fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Guðmundur Eggert einkaþjálfari: „Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup“

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. september 2018 17:00

Guðmundur Eggert

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Guðmundur Eggert Gíslason er nú farinn á fulla ferð eftir rólegt sumar og á nokkra lausa tíma bæði í einkaþjálfun og fjarþjálfun. Guðmundur, sem er þrítugur í dag, kynntist líkamsrækt þegar hann var 18 ára og byrjaði hjá einkaþjálfara. Hann þjálfar í hinum glæsilegu líkamsræktarstöðvum Reebok Fitness þar sem fólk æfir við fyrsta flokks aðstæður.

„Fólk kemur til mín í mjög misjöfnu ástandi, eins og gengur. Meirihlutinn vill létta sig en ég fæ líka oft til mín unga stráka sem vilja þyngja sig með því að byggja upp vöðvamassa. Mikilvægt er að sníða þjálfunina að þörfum hvers og eins einstaklings,“ segir Guðmundur Eggert. Margir gera sér ekki grein fyrir því að ekki bara of þungt fólk upplifir sig ekki í formi, það getur verið erfitt að vera alltof léttur og kraftlítill.

„Fram á unglingsár var ég mjög grannur og fannst ræktin aldrei eiga við mig. En strax eftir fyrsta tímann í ræktinni má segja að það hafi ekki verið aftur snúið. Ég byrjaði með það markmið að þyngja mig, ég var um 65 kíló árið 2006 og var orðinn 92 kíló snemma árs 2014, með æfingum og réttu mataræði. Ég er um 81 kíló í dag,“ segir Guðmundur Eggert en hann kynntist líkamsræktarheiminum árið 2006 er hann fór á fyrstu æfinguna með einkaþjálfara.

„Ég byrjaði í viðskiptafræði haustið 2008, rétt fyrir hrun og lauk því námi árið 2013. Ég sá þá ekki mikla framtíð í því fagi og fór í einkaþjálfaranám árið 2015. Kannski er það hruninu að þakka að ég er einkaþjálfari í dag,“ segir Guðmundur Eggert.

Guðmundur Eggert býður upp á þrjár þjálfunarleiðir; einkaþjálfun, paraþjálfun og fjarþjálfun. Persónuleg þjónusta, sérsniðið æfingaprógramm, eftirfylgni og stuðningur einkenna allar leiðirnar.

Þjónusta Guðmundar Eggerts er fyrir fólk á öllum aldri en hann undirstrikar mikilvægi þess að fólk gerir líkamsræktina að lífsstíl: „Margir vilja sjá árangur strax og sumir gefast upp ef hann kemur ekki eftir nokkrar vikur. En þetta er langhlaup, ekki spretthlaup – og ég reyni að koma þeirri hugsun af stað strax í byrjun.“

Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um þjónustu Guðmundar Eggerts eða vilja byrja að æfa undir leiðsögn hans er best að skoða vefsíðuna gudmundur.org.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Nefstíflur loksins horfnar!

Nefstíflur loksins horfnar!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 1 viku

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Volcano Trail Run

Volcano Trail Run
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld