýjasta afurðin og kemur væntanlega í staðinn fyrir CLASSIC og FUTURA. Virknin er sú að litlum neista er skotið í kolakjarna og við það myndast gas.
Hann fæst í þremur stærðum, 30, 60 og 125 cm³. Stillanlegur á 1 til 12 mánaða endingu.

Margar tegundir af feiti og olíu

Hægt er að velja um ýmsar feiti- og olíutegundir, en þær eru helstar:

SF01      Universal feiti                    Li/Ca                     NLGI 2                   -30 til +130°C
SF02      Extream Pressure            Li+Mos2              NLGI 2                   -30 til +120°C
SF03      High temp                          Polyurea             NLGI 2                   -20 til +220°C
SF10      Food grade H1   Al-Com NLGI 1                  -45 til +120°C
SO14     Chain oil                              PAO+Este                                           -20 til +250°C

Einnig er hægt að sérpanta aðrar tegundir og er Perma tec með mikið úrval á lager.

Perma tec smurskammtararnir henta sérlega vel til að smyrja t.d. rafmótora, dælur, loftblásara, færibönd, snigla og keðjur.

Mikið úrval er af aukahlutum, t.d. minnkanir, framlengingar, festingar og burstar

 

Perma tec-smurskammtararnir eru seldir í verslun Poulsen í Skeifunni 2, Reykjavík. Sjá nánar um starfsemi Poulsen á vefsíðunni poulsen.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum