fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Léttitækni léttir störfin og eykur afköstin -„Hjálpartæki atvinnulífsins“

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Betur vinnur vit en strit“ er eitt af slagorðum fyrirtækisins Léttitækni enda sérhæfir fyrirtækið sig í léttitækjum og öðrum búnaði sem sparar sporin við dagleg störf. Innan þessa sviðs er starfsemin gífurlega fjölbreytt.

Léttitækni smíðar staðlaða handvagna og handtrillur en auk þess er stór hluti framleiðslunnar sérsmíði sem viðskiptavinir óska eftir og oftar en ekki hönnuð í samstarfi viðskiptavinar og starfsmanna Léttitækni.

„Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf, við komum á staðinn, greinum þörfina og gerum föst verðtilboð,“ segir Peturína Laufey Jakobsdóttir, vanalega kölluð Peta, í stuttu spjalli við DV. Margir þurfa á hjálpartækjum að halda til þess að létta sér dagleg störf, jafnt einstaklingar og fyrirtæki. Það er þægilegt að þurfa ekki að finna út hvernig búnað mann vantar heldur einfaldlega leggja sín mál á borðið hjá fagfólki, fá upplýsingar um hárréttan búnað og nákvæmlega hvað hann kostar.

Innflutningur er stór hluti starfseminar og er Léttitækni í samstarfi við mjög færa framleiðendur víðs vegar um heimin. Helstu flokkar innflutnings eru:

  • Brettarekkar og aðrar léttari hillur fyrir allar stærðir af lagerum
  • Stálskápar, bæði starfsmannaskápar og munaskápar
  • Hjól af öllum stærðum og gerðum
  • Plastbox
  • Ýmsir vagnar og handtrillur
  • Rafmagns stigaklifrari frá Austurríki, flytur fólk, fólk í hjólastólum og vörur upp stiga
  • Stigar og tröppur
  • Vinnustólar
  • Vinnulyftur
  • Lyftuborð
  • Minni lyftarar og léttlyftur
  • Brettatjakkar í ýmsum útgáfum
  • Hágæða verkstæðisvörur framleiddar í Danmörku

Framundan eru breytingar á húsnæðismálum hjá Léttitækni, verslunin í Reykjavík hefur verið á Stórhöfða 27 síðan 2002 en í desember nk. munum við flytja að Lambhagavegi 13. Nýtt og stærra húsnæði verður mikil breyting og er mikil tilhlökkun vegna flutninganna. Við höldum okkar striki á Blönduósi en þar er framleiðslan og stór hluti lagersins.

Alls eru átta stöðugildi hjá Léttitækni sem er sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Jakob Jóhann Jónsson stofnaði fyrirtækið árið 1995 og er hann enn framkvæmdastjóri þess. Synir hans tveir starfa hjá fyrirtækinu og dóttir hans Peta er skrifstofu- og starfsmannastjóri.

„Léttitækni hefur komið víða við á 23 starfsárum og viðskiptavinir gífulega margir og traustir, okkar markmið er að bjóða upp á vandaðar vörur og góða þjónustu sem skilar sér í ánægðum viðskiptavinum sem koma aftur og aftur. Það er mjög algengt að koma inn í fyrirtæki og sjá vörur frá Léttitækni, ég er búin að vinna hjá Léttitækni í 22 ár og þekki vörurnar okkar vel,“ segir Peta.

Það er ástæða til að hvetja fólk til að skoða úrvalið á vefsíðunni lettitaekni.is, koma í verslunina að Stórhöfða 27 (Lambhagavegur 13) eða kíkja á starfsemina á Blönduósi. Símanúmerin hjá Léttitækni eru 452-4442 og 567-6955 og netfang lettitaekni@lettitaekni.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum